Mál Muhammeds hafi varpað ljósi á galla í kerfinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2020 19:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sem er sjö ára pakistanskur drengur og fjölskyldu hans hafa varpað ljósi á galla í kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þá sé verið að skoða að fjölga starfsmönnum hjá Útlendingastofnun. Í gær ákváðu stjórnvöld að fresta því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans úr landi í dag. Fyrirhugaðri brottvísun þeirra var harðlega mótmælt um helgina meðal annars með undirskriftalista. Fjölskyldan, sem kemur frá Pakistan, hefur dvalið hér á landi í 26 mánuði en fengu endanlega synjun um hæli eftir tæpa 18 mánuði. Skömmu eftir að undirskriftalistinn var afhentur í gær sendi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, frá sér tilkynningu um að hámarkstími málsmeðferðar yrði styttur úr átján mánuðum í sextán þar sem börn eiga í hlut. Hún mun kynna reglugerð á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Málsmeðferðartíminn almennt undir sjö mánuðum „Almennt viljum við auðvitað að niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála séu endanlegar og það er auðvitað markmiði okkar að málsmeðferðartíminn sé styttur en það er auðvitað gagnrýnisvert að það komi upp eitt og eitt mál þar sem tíminn er óhæfilega langur,“ segir Áslaug Arna. Eins og í máli Muhammeds sem hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að gera breytingar. Vissulega sé það gagnrýnisvert að reglur séu sniðnar eftir einstaka málum. „Það á að vera jafnræði í kerfinu okkar og við breytum ekki lögunum fyrir einstaka fjölskyldur, heldur kerfinu sem slíku. Eins og í þessu máli kemur upp mál sem varpar upp ákveðnum galla á kerfinu okkar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að nokkrar fjölskyldur muni falla undir breytingarnar. Almennt sé málsmeðferðartíminn þó undir sjö mánuðum. „En auðvitað tekur vinnsla sumra mála lengri tíma og þarna erum við að setja mörk þar sem við teljum að það sé óeðlilegt annað en að gefa fólki mannúðarleyfi á grundvelli þess að það hefur tekið of langan tíma,“ segir Áslaug. 16 mánaða tímaramminn muni miðast við það tímamark þegar fólk fær endanlega niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þá sé verið að skoða hvort gera þurfi breytingar hjá Útlendingastofnun. „Við erum að greina það hvort það þurfi að fjölga starfsmönnum sérstaklega til að minnka málsmeðferðartíma,“ segir Áslaug Arna. Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34 Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sem er sjö ára pakistanskur drengur og fjölskyldu hans hafa varpað ljósi á galla í kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þá sé verið að skoða að fjölga starfsmönnum hjá Útlendingastofnun. Í gær ákváðu stjórnvöld að fresta því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans úr landi í dag. Fyrirhugaðri brottvísun þeirra var harðlega mótmælt um helgina meðal annars með undirskriftalista. Fjölskyldan, sem kemur frá Pakistan, hefur dvalið hér á landi í 26 mánuði en fengu endanlega synjun um hæli eftir tæpa 18 mánuði. Skömmu eftir að undirskriftalistinn var afhentur í gær sendi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, frá sér tilkynningu um að hámarkstími málsmeðferðar yrði styttur úr átján mánuðum í sextán þar sem börn eiga í hlut. Hún mun kynna reglugerð á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Málsmeðferðartíminn almennt undir sjö mánuðum „Almennt viljum við auðvitað að niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála séu endanlegar og það er auðvitað markmiði okkar að málsmeðferðartíminn sé styttur en það er auðvitað gagnrýnisvert að það komi upp eitt og eitt mál þar sem tíminn er óhæfilega langur,“ segir Áslaug Arna. Eins og í máli Muhammeds sem hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að gera breytingar. Vissulega sé það gagnrýnisvert að reglur séu sniðnar eftir einstaka málum. „Það á að vera jafnræði í kerfinu okkar og við breytum ekki lögunum fyrir einstaka fjölskyldur, heldur kerfinu sem slíku. Eins og í þessu máli kemur upp mál sem varpar upp ákveðnum galla á kerfinu okkar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að nokkrar fjölskyldur muni falla undir breytingarnar. Almennt sé málsmeðferðartíminn þó undir sjö mánuðum. „En auðvitað tekur vinnsla sumra mála lengri tíma og þarna erum við að setja mörk þar sem við teljum að það sé óeðlilegt annað en að gefa fólki mannúðarleyfi á grundvelli þess að það hefur tekið of langan tíma,“ segir Áslaug. 16 mánaða tímaramminn muni miðast við það tímamark þegar fólk fær endanlega niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þá sé verið að skoða hvort gera þurfi breytingar hjá Útlendingastofnun. „Við erum að greina það hvort það þurfi að fjölga starfsmönnum sérstaklega til að minnka málsmeðferðartíma,“ segir Áslaug Arna.
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34 Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34
Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31
Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15