Matvælastofnun hefur varað við neyslu á kjúklingi frá Matfugli sem seldur var undir merkjum Bónus, Ali eða FK. Um er að ræða heila kjúklinga, bringur, lundir og bita sem seldir voru undir ákveðnu framleiðslulotunúmeri.
Framleiðslulotunúmerið er 215-19-01-1-06 og pökkunardagur frá 03.02.2020 til 07.02.2020. Innköllunin nær einungis til þessarar framleiðslulotu en hún var seld í verslunum Bónus, Krónunnar, Fjarðarkaupum og Nóatúni.
Þeir sem hafa keypt kjúkling með þessu framleiðslulotunúmeri eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun eða til fyrirtækisins að Völuteigi 2 í Mosfellsbæ.