Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 12:35 Samherji dregur nú saman seglin í Namibíu eftir að engin skip dótturfyrirtækjanna fengu kvóta þar. Vísir/Sigurjón Allar skyldur Samherja gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir fyrirtækjasamstæðuna verða uppfylltar áður en fyrirtækin hætta alfarið starfsemi í Namibíu. Í tilkynningu frá Samherja fagnar fyrirtækið að mál gegn íslenskum skipstjóra í landinu hafi verið til lykta leitt í gær. Namibískir skipverjar hafa búið við óvissu um störf sín eftir að Samherji ákvað að flytja tvö skip frá landinu, Geysi og Sögu. Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, hefur vísað til þess að skipin hafi ekki fengið úthlutað kvóta í Namibíu til að réttlæta ákvörðunina. Saga er nú sögð á leið í slipp til viðhalds og lagfæringa og Geysir er við veiðar við Máritaníu. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í dag er fullyrt að dótturfyrirtæki samstæðunnar muni uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þau áður en samstæðan hætti alfarið starfsemi þar. Fulltrúar Samherja hafi fundað með sjómönnunum og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Reynt verði að veita eins mörgum þeirra vinnu áfram og mögulegt er. Í því samhengi vísar Samherji til verksmiðjutogarans Heinaste sem er eina skipið sem samstæðan átti eftir í Namibíu. Fyrirtækið segist vinna að því að gera Heinaste út í Namibíu og vinni að því að finna lausnir í samráði við þarlend stjórnvöld. „Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu. Samherji leggur ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste,“ segir í tilkynningunni. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, var dæmdur til að greiða tæplega átta milljóna króna sekt fyrir ólöglegar veiðar í namibískri lögsögu í gær. Samherji fangar því að málinu sé lokið í yfirlýsingu sinni og segir það skapa ný tækifæri í rekstri skipsins. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Allar skyldur Samherja gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir fyrirtækjasamstæðuna verða uppfylltar áður en fyrirtækin hætta alfarið starfsemi í Namibíu. Í tilkynningu frá Samherja fagnar fyrirtækið að mál gegn íslenskum skipstjóra í landinu hafi verið til lykta leitt í gær. Namibískir skipverjar hafa búið við óvissu um störf sín eftir að Samherji ákvað að flytja tvö skip frá landinu, Geysi og Sögu. Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, hefur vísað til þess að skipin hafi ekki fengið úthlutað kvóta í Namibíu til að réttlæta ákvörðunina. Saga er nú sögð á leið í slipp til viðhalds og lagfæringa og Geysir er við veiðar við Máritaníu. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í dag er fullyrt að dótturfyrirtæki samstæðunnar muni uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þau áður en samstæðan hætti alfarið starfsemi þar. Fulltrúar Samherja hafi fundað með sjómönnunum og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Reynt verði að veita eins mörgum þeirra vinnu áfram og mögulegt er. Í því samhengi vísar Samherji til verksmiðjutogarans Heinaste sem er eina skipið sem samstæðan átti eftir í Namibíu. Fyrirtækið segist vinna að því að gera Heinaste út í Namibíu og vinni að því að finna lausnir í samráði við þarlend stjórnvöld. „Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu. Samherji leggur ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste,“ segir í tilkynningunni. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, var dæmdur til að greiða tæplega átta milljóna króna sekt fyrir ólöglegar veiðar í namibískri lögsögu í gær. Samherji fangar því að málinu sé lokið í yfirlýsingu sinni og segir það skapa ný tækifæri í rekstri skipsins.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15
Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21