Leggja niður störf á degi leikskólans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 19:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið í gær. Vísir/Arnar H Sáttafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hefst því á miðnætti. Samtök atvinnulífsins hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning ef starfsfólk þarf að vera heima með börn sín eða sinna öldruðum foreldrum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðuna óbreytta eftir samningafundinn í dag.Sjá einnig: Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund „Við bara erum að fara þá í aðgerðir sem að hefjast núna á miðnætti og standa í sólarhring en ætlum að funda svo aftur hér á föstudaginn,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að fundi loknum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Spurð hvaða væntingar hún hafi til árangurs á þeim fundi kveðst hún ekki vera vongóð. Boltinn sé alfarið hjá samninganefnd borgarinnar. „Við bara mætum á föstudaginn eftir þá sólarhrings verkfall.“ Blásið var til baráttufundar og kröfugöngu þegar félagsmenn Eflingar sem gegna hinum ýmsu störfum hjá borginni lögðu niður störf í gær. Engin slík dagskrá er fyrirhuguð á morgun en ljóst er að verkfallið mun koma víða niður á starfsemi borgarinnar, ekki hvað síst á leikskólum, en svo vill til að dagur leikskólans er á morgun. „Ég náttúrlega var í tíu ár í leikskóla og við héldum alltaf upp á dag leikskólans þannig að ég sendi kærar kveðjur til allra sem þar eru,“ segir Sólveig. Sjálf verði hún við verkfallsvörslu á morgun. Stjórnendur sýni lipurð Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum bréf þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að sýna aðstæðum skilning í þeim tilfellum þar sem starfsfólk gæti þurft að vera heima með börnum sínum, sinna öldruðum foreldrum eða öðrum vegna verkfallsins. „Það eru margir í atvinnulífinu sem að eru með ung börn og sökum þessa sendu Samtök atvinnulífsins brýningu til allra sinna félagsmanna, að stjórnendur sýni lipurð gagnvart sínu starfsfólki og reyni að aðstoða eftir fremsta megni til þess að brúa það bil, að sækja börn og jafnvel vera heima og passa þau, til þess að skaðinn verði sem minnstur af þessu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/vilhelm Verkföll valdi alltaf skaða og hann beini þeim tilmælum til allra atvinnurekenda að sýna liðlegheit. „Almennt hafa okkar félagsmenn tekið mjög vel í þessa beiðni. En það sem maður óttast auðvitað er að þessi sértæku verkföll að þau hafi mest áhrif þar sem að sveigjanleikinn er minnstur, þar sem bakland fólks er minnst og þar sem að ættingjar, ömmur og afar og aðrir, geta ekki veitt aðstoð. Og það er því mjög miður,“ segir Halldór. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Sáttafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hefst því á miðnætti. Samtök atvinnulífsins hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning ef starfsfólk þarf að vera heima með börn sín eða sinna öldruðum foreldrum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðuna óbreytta eftir samningafundinn í dag.Sjá einnig: Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund „Við bara erum að fara þá í aðgerðir sem að hefjast núna á miðnætti og standa í sólarhring en ætlum að funda svo aftur hér á föstudaginn,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að fundi loknum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Spurð hvaða væntingar hún hafi til árangurs á þeim fundi kveðst hún ekki vera vongóð. Boltinn sé alfarið hjá samninganefnd borgarinnar. „Við bara mætum á föstudaginn eftir þá sólarhrings verkfall.“ Blásið var til baráttufundar og kröfugöngu þegar félagsmenn Eflingar sem gegna hinum ýmsu störfum hjá borginni lögðu niður störf í gær. Engin slík dagskrá er fyrirhuguð á morgun en ljóst er að verkfallið mun koma víða niður á starfsemi borgarinnar, ekki hvað síst á leikskólum, en svo vill til að dagur leikskólans er á morgun. „Ég náttúrlega var í tíu ár í leikskóla og við héldum alltaf upp á dag leikskólans þannig að ég sendi kærar kveðjur til allra sem þar eru,“ segir Sólveig. Sjálf verði hún við verkfallsvörslu á morgun. Stjórnendur sýni lipurð Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum bréf þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að sýna aðstæðum skilning í þeim tilfellum þar sem starfsfólk gæti þurft að vera heima með börnum sínum, sinna öldruðum foreldrum eða öðrum vegna verkfallsins. „Það eru margir í atvinnulífinu sem að eru með ung börn og sökum þessa sendu Samtök atvinnulífsins brýningu til allra sinna félagsmanna, að stjórnendur sýni lipurð gagnvart sínu starfsfólki og reyni að aðstoða eftir fremsta megni til þess að brúa það bil, að sækja börn og jafnvel vera heima og passa þau, til þess að skaðinn verði sem minnstur af þessu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/vilhelm Verkföll valdi alltaf skaða og hann beini þeim tilmælum til allra atvinnurekenda að sýna liðlegheit. „Almennt hafa okkar félagsmenn tekið mjög vel í þessa beiðni. En það sem maður óttast auðvitað er að þessi sértæku verkföll að þau hafi mest áhrif þar sem að sveigjanleikinn er minnstur, þar sem bakland fólks er minnst og þar sem að ættingjar, ömmur og afar og aðrir, geta ekki veitt aðstoð. Og það er því mjög miður,“ segir Halldór.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira