Samfélagsleg ábyrgð og uppbygging innviða? Sandra B. Franks skrifar 6. febrúar 2020 15:00 Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki hennar, og þar gegna sjúkraliðar lykilhlutverki. Starfandi sjúkraliðar á Íslandi eru um 2.100 og um 98% þeirra eru konur. Vinnustaðir sjúkraliða er á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegar stofnunum auk þess að vera ráðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Á þessum starfsstöðum sinna sjúkraliðar veikum, slösuðum, fötluðum og öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem glíma við margþættar áskoranir í lífinu. Umfangsmikil umræða hefur verið hjá stjórnvöldum og í samfélaginu um að nú þurfi að taka á vanda heilbrigðiskerfisins. Bráðadeild Landspítalans hefur verið í brennidepli og ítrekað á það bent að þar liggi bráðveikir einstaklingar sem hvorki njóta persónuverndar, né að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar. Umræða um óviðunandi heilbrigðisþjónustu við aldraða hefur einnig verið hávær og að skortur sé á hjúkrunarrýmum og starfsfólki sem sinnir hjúkrunarþjónustunni. Þá hefur einnig verið rætt að læknar séu langþreyttir, þeir sjái ekki til lands og að róðurinn þyngist og þyngist. Þessi umræða vekur upp kvíða og óöryggi hjá þorra fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustunni að halda. Er það nema von að spurt sé: Hvar sækja stjórnvöld heimild til að láta heilbrigðiskerfið molna svona innan frá? Hver er ábyrgur fyrir þessari stöðu? Hvar er samfélagslega ábyrgðin? Í hverju felst þessi margumtalaða innviðauppbygging? Við sjúkraliðar vitum að rétt mönnun við hjúkrun tryggir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Vissulega þurfa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sinn sess í kerfinu en án okkar gengur starfsemin ekki upp. Það er því brýnt að tryggja að réttur starfsmaður sé á réttum stað á hverjum tíma, því allir þættir heilbrigðiskerfisins þurfa að virka. Það dugar ekki til að bæta þjónustu Landspítalans, heldur þarf einnig að tryggja þjónustu hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og heimahjúkrunar. Til að það gangi eftir er ljóst að bæta þarf starfsumhverfi fagstétta sem vinna við hjúkrun. Einmitt til þess að laða fólk inn í þessi mikilvægu störf og til að fyrirbyggja enn frekari flótta úr greininni. Sjúkraliðar hafa ekki farið varhluta af því aukna álagi sem hefur einkennt heilbrigðiskerfið undanfarin ár og þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Um 90% félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands eru í vaktavinnu. Starfshlutfall þeirra er að meðaltali um 75%. Áratuga löng reynsla sýnir að í 70 - 80% starfshlutfalli, liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því neyddir til að vera í hlutastarfi. Það er alls ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur af því að þeir eru í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar hafa því verið nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigin heilsu, sem leiðir fólk í þann vítahring að erfitt er að ná endum saman. Það er því einsýnt að ef tryggja á öflugt heilbrigðiskerfi og velferð fagstétta sem vinnur við hjúkrun, þarf að mæta kröfum sjúkraliða um styttri vinnuviku og betri starfskjör, þannig að hægt sé að vera í fullu starfi án þess að gjalda fyrir það með óafturkræfum afleiðingum á heilsu og fjölskyldulíf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki hennar, og þar gegna sjúkraliðar lykilhlutverki. Starfandi sjúkraliðar á Íslandi eru um 2.100 og um 98% þeirra eru konur. Vinnustaðir sjúkraliða er á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegar stofnunum auk þess að vera ráðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Á þessum starfsstöðum sinna sjúkraliðar veikum, slösuðum, fötluðum og öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem glíma við margþættar áskoranir í lífinu. Umfangsmikil umræða hefur verið hjá stjórnvöldum og í samfélaginu um að nú þurfi að taka á vanda heilbrigðiskerfisins. Bráðadeild Landspítalans hefur verið í brennidepli og ítrekað á það bent að þar liggi bráðveikir einstaklingar sem hvorki njóta persónuverndar, né að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar. Umræða um óviðunandi heilbrigðisþjónustu við aldraða hefur einnig verið hávær og að skortur sé á hjúkrunarrýmum og starfsfólki sem sinnir hjúkrunarþjónustunni. Þá hefur einnig verið rætt að læknar séu langþreyttir, þeir sjái ekki til lands og að róðurinn þyngist og þyngist. Þessi umræða vekur upp kvíða og óöryggi hjá þorra fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustunni að halda. Er það nema von að spurt sé: Hvar sækja stjórnvöld heimild til að láta heilbrigðiskerfið molna svona innan frá? Hver er ábyrgur fyrir þessari stöðu? Hvar er samfélagslega ábyrgðin? Í hverju felst þessi margumtalaða innviðauppbygging? Við sjúkraliðar vitum að rétt mönnun við hjúkrun tryggir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Vissulega þurfa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sinn sess í kerfinu en án okkar gengur starfsemin ekki upp. Það er því brýnt að tryggja að réttur starfsmaður sé á réttum stað á hverjum tíma, því allir þættir heilbrigðiskerfisins þurfa að virka. Það dugar ekki til að bæta þjónustu Landspítalans, heldur þarf einnig að tryggja þjónustu hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og heimahjúkrunar. Til að það gangi eftir er ljóst að bæta þarf starfsumhverfi fagstétta sem vinna við hjúkrun. Einmitt til þess að laða fólk inn í þessi mikilvægu störf og til að fyrirbyggja enn frekari flótta úr greininni. Sjúkraliðar hafa ekki farið varhluta af því aukna álagi sem hefur einkennt heilbrigðiskerfið undanfarin ár og þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Um 90% félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands eru í vaktavinnu. Starfshlutfall þeirra er að meðaltali um 75%. Áratuga löng reynsla sýnir að í 70 - 80% starfshlutfalli, liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því neyddir til að vera í hlutastarfi. Það er alls ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur af því að þeir eru í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar hafa því verið nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigin heilsu, sem leiðir fólk í þann vítahring að erfitt er að ná endum saman. Það er því einsýnt að ef tryggja á öflugt heilbrigðiskerfi og velferð fagstétta sem vinnur við hjúkrun, þarf að mæta kröfum sjúkraliða um styttri vinnuviku og betri starfskjör, þannig að hægt sé að vera í fullu starfi án þess að gjalda fyrir það með óafturkræfum afleiðingum á heilsu og fjölskyldulíf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar