Sportpakkinn: Nóg að gera hjá myndbandsdómurum í sigri Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 18:00 Eljif Elmas fagnar marki sínu fyrir Napoli í gær. Getty/Paolo Rattini Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær. Stuðningsmenn Napoli hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á þessari leiktíð. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem varð í öðru sæti á síðustu leiktíð, ellefu stigum á eftir meisturunum í Juventus. Napoli vann 24 leiki á síðustu leiktíð og tapaði sjö sinnum. Fyrir leikinn við Sampdoria í gærkvöldi var Napoli í 10. sæti. Liðið var þegar búið að tapa fleiri leikjum en á allri síðustu leiktíð. Áttundi ósigurinn kom á heimavelli þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Fiorentina. En brúnin á stuðningsmönnunum lyftist þegar Napoli vann Juventus 2-1 26. janúar. Í gærkvöldi byrjuðu Napolímenn af krafti, pólski framherjinn Arkadiusz Milik skoraði á þriðju mínútu, skallaði sendingu landa síns, Piotr Zielinski í markið. Varnarmenn Sampdoria voru hálfskelkaðir því skömmu áður var blysi kastað inná völlinn. Annað markið kom skömmu síðar, Giovanni Di Lorenzo tók hornspyrnu og tvítugur Norður Makedóníumaður, Elif Elmas skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Tíu mínútum síðar skoraði markakóngur síðustu leiktíðar, Fabio Quagliarella stórglæsilegt mark. Viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf Svíans Albins Ekdal. Þetta var sjötta mark Quagliarella á leiktíðinni en fyrirliðinn skoraði 26 mörk á þeirri síðustu. Sampdoria kom boltanum í mark Napoli á 56. mínútu en eftir myndbandsdómarar skáru úr um að Manolo Gabbiadini hefði snert boltann með höndinni. Stuðningsmenn Sampdoria voru allt annað en ánægðir með að markið skyldi ekki fá að standa. Skömmu síðar skaut Lorenzo Insigne í tréverkið, Zielinski hirti frákastið og skoraði. Napolí fagnaði þriðja markinu en það var dæmt ógilt, sá pólski var rangstæður. Það var nóg að gera hjá myndbandsdómurum, Kostas Manolas braut á Quagliarella. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og þar sem Quagliarella meiddist í átökunum við gríska varnarmanninn, tók Manolo Gabbiadini vítið og jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Skyndisókn Napoli skilaði marki átta mínútum fyrir leikslok. Sampdoria tapaði boltanum á miðjunni, Mario Rui og Lorenzo Insigne tættu vörnina í sundur og Diego Demme kom Napoli 3-2. Þýski varnartengiliðurinn var keyptur í janúar frá Leipzig og byrjar vel í serie A, skoraði í sínum þriðja leik fyrir félagið. Á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Dries Mertens fjórða mark Napoli. Emil Audero í marki Sampdoria fór í langt ferðalag út úr markinu og Mertens kláraði færið vel. Napoli hefur nú unnið þrjá leiki í röð, tvö í deild og Lazio í bikarnum. Þar mætir liðið Inter í undanúrslitum. Liðið er í 10. sæti í deildinni með 30 stig, 24 stigum frá Juventus. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Napoli á langþráðri sigurbraut í ítalska boltanum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær. Stuðningsmenn Napoli hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á þessari leiktíð. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem varð í öðru sæti á síðustu leiktíð, ellefu stigum á eftir meisturunum í Juventus. Napoli vann 24 leiki á síðustu leiktíð og tapaði sjö sinnum. Fyrir leikinn við Sampdoria í gærkvöldi var Napoli í 10. sæti. Liðið var þegar búið að tapa fleiri leikjum en á allri síðustu leiktíð. Áttundi ósigurinn kom á heimavelli þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Fiorentina. En brúnin á stuðningsmönnunum lyftist þegar Napoli vann Juventus 2-1 26. janúar. Í gærkvöldi byrjuðu Napolímenn af krafti, pólski framherjinn Arkadiusz Milik skoraði á þriðju mínútu, skallaði sendingu landa síns, Piotr Zielinski í markið. Varnarmenn Sampdoria voru hálfskelkaðir því skömmu áður var blysi kastað inná völlinn. Annað markið kom skömmu síðar, Giovanni Di Lorenzo tók hornspyrnu og tvítugur Norður Makedóníumaður, Elif Elmas skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Tíu mínútum síðar skoraði markakóngur síðustu leiktíðar, Fabio Quagliarella stórglæsilegt mark. Viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf Svíans Albins Ekdal. Þetta var sjötta mark Quagliarella á leiktíðinni en fyrirliðinn skoraði 26 mörk á þeirri síðustu. Sampdoria kom boltanum í mark Napoli á 56. mínútu en eftir myndbandsdómarar skáru úr um að Manolo Gabbiadini hefði snert boltann með höndinni. Stuðningsmenn Sampdoria voru allt annað en ánægðir með að markið skyldi ekki fá að standa. Skömmu síðar skaut Lorenzo Insigne í tréverkið, Zielinski hirti frákastið og skoraði. Napolí fagnaði þriðja markinu en það var dæmt ógilt, sá pólski var rangstæður. Það var nóg að gera hjá myndbandsdómurum, Kostas Manolas braut á Quagliarella. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og þar sem Quagliarella meiddist í átökunum við gríska varnarmanninn, tók Manolo Gabbiadini vítið og jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Skyndisókn Napoli skilaði marki átta mínútum fyrir leikslok. Sampdoria tapaði boltanum á miðjunni, Mario Rui og Lorenzo Insigne tættu vörnina í sundur og Diego Demme kom Napoli 3-2. Þýski varnartengiliðurinn var keyptur í janúar frá Leipzig og byrjar vel í serie A, skoraði í sínum þriðja leik fyrir félagið. Á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Dries Mertens fjórða mark Napoli. Emil Audero í marki Sampdoria fór í langt ferðalag út úr markinu og Mertens kláraði færið vel. Napoli hefur nú unnið þrjá leiki í röð, tvö í deild og Lazio í bikarnum. Þar mætir liðið Inter í undanúrslitum. Liðið er í 10. sæti í deildinni með 30 stig, 24 stigum frá Juventus. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Napoli á langþráðri sigurbraut í ítalska boltanum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira