Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2020 11:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. Borgin bjóði félagsfólki Eflingar hins vegar minna en þeir samningar hafi falið í sér. Um 1.800 félagsmenn Eflingar, flestir konur, starfa hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og þá aðallega á leikskólum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. Undanþágur hafi verið gefnar til um tvö hundruð starfsmanna sem sinni þjónustu við eldri borgara. Aðgerðirnar í dag sem standa til miðbættis eru þær fyrstu sem boðaðar eru. „Þær eiga að ná því fram að borgin fallist á kröfur okkar um leiðréttingu til handa félagsmanna Eflingar sem eru tekjulægsti hópurinn á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sinna algerum undirstöðustörfum í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Krafan sé að þessi hópur fái að hámarki leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem fjari út við 450 þúsund króna mánaðarlaun, umfram það sem samið hafi verið um í lífskjarasamningunum. En því miður hafi ekkert miðað áfram við samningaborðið. „Og ekki aðeins er ekkert að miðast áfam. Heldur er staðan einfaldlega sú að borgin er enn þá að bjóða okkur samning sem er verri en hinn svo kallaði lífskjarasamningur.“ Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna.vísir/vilhelm Þ annig a ð þ i ð telji ð a ð borgin s é ekki einu sinni a ð bj óð a l í fskjarasamninginn? „Hún er ekki einu sinni að bjóða okkur hann,“ segir formaður Eflingar. Sumir sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar segja aðþær muni bitna mest áöðru félagsfólki í Eflingu. Sólveig Anna segir áhugavert að fylgjast meðþessum skyndilegu áhyggjum af tilveru félagsmanna Eflingar en alla jafna fari lítið fyrir þeim áhyggjum. Ef þessar aðgerðir sýni ekki forystu borgarinnar fram á mikilvægi þessarra starfa muni þær að minnsta kosti sýna borgarbúum hversu mikilvæg störfin séu. „Ég ætla nú bara að leyfa mér að fullyrða að þeir félagsmenn Eflingar sem sannarlega munu finna fyrir verkföllunum eins og annað fólk sem á börn á leikskólunum styðji baráttu okkar að fullu.“ Hún sé bjartsýn á að aðgerðirnar sýni mikilvægi þessara starfa og þrýsti þannig á borgaryfirvöld að þau geti ekki lengur falið sig á bakvið það að deilan komi þeim ekki við. „Það er náttúrlega með ólíkindum að borgarstjóri sem vill láta kalla sig æðsta yfirmann á þessum vinnustað sem Reykjavíkurborg er skuli enn ekki vera tilbúinn til að axla þá pólitísku ábyrgð sem hann sannarlega ber. Stíga fram og einfaldlega ganga í þessa einföldu réttlætisaðgerð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. Borgin bjóði félagsfólki Eflingar hins vegar minna en þeir samningar hafi falið í sér. Um 1.800 félagsmenn Eflingar, flestir konur, starfa hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og þá aðallega á leikskólum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. Undanþágur hafi verið gefnar til um tvö hundruð starfsmanna sem sinni þjónustu við eldri borgara. Aðgerðirnar í dag sem standa til miðbættis eru þær fyrstu sem boðaðar eru. „Þær eiga að ná því fram að borgin fallist á kröfur okkar um leiðréttingu til handa félagsmanna Eflingar sem eru tekjulægsti hópurinn á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sinna algerum undirstöðustörfum í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Krafan sé að þessi hópur fái að hámarki leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem fjari út við 450 þúsund króna mánaðarlaun, umfram það sem samið hafi verið um í lífskjarasamningunum. En því miður hafi ekkert miðað áfram við samningaborðið. „Og ekki aðeins er ekkert að miðast áfam. Heldur er staðan einfaldlega sú að borgin er enn þá að bjóða okkur samning sem er verri en hinn svo kallaði lífskjarasamningur.“ Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna.vísir/vilhelm Þ annig a ð þ i ð telji ð a ð borgin s é ekki einu sinni a ð bj óð a l í fskjarasamninginn? „Hún er ekki einu sinni að bjóða okkur hann,“ segir formaður Eflingar. Sumir sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar segja aðþær muni bitna mest áöðru félagsfólki í Eflingu. Sólveig Anna segir áhugavert að fylgjast meðþessum skyndilegu áhyggjum af tilveru félagsmanna Eflingar en alla jafna fari lítið fyrir þeim áhyggjum. Ef þessar aðgerðir sýni ekki forystu borgarinnar fram á mikilvægi þessarra starfa muni þær að minnsta kosti sýna borgarbúum hversu mikilvæg störfin séu. „Ég ætla nú bara að leyfa mér að fullyrða að þeir félagsmenn Eflingar sem sannarlega munu finna fyrir verkföllunum eins og annað fólk sem á börn á leikskólunum styðji baráttu okkar að fullu.“ Hún sé bjartsýn á að aðgerðirnar sýni mikilvægi þessara starfa og þrýsti þannig á borgaryfirvöld að þau geti ekki lengur falið sig á bakvið það að deilan komi þeim ekki við. „Það er náttúrlega með ólíkindum að borgarstjóri sem vill láta kalla sig æðsta yfirmann á þessum vinnustað sem Reykjavíkurborg er skuli enn ekki vera tilbúinn til að axla þá pólitísku ábyrgð sem hann sannarlega ber. Stíga fram og einfaldlega ganga í þessa einföldu réttlætisaðgerð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19
Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20
Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43