„Ótrúlegt að háskólinn hafi upplýst samþykki einstaklinga að engu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 14:30 Stúdentaráð Háskóla Íslands og samtökin No Borders efndu til samstöðufundar gegn aldursgreiningum á Háskólatorgi í hádeginu. Vísir/Stöð 2 Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá No Borders segir Háskóla Íslands hafa upplýst samþykki og siðferði skólans að engu með því að leyfa tanngreiningar á ungum hælisleitendum innan veggja skólans. Stúdentaráð Háskóla Íslands og samtökin No Borders efndu til samstöðufundar gegn aldursgreiningum á Háskólatorgi í hádeginu. Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert alvarlegar athugasemdir við tanngreiningar sem leið til að skera úr um aldur ungra hælisleitenda. Rauði krossinn hefur sagt að mikil hætta sé á röngum greiningum því niðurstöður tanngreininga séu engan veginn nákvæmar þótt þær geti vissulega veitt vísbendingu um aldur viðkomandi. Dæmi séu um að einstaklingar hafi verið greindir eldri en átján ára í tanngreiningu hér á landi en síðar hafi komið í ljós að skilríki sem þeir framvísuðu voru ófölsuð og þeir í raun yngri en átján ára. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders segir það vera siðferðislega rangt af háskólanum að leyfa tanngreiningar. „Fyrst og fremst, er ótrúlegt að háskólinn hafi upplýst samþykki einstaklinga að engu og háskólinn hefur algjörlega neitað að svara fyrir kröfuna um upplýst samþykki – hann hunsar hana - og segir í rauninni að þessir ungu einstaklinga, oft börn, sem eru í gífurlega viðkvæmri stöðu hafi frjálst val um að fara í þessa greiningu eða ekki um leið og Útlendingastofnun, ríkisstofnunin sem hefur líf þeirra í sínun höndum, kynnir þeim þann kost að annað hvort fari þau í aldursgreiningu eða að stofnunin ákveði að þeir séu eldri en átján. Þetta veit ég af því að ég þekki fleiri en einn, fleiri en tvo og fleiri en þrjá sem hafa gengið í gegnum nákvæmlega þetta ferli,“ segir Elínborg. Háskólinn á „siðferðislega skrítnu svæði“ Hún bætir við að það gangi þvert gegn læknaeiðnum og fagmennsku að framkvæma læknisfræðilegt inngrip án þess að heilsufarsleg ástæða sé fyrir hendi. „Við vitum alveg að röntgengeislar eru ekki skaðlausir. Þetta er siðferðislegt skrítið svæði“ Elínborg segir að með samstöðufundinum sem haldinn var í hádeginu á Háskólatorgi, hafi fólk reynt að þrýsta á Háskólaráð til hætta við að endurnýja samning við Útlendingastofnun. „Það er mjög merkilegt að þetta er búið að viðgangast í Háskóla Íslands í sextán ár. Við höfum fyrstu vísbendingar um að þetta hafi byrjað árið 2004 en í fjórtan ár af þessum sextán var þetta gert í algjöru tómarúmi innan háskólans. Það var enginn samningur og virtist ekki vera neitt eftirlit með þessu. Þegar við töluðum við rektor virtist hann jafnvel ekki vita af þessu eða ekki viljað vita af þessu. Það var svo fyrir tveimur árum sem No Borders sem fór að athuga með þetta því það var einstaklingur sem lenti svakalega illa í þessum tanngreiningum og við komumst að því að háskólinn er að gera þetta og eftir það var sett mikil pressa. Þá var búinn til samningur til eins árs, með ákveðnum kröfum um að það skyldi bæta ferlið en ekkert hefur breyst, ferlið er alveg eins og nú er kominn tími á að endurnýja samninginn og það verður kosið um það, skilst mér á Háskólaráðsfundi í mars, og það er undir þeim sem í háskólaráði sitja komið að kjósa gegn þessu.“ Hælisleitendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík. 22. maí 2019 17:28 Hvert er siðferði Háskóla Íslands? Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. 1. nóvember 2018 07:30 Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. 28. janúar 2018 20:00 Kalla eftir skýrri stefnu og verkferlum við móttöku flóttabarna UNICEF á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi krefjast þess að stjórnvöld uppfylli mannréttindi barna á flótta og tryggi að þau búi við viðunandi aðstæður þegar þau koma hingað til lands. 27. október 2016 11:12 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá No Borders segir Háskóla Íslands hafa upplýst samþykki og siðferði skólans að engu með því að leyfa tanngreiningar á ungum hælisleitendum innan veggja skólans. Stúdentaráð Háskóla Íslands og samtökin No Borders efndu til samstöðufundar gegn aldursgreiningum á Háskólatorgi í hádeginu. Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert alvarlegar athugasemdir við tanngreiningar sem leið til að skera úr um aldur ungra hælisleitenda. Rauði krossinn hefur sagt að mikil hætta sé á röngum greiningum því niðurstöður tanngreininga séu engan veginn nákvæmar þótt þær geti vissulega veitt vísbendingu um aldur viðkomandi. Dæmi séu um að einstaklingar hafi verið greindir eldri en átján ára í tanngreiningu hér á landi en síðar hafi komið í ljós að skilríki sem þeir framvísuðu voru ófölsuð og þeir í raun yngri en átján ára. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders segir það vera siðferðislega rangt af háskólanum að leyfa tanngreiningar. „Fyrst og fremst, er ótrúlegt að háskólinn hafi upplýst samþykki einstaklinga að engu og háskólinn hefur algjörlega neitað að svara fyrir kröfuna um upplýst samþykki – hann hunsar hana - og segir í rauninni að þessir ungu einstaklinga, oft börn, sem eru í gífurlega viðkvæmri stöðu hafi frjálst val um að fara í þessa greiningu eða ekki um leið og Útlendingastofnun, ríkisstofnunin sem hefur líf þeirra í sínun höndum, kynnir þeim þann kost að annað hvort fari þau í aldursgreiningu eða að stofnunin ákveði að þeir séu eldri en átján. Þetta veit ég af því að ég þekki fleiri en einn, fleiri en tvo og fleiri en þrjá sem hafa gengið í gegnum nákvæmlega þetta ferli,“ segir Elínborg. Háskólinn á „siðferðislega skrítnu svæði“ Hún bætir við að það gangi þvert gegn læknaeiðnum og fagmennsku að framkvæma læknisfræðilegt inngrip án þess að heilsufarsleg ástæða sé fyrir hendi. „Við vitum alveg að röntgengeislar eru ekki skaðlausir. Þetta er siðferðislegt skrítið svæði“ Elínborg segir að með samstöðufundinum sem haldinn var í hádeginu á Háskólatorgi, hafi fólk reynt að þrýsta á Háskólaráð til hætta við að endurnýja samning við Útlendingastofnun. „Það er mjög merkilegt að þetta er búið að viðgangast í Háskóla Íslands í sextán ár. Við höfum fyrstu vísbendingar um að þetta hafi byrjað árið 2004 en í fjórtan ár af þessum sextán var þetta gert í algjöru tómarúmi innan háskólans. Það var enginn samningur og virtist ekki vera neitt eftirlit með þessu. Þegar við töluðum við rektor virtist hann jafnvel ekki vita af þessu eða ekki viljað vita af þessu. Það var svo fyrir tveimur árum sem No Borders sem fór að athuga með þetta því það var einstaklingur sem lenti svakalega illa í þessum tanngreiningum og við komumst að því að háskólinn er að gera þetta og eftir það var sett mikil pressa. Þá var búinn til samningur til eins árs, með ákveðnum kröfum um að það skyldi bæta ferlið en ekkert hefur breyst, ferlið er alveg eins og nú er kominn tími á að endurnýja samninginn og það verður kosið um það, skilst mér á Háskólaráðsfundi í mars, og það er undir þeim sem í háskólaráði sitja komið að kjósa gegn þessu.“
Hælisleitendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík. 22. maí 2019 17:28 Hvert er siðferði Háskóla Íslands? Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. 1. nóvember 2018 07:30 Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. 28. janúar 2018 20:00 Kalla eftir skýrri stefnu og verkferlum við móttöku flóttabarna UNICEF á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi krefjast þess að stjórnvöld uppfylli mannréttindi barna á flótta og tryggi að þau búi við viðunandi aðstæður þegar þau koma hingað til lands. 27. október 2016 11:12 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík. 22. maí 2019 17:28
Hvert er siðferði Háskóla Íslands? Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. 1. nóvember 2018 07:30
Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. 28. janúar 2018 20:00
Kalla eftir skýrri stefnu og verkferlum við móttöku flóttabarna UNICEF á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi krefjast þess að stjórnvöld uppfylli mannréttindi barna á flótta og tryggi að þau búi við viðunandi aðstæður þegar þau koma hingað til lands. 27. október 2016 11:12