Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2020 13:20 Erjur milli Eflingar og Pírata í tengslum við kjaradeilu borgarstarfsmanna og Reykjavíkurborgar eru harðar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að besta starf sem hann hafi gegnt um dagana sé að hafa verið starfsmaður á leikskóla. Ef launin væru hærri væri hann þar enn. Nema, launin eru of lág. Þrátt fyrir þetta hugnast honum ekki aðferðir Eflingar í kjarabaráttu starfsmanna leikskóla sem heyra undir kjarasamninga Eflingar, eða það sem heitir leiðbeinendur í kjarasamningum. Maður útí bæ með mjög há laun Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á erfitt með að leynda gremju sinni og skömm á þessum málflutningi en Björn Leví hefur lýst því yfir að hann styðji kjarabaráttu launafólks, en Eflingu styðji hann hins vegar ekki. „Takk, maður útí bæ með mjög há laun, fyrir að kasta skít í risastóran hóp láglaunakvenna sem að berjast fyrir því að eiga kannski stundum nokkra þúsundkalla til eyða í sig sjálfar af því að baráttuaðferðir þeirra eru ekki þér að skapi,“ segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni og lætur fylgja með umdeildum pistil Björns Levís. Sólveig Anna lætur þetta ekki duga heldur lætur hún fylgja með tjámerki, kúk sem er eiginlega til marks um að hún gefi skít í þingmanninn; í það minnsta pistil hans. Sólveig Anna gefur skít í pistil Björns Levís.visir/vilhelm Þar segir þingmaðurinn meðal annars það að himinn og haf sé milli þess að styðja láglaunafólk og Eflingu, sem er stærsta stéttarfélagið. Björn Leví telur styttingu vinnuviku ekki nægjanlega framarlega í kjaradeilu milli leikskólakvenna og borgarinnar. „Sú stytting sem náðist í lífskjarasamningunum var drasl. Var í raun bara tilfærsla á pásum en ekki eiginleg stytting vinnutíma.“ Vill standa með Dóru Björtu Ýmsir sem taka til máls á síðu Sólveigar Önnu eiga reyndar erfitt með að skilja hvað Björn Leví er að fara, að hann styðji láglaunafólk, vilji að það sé á hærri launum en standi ekki með Eflingu? En, hann talar um að áróðursherferðin „sem er í gangi núna er heldur ekki eitthvað sem ég get stutt. Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu. Á meðan ég vona að þau nái góðum samningum þá get ég ekki stutt aðