Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:57 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. Það sé aftur á móti verið að skoða núna og nokkuð ljóst liggi fyrir að veiran getur haft áhrif, einkum á ferðaþjónustuna bæði hérlendis og erlendis. Peningastefnunefnd greindi frá ákvörðun sinni um að lækka vexti í gær. Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem að sögn seðlabankstjóra er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda.Sjá einnig: Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann teldi að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við peningastefnuna og hvort hún vinni nægilega gegn niðursveiflu í hagkerfinu. „Við höfum verið að ganga í takt. Fjármálaráðuneytið eða í rauninni ríkissjóður hefur verið að auka útgjöld og lækka skatta, meðal annars í tengslum við lífskjarasamningana og það rímar mjög vel við það sem við erum að gera að lækka vexti,“ segir Ásgeir. „Þannig að við höfum verið að vinna í takt í þetta skiptið og ég held að það muni koma fram í því að við erum að mýkja þessa niðursveiflu.“ Hugsanleg áhrif Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið bárust jafnfamt í tal á fundinum. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir þeim áhrifum í þeim spám sem lagðar voru fram í gær. „En þetta er eitthvað sem við erum að skoða núna og þurfum að skoða líka í ákveðnu samhengi við viðbúnaðaráætlun og fleira,“ segir Ásgeir. „Það liggur fyrir að ef þessi veira nær sér verulega á strik þá mun það hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur eins og hjá öðrum löndum. Við munum alla veganna sjá færri ferðamenn frá Kína sem dæmi þannig að við verðum aðeins að fylgjast með þróuninni og hvernig hún verður,“ segir Ásgeir. Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Viðskipti Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. Það sé aftur á móti verið að skoða núna og nokkuð ljóst liggi fyrir að veiran getur haft áhrif, einkum á ferðaþjónustuna bæði hérlendis og erlendis. Peningastefnunefnd greindi frá ákvörðun sinni um að lækka vexti í gær. Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem að sögn seðlabankstjóra er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda.Sjá einnig: Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann teldi að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við peningastefnuna og hvort hún vinni nægilega gegn niðursveiflu í hagkerfinu. „Við höfum verið að ganga í takt. Fjármálaráðuneytið eða í rauninni ríkissjóður hefur verið að auka útgjöld og lækka skatta, meðal annars í tengslum við lífskjarasamningana og það rímar mjög vel við það sem við erum að gera að lækka vexti,“ segir Ásgeir. „Þannig að við höfum verið að vinna í takt í þetta skiptið og ég held að það muni koma fram í því að við erum að mýkja þessa niðursveiflu.“ Hugsanleg áhrif Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið bárust jafnfamt í tal á fundinum. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir þeim áhrifum í þeim spám sem lagðar voru fram í gær. „En þetta er eitthvað sem við erum að skoða núna og þurfum að skoða líka í ákveðnu samhengi við viðbúnaðaráætlun og fleira,“ segir Ásgeir. „Það liggur fyrir að ef þessi veira nær sér verulega á strik þá mun það hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur eins og hjá öðrum löndum. Við munum alla veganna sjá færri ferðamenn frá Kína sem dæmi þannig að við verðum aðeins að fylgjast með þróuninni og hvernig hún verður,“ segir Ásgeir.
Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Viðskipti Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira