Hræðsluáróður eða blákalt raunsæi? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 11:00 Það er mál manna um þessar mundir að verulega sé farið að halla undan fæti í efnahagshorfum þjóðarinnar og að hagkerfið sé farið að kólna jafnvel meira, en von var á. Hagvöxtur er að minnka, atvinnuleysi að aukast, fjárfesting atvinnuveganna á niðurleið, raungengi krónu mjög hátt í sögulegu samhengi. Seðlabanki Íslands rekur þessar versnandi horfur einkum til erfiðari stöðu útflutningsgreina og versnandi fjármögnunarmöguleika fyrirtækja á Íslandi. Það eru blikur á lofti nánast hvert sem litið er í gjaldeyrisaflandi greinum þjóðarinnar - í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og ferðaþjónustu. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir allt samfélagið því að beint samhengi er á milli gjaldeyrissköpunar útflutningsgreina og lífskjaraþróunar í landinu. Margoft bent á viðkvæma stöðu Hvað ferðaþjónustu varðar, þá eru þetta ekki nýjar fréttir. Viið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum undanfarin misseri margoft bent á viðkvæma stöðu atvinnugreinarinnar, bæði í ræðu og riti. Enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vinnur lengst fram í tímann og fær því oft veður af hræringum á mörkuðum löngu fyrr en aðrir. Þegar við höfum fjallað um horfur, þróun og mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið, höfum við oft verið sökuð um hræðsluáróður með grátkór veinandi í bakröddum. Annað er nú komið á daginn. Í könnun Gallup í júní 2019 kom fram að stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu höfðu langminnstar væntingar stjórnenda til betri tíðar eftir sex mánuði - sem er núna. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja voru því einmitt raunsæastir allra. Einkareksturinn hefur lágmarkað skaðann Örum vexti ferðaþjónustu lauk þegar íslenska krónan tók að styrkjast fram úr hófi árið 2017 og varð til þess að verð á Íslandsferðum hætti að vera samkeppnishæft árið 2018. Dró þá verulega úr eftirspurn og hefur gert æ síðan. Síðastliðið ár hefur síðan dregið verulega úr framboði flugs til landsins, laun og launatengd gjöld hafa hækkað mikið og rekstrarumhverfi fyrirtækja er almennt mjög þungt. Skattar og gjöld eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það má í raun fullyrða að það að staðan sé ekki verri en hún þó er, sé eingöngu einkarekstrinum að þakka. Í þeim tilgangi að halda viðskiptum og tekjustraumi (sem býr til gjaldeyristekjur þjóðarbúsins) gangandi, hafa þau hagrætt í rekstri eins og kostur er, lækkað arðsemiskröfu og langflest lækkað verð og stundum meira en æskilegt hefði verið út frá rekstrarlegum forsendum. Mörg hafa neyðst til að segja upp fólki og gætu þurft að grípa til frekari uppsagna. Á meðan hafa sjóðir ríkis og sveitarfélaga tútnað út af sköttum og opinberum gjöldum. Lítill afsláttur eða hagræðing á þeim bæjum. Boltinn hjá stjórnvöldum Nú þegar svona er komið verða stjórnvöld að átta sig á að þau sitja uppi með boltann og þurfa nú að hugsa hratt um hvaða leikur sé bestur í stöðunni til að efla stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina - ferðaþjónustu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að gagni og veitt ferðaþjónustunni nauðsynlegt súrefni Að hleypa strax af stokkunum myndarlegri markaðsherferð á þeim mörkuðum, sem við höfum skilgreint sem verðmæta. Á Íslandsstofu er allt til reiðu til slíkrar herferðar. Afnema gistináttaskatt. Hraðari lækkun tryggingargjalds. Lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki. Boltinn þarf að vera í leik og spilað af festu. Einkareksturinn er búinn að vera með hann of lengi. Nú er komið að hinu opinbera að leggja sitt af mörkum. Þetta mun sennilega ekki reddast af sjálfu sér í þetta