Er Alfreð nógu stór til að losna við skugga Dags? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 11:30 Alfreð Gíslason og svo Dagur Sigurðsson þegar hann var tolleraður eftir sigur Þjóðverja á EM 2016. Samsett/Getty Dagur Sigurðsson er með besta sigurhlutfallið af öllum þjálfurum þýska handboltalandsliðsins í gegnum tíðina. Alfreð Gíslason verður kynntur formlega í dag sem nýr þjálfari þýska handboltalandsliðsins og er ætlað það hlutverk að stýra liðinu á næstu þremur stórmótum. Einn Íslendingur hefur setið í þessum stól áður og náði þá sögulega góðum árangri með liðið. Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu frá 2014 til 2017 og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum auk þess að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á tíma Dags með þýska landsliðið þá unnu Þjóðverjar 48 af 62 leikjum og töpuðu aðeins tólf. Þetta gerir 77,4 prósent sigurhlutfall sem er það hæsta meðal landsliðsþjálfara Þjóðverja í gegnum tíðina. Weltklasse-Spieler und Erfolgscoach: Alfred Gislason hat den Handball über Jahrzehnte geprägt. Ein Blick auf seine Karriere. https://t.co/FgMhJW3lh1#Gislason#Prokop— Sportschau (@sportschau) February 6, 2020 Christian Prokop byggði ofan á árangur Dags og liðið náði að vinna 72,6 prósent leikjanna undir hans stjórn. Prokop var því ekki að gera slæma hluti hvað varðar sigra í leikjum en náði ekki að vinna til verðlauna eins og forveri hans Dagur Sigurðsson. Best náðu Þjóðverjar fjórða sætinu undir stjórn Prokop á HM á heimavelli í fyrra en liðið tapaði þá á móti Frakklandi í leiknum um bronsið. Þýskaland hafði tapað fyrir Noregi í undanúrslitunum. Í þriðja sætinu yfir hæsta sigurhlutfall þýskra landsliðsþjálfara er Werner Vick sem þjálfaði þýska liðið frá 1955 til 1972 og gerði Þjóðverja tvisvar af heimsmeisturum í útihandknattleik þar sem hann var með 90,4 prósent sigurhlutfall. Alfreð Gíslason er Íslendingur eins og Dagur og verður því örugglega alltaf borinn saman við hann og þann flotta árangur sem þýska liðið náði hjá Degi. Details zum #Prokop-Aus als Handball-Bundestrainer: Alfred #Gislason setzte DHB Frist!https://t.co/9dX3Q37Wh5pic.twitter.com/9CpLyuKcqm— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) February 6, 2020 Alfreð er aftur á móti mjög sigursæll þjálfari í Þýskalandi sem hefur unnið sjö meistaratitla, sex bikarmeistaratitla og þrjá Meistaradeildartitla. Enginn annar landsliðsþjálfari hefur komið inn í þetta starf með jafnmarga stóra titla í þýskum handbolta. Heiner Brand vann þrjá meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla áður en hann varð landsliðsþjálfari. Petre Ivanescu var með þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla áður en hann tók við. Þegar Vlado Stenzel tók við þýska landsliðinu hafði hann bæði gerð júgóslavneska landsliðið að Ólympíumeisturum 1972 sem og vinna júgóslavneska meistaratitilinn með RK Crvenka. Stenzel gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1978 og það gerði Heiner Brand einnig árið 2007. Dagur Sigurðsson lyftir hér Evrópumeistarabikarnum.Getty/Adam Nurkiewicz Besta sigurhlutfall sem þjálfari þýska handboltalandsliðsins: 1. Dagur Sigurðsson 77,4% (48 sigrar í 62 leikjum 2014-17) 2. Christian Prokop 72,6% (54 sigrar í 73 leikjum 2017-20) 3. Horst Käsler 67,7% (23 sigrar í 34 leikjum 1970-72) 4. Werner Vick 64,6% (124 sigrar í 192 leikjum 1955-72) 5. Petre Ivanescu 64,3% (48 sigrar í 62 leikjum 1987-89) 6. Heiner Brand 61,9% (247 sigrar í 399 leikjum 1997–2011) Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson er með besta sigurhlutfallið af öllum þjálfurum þýska handboltalandsliðsins í gegnum tíðina. Alfreð Gíslason verður kynntur formlega í dag sem nýr þjálfari þýska handboltalandsliðsins og er ætlað það hlutverk að stýra liðinu á næstu þremur stórmótum. Einn Íslendingur hefur setið í þessum stól áður og náði þá sögulega góðum árangri með liðið. Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu frá 2014 til 2017 og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum auk þess að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á tíma Dags með þýska landsliðið þá unnu Þjóðverjar 48 af 62 leikjum og töpuðu aðeins tólf. Þetta gerir 77,4 prósent sigurhlutfall sem er það hæsta meðal landsliðsþjálfara Þjóðverja í gegnum tíðina. Weltklasse-Spieler und Erfolgscoach: Alfred Gislason hat den Handball über Jahrzehnte geprägt. Ein Blick auf seine Karriere. https://t.co/FgMhJW3lh1#Gislason#Prokop— Sportschau (@sportschau) February 6, 2020 Christian Prokop byggði ofan á árangur Dags og liðið náði að vinna 72,6 prósent leikjanna undir hans stjórn. Prokop var því ekki að gera slæma hluti hvað varðar sigra í leikjum en náði ekki að vinna til verðlauna eins og forveri hans Dagur Sigurðsson. Best náðu Þjóðverjar fjórða sætinu undir stjórn Prokop á HM á heimavelli í fyrra en liðið tapaði þá á móti Frakklandi í leiknum um bronsið. Þýskaland hafði tapað fyrir Noregi í undanúrslitunum. Í þriðja sætinu yfir hæsta sigurhlutfall þýskra landsliðsþjálfara er Werner Vick sem þjálfaði þýska liðið frá 1955 til 1972 og gerði Þjóðverja tvisvar af heimsmeisturum í útihandknattleik þar sem hann var með 90,4 prósent sigurhlutfall. Alfreð Gíslason er Íslendingur eins og Dagur og verður því örugglega alltaf borinn saman við hann og þann flotta árangur sem þýska liðið náði hjá Degi. Details zum #Prokop-Aus als Handball-Bundestrainer: Alfred #Gislason setzte DHB Frist!https://t.co/9dX3Q37Wh5pic.twitter.com/9CpLyuKcqm— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) February 6, 2020 Alfreð er aftur á móti mjög sigursæll þjálfari í Þýskalandi sem hefur unnið sjö meistaratitla, sex bikarmeistaratitla og þrjá Meistaradeildartitla. Enginn annar landsliðsþjálfari hefur komið inn í þetta starf með jafnmarga stóra titla í þýskum handbolta. Heiner Brand vann þrjá meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla áður en hann varð landsliðsþjálfari. Petre Ivanescu var með þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla áður en hann tók við. Þegar Vlado Stenzel tók við þýska landsliðinu hafði hann bæði gerð júgóslavneska landsliðið að Ólympíumeisturum 1972 sem og vinna júgóslavneska meistaratitilinn með RK Crvenka. Stenzel gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1978 og það gerði Heiner Brand einnig árið 2007. Dagur Sigurðsson lyftir hér Evrópumeistarabikarnum.Getty/Adam Nurkiewicz Besta sigurhlutfall sem þjálfari þýska handboltalandsliðsins: 1. Dagur Sigurðsson 77,4% (48 sigrar í 62 leikjum 2014-17) 2. Christian Prokop 72,6% (54 sigrar í 73 leikjum 2017-20) 3. Horst Käsler 67,7% (23 sigrar í 34 leikjum 1970-72) 4. Werner Vick 64,6% (124 sigrar í 192 leikjum 1955-72) 5. Petre Ivanescu 64,3% (48 sigrar í 62 leikjum 1987-89) 6. Heiner Brand 61,9% (247 sigrar í 399 leikjum 1997–2011)
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða