Demókratar íhuga að stefna Bolton til að bera vitni Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 15:46 Bolton vildi ekki bera vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar en skaut skyndilega upp kollinum þegar réttarhöldin yfir Trump stóðu sem hæst. Vísir/EPA Líklegt er að demókratar sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings stefni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump forseta, til að bera vitni og haldi áfram rannsókn á forsetanum eftir að hann verður sýknaður af kæru um embættisbrot í öldungadeild þingsins. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump af kæru um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins og bindi enda á réttarhöldin yfir forsetanum þegar í dag. Engin ný vitni voru kölluð til og engin ný gögn voru lögð fram við réttarhöldin. Atkvæðagreiðsla um sekt eða sýknu er á dagskránni um klukkan 21:00 að íslenskum tíma, að sögn Washington Post. Sýkna öldungadeildarinnar virðist þó ekki ætla að marka endalok rannsóknarinnar á meintum embættisbrotum Trump í tengslum við þrýsting hans á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir að demókratar muni „líklega“ stefna Bolton til að bera vitni og halda frekari rannsóknum áfram. „Mér finnst það líklegt, já,“ sagði Nadler við fréttamann CNN-fréttastöðvarinnar í dag. Breaking: House Judiciary Chairman Jerry Nadler says House Democrats will “likely” subpoena John Bolton and continue with more investigations after today. “I think it's likely yes,” he told @mkraju.— Jim Sciutto (@jimsciutto) February 5, 2020 Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump í fússi í september, neitaði að bera vitni sjálfviljugur í rannsókn fulltrúadeildarinnar. Demókratar kusu að stefna honum ekki til að bera vitni til þess að draga rannsóknina ekki á langinn á meðan beðið væri niðurstöðu dómstóla um hvort Bolton væri skylt að verða við henni. Á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stóð í öldungadeildinni sagðist Bolton skyndilega tilbúinn að bera vitni. New York Times hafði þá greint frá fullyrðingum Bolton um að Trump hafi sjálfur skilyrt hundruð milljóna hernaðaraðstoð til Úkraínu við að þarlend stjórnvöld féllust á rannsóknir sem hefðu gagnast forsetanum pólitískt. Fullyrðingarnar komu fram í handriti að bók sem Bolton skrifaði og Hvíta húsið hafði fengið til umsagnar. Embættismenn sem báru vitni í réttarhöldunum lýstu þrýstingsherferð Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, gegn úkraínskum stjórnvöldum sem miðaði að því að fá þau til að tilkynna um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum í haust. Enginn þeirra gat þó borið afdráttarlaust vitni um að Trump hefði persónulega staðið að herferðinni þó að það hafi verið skilningur þeirra. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55 Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Líklegt er að demókratar sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings stefni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump forseta, til að bera vitni og haldi áfram rannsókn á forsetanum eftir að hann verður sýknaður af kæru um embættisbrot í öldungadeild þingsins. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump af kæru um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins og bindi enda á réttarhöldin yfir forsetanum þegar í dag. Engin ný vitni voru kölluð til og engin ný gögn voru lögð fram við réttarhöldin. Atkvæðagreiðsla um sekt eða sýknu er á dagskránni um klukkan 21:00 að íslenskum tíma, að sögn Washington Post. Sýkna öldungadeildarinnar virðist þó ekki ætla að marka endalok rannsóknarinnar á meintum embættisbrotum Trump í tengslum við þrýsting hans á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir að demókratar muni „líklega“ stefna Bolton til að bera vitni og halda frekari rannsóknum áfram. „Mér finnst það líklegt, já,“ sagði Nadler við fréttamann CNN-fréttastöðvarinnar í dag. Breaking: House Judiciary Chairman Jerry Nadler says House Democrats will “likely” subpoena John Bolton and continue with more investigations after today. “I think it's likely yes,” he told @mkraju.— Jim Sciutto (@jimsciutto) February 5, 2020 Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump í fússi í september, neitaði að bera vitni sjálfviljugur í rannsókn fulltrúadeildarinnar. Demókratar kusu að stefna honum ekki til að bera vitni til þess að draga rannsóknina ekki á langinn á meðan beðið væri niðurstöðu dómstóla um hvort Bolton væri skylt að verða við henni. Á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stóð í öldungadeildinni sagðist Bolton skyndilega tilbúinn að bera vitni. New York Times hafði þá greint frá fullyrðingum Bolton um að Trump hafi sjálfur skilyrt hundruð milljóna hernaðaraðstoð til Úkraínu við að þarlend stjórnvöld féllust á rannsóknir sem hefðu gagnast forsetanum pólitískt. Fullyrðingarnar komu fram í handriti að bók sem Bolton skrifaði og Hvíta húsið hafði fengið til umsagnar. Embættismenn sem báru vitni í réttarhöldunum lýstu þrýstingsherferð Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, gegn úkraínskum stjórnvöldum sem miðaði að því að fá þau til að tilkynna um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum í haust. Enginn þeirra gat þó borið afdráttarlaust vitni um að Trump hefði persónulega staðið að herferðinni þó að það hafi verið skilningur þeirra.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55 Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48
Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55
Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08