skiptið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er mál manna um þessar mundir að verulega sé farið að halla undan fæti í efnahagshorfum þjóðarinnar og að hagkerfið sé farið að kólna jafnvel meira, en von var á. Hagvöxtur er að minnka, atvinnuleysi að aukast, fjárfesting atvinnuveganna á niðurleið, raungengi krónu mjög hátt í sögulegu samhengi. Seðlabanki Íslands rekur þessar versnandi horfur einkum til erfiðari stöðu útflutningsgreina og versnandi fjármögnunarmöguleika fyrirtækja á Íslandi. Það eru blikur á lofti nánast hvert sem litið er í gjaldeyrisaflandi greinum þjóðarinnar - í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og ferðaþjónustu. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir allt samfélagið því að beint samhengi er á milli gjaldeyrissköpunar útflutningsgreina og lífskjaraþróunar í landinu. Margoft bent á viðkvæma stöðu Hvað ferðaþjónustu varðar, þá eru þetta ekki nýjar fréttir. Viið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum undanfarin misseri margoft bent á viðkvæma stöðu atvinnugreinarinnar, bæði í ræðu og riti. Enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vinnur lengst fram í tímann og fær því oft veður af hræringum á mörkuðum löngu fyrr en aðrir. Þegar við höfum fjallað um horfur, þróun og mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið, höfum við oft verið sökuð um hræðsluáróður með grátkór veinandi í bakröddum. Annað er nú komið á daginn. Í könnun Gallup í júní 2019 kom fram að stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu höfðu langminnstar væntingar stjórnenda til betri tíðar eftir sex mánuði - sem er núna. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja voru því einmitt raunsæastir allra. Einkareksturinn hefur lágmarkað skaðann Örum vexti ferðaþjónustu lauk þegar íslenska krónan tók að styrkjast fram úr hófi árið 2017 og varð til þess að verð á Íslandsferðum hætti að vera samkeppnishæft árið 2018. Dró þá verulega úr eftirspurn og hefur gert æ síðan. Síðastliðið ár hefur síðan dregið verulega úr framboði flugs til landsins, laun og launatengd gjöld hafa hækkað mikið og rekstrarumhverfi fyrirtækja er almennt mjög þungt. Skattar og gjöld eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það má í raun fullyrða að það að staðan sé ekki verri en hún þó er, sé eingöngu einkarekstrinum að þakka. Í þeim tilgangi að halda viðskiptum og tekjustraumi (sem býr til gjaldeyristekjur þjóðarbúsins) gangandi, hafa þau hagrætt í rekstri eins og kostur er, lækkað arðsemiskröfu og langflest lækkað verð og stundum meira en æskilegt hefði verið út frá rekstrarlegum forsendum. Mörg hafa neyðst til að segja upp fólki og gætu þurft að grípa til frekari uppsagna. Á meðan hafa sjóðir ríkis og sveitarfélaga tútnað út af sköttum og opinberum gjöldum. Lítill afsláttur eða hagræðing á þeim bæjum. Boltinn hjá stjórnvöldum Nú þegar svona er komið verða stjórnvöld að átta sig á að þau sitja uppi með boltann og þurfa nú að hugsa hratt um hvaða leikur sé bestur í stöðunni til að efla stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina - ferðaþjónustu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að gagni og veitt ferðaþjónustunni nauðsynlegt súrefni Að hleypa strax af stokkunum myndarlegri markaðsherferð á þeim mörkuðum, sem við höfum skilgreint sem verðmæta. Á Íslandsstofu er allt til reiðu til slíkrar herferðar. Afnema gistináttaskatt. Hraðari lækkun tryggingargjalds. Lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki. Boltinn þarf að vera í leik og spilað af festu. Einkareksturinn er búinn að vera með hann of lengi. Nú er komið að hinu opinbera að leggja sitt af mörkum. Þetta mun sennilega ekki reddast af sjálfu sér í þetta skiptið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun