Stuðningsmenn Liverpool að missa sig í gleðinni: Vilja semja við Gerrard svo hann geti tekið við bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 10:30 Steven Gerrard lyfir enska bikarnum, Meistaradeildarbikarnum og enska deildabikarnum sem fyrirliði Liverpool. Hann fékk aldrei að lyfta Englandsbikarnum. Samsett/Getty Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega byrjaðir að fagna langþráðum meistaratitli nú þegar liðið þeirra er með 22 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Sumir þeirra virðast þó vera aðeins að missa sig í gleðinni. Það er erfitt að sjá það fyrir sér að lið sem er búið að vinna 23 af 24 leikjum sínum tapi niður meira en sjö sigurleikja forskoti í síðustu þrettán umferðunum. Það eru allir búnir að meðtaka það að Liverpool er að fara að verða enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1990. Sigurreifir stuðningsmenn Liverpool eru því fyrir löngu farnir að hugsa um sigurhátíðina, fagnaðarlætin og bikarlyftinguna í vor. Það eru síðan einhverjir sem eru komnir aðeins of langt í þeim efnum. Some Liverpool fans want the club to sign Steven Gerrard so he can lift the Premier League title. https://t.co/FNpwE6B2Kipic.twitter.com/NSRBrcIMx6— SPORTbible (@sportbible) February 3, 2020 Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool liðsins og hefur átt magnað tímabil. Það kemur í hans hlut að verða fyrsti fyrirliði Liverpool í 30 ár til að lyfta Englandsbikarnum og sú bikarafhending verður í fyrsta lagi eftir heimaleik á móti Chelsea á Anfield 9. maí. Jordan Henderson er á einu ári búinn að lyfta bæði Meistaradeildarbikarnum og bikarnum fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og gæti þarna náð magnaðri þrennu. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja þó að annar maður taki við bikarnum 9. maí. Umræddir stuðningsmenn vilja að Liverpoll geri stuttan samning við Liverpool goðsögnina Steven Gerrard um að hann taki skóna af hillunni og spili þá fimm leiki sem þarf til svo þú teljist vera enskur meistari. Steven Gerrard missti nokkrum sinnum naumlega af Englandsmeistaratitlinum á löngum tíma sínum með Liverpool liðinu og sárast var það vorið 2014 þegar hann rann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á heimavelli. Það tap kostaði Liverpool liðið titilinn. Gerrard er reyndar upptekinn sem knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi en það breytir ekki því að stuðningsmennirnir sigurreifu vilja fá hann aftur suður til Liverpool. Steven Gerrard spilaði með Liverpool í sautján ár og á yfir 500 leiki í Liverpool búningnum en hann náði aldrei að verða meistari. Gerrard er einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins en stuðningsmenn annarra lið hafa verið ófeimnir við að stríða kollegum sínum í Liverpool á þessari staðreynd. Þeir brandarar yrðu samt eflaust enn háværari við slíkan gjörning. Það fylgir náttúrulega sögunni að þetta er aldrei að fara að gerast. Jordan Henderson mun stíga fram á Anfield 9. maí næstkomandi, bjóða upp á dansinn sinn og lyfta Englandsbikarnum. Enginn annar. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega byrjaðir að fagna langþráðum meistaratitli nú þegar liðið þeirra er með 22 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Sumir þeirra virðast þó vera aðeins að missa sig í gleðinni. Það er erfitt að sjá það fyrir sér að lið sem er búið að vinna 23 af 24 leikjum sínum tapi niður meira en sjö sigurleikja forskoti í síðustu þrettán umferðunum. Það eru allir búnir að meðtaka það að Liverpool er að fara að verða enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1990. Sigurreifir stuðningsmenn Liverpool eru því fyrir löngu farnir að hugsa um sigurhátíðina, fagnaðarlætin og bikarlyftinguna í vor. Það eru síðan einhverjir sem eru komnir aðeins of langt í þeim efnum. Some Liverpool fans want the club to sign Steven Gerrard so he can lift the Premier League title. https://t.co/FNpwE6B2Kipic.twitter.com/NSRBrcIMx6— SPORTbible (@sportbible) February 3, 2020 Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool liðsins og hefur átt magnað tímabil. Það kemur í hans hlut að verða fyrsti fyrirliði Liverpool í 30 ár til að lyfta Englandsbikarnum og sú bikarafhending verður í fyrsta lagi eftir heimaleik á móti Chelsea á Anfield 9. maí. Jordan Henderson er á einu ári búinn að lyfta bæði Meistaradeildarbikarnum og bikarnum fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og gæti þarna náð magnaðri þrennu. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja þó að annar maður taki við bikarnum 9. maí. Umræddir stuðningsmenn vilja að Liverpoll geri stuttan samning við Liverpool goðsögnina Steven Gerrard um að hann taki skóna af hillunni og spili þá fimm leiki sem þarf til svo þú teljist vera enskur meistari. Steven Gerrard missti nokkrum sinnum naumlega af Englandsmeistaratitlinum á löngum tíma sínum með Liverpool liðinu og sárast var það vorið 2014 þegar hann rann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á heimavelli. Það tap kostaði Liverpool liðið titilinn. Gerrard er reyndar upptekinn sem knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi en það breytir ekki því að stuðningsmennirnir sigurreifu vilja fá hann aftur suður til Liverpool. Steven Gerrard spilaði með Liverpool í sautján ár og á yfir 500 leiki í Liverpool búningnum en hann náði aldrei að verða meistari. Gerrard er einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins en stuðningsmenn annarra lið hafa verið ófeimnir við að stríða kollegum sínum í Liverpool á þessari staðreynd. Þeir brandarar yrðu samt eflaust enn háværari við slíkan gjörning. Það fylgir náttúrulega sögunni að þetta er aldrei að fara að gerast. Jordan Henderson mun stíga fram á Anfield 9. maí næstkomandi, bjóða upp á dansinn sinn og lyfta Englandsbikarnum. Enginn annar.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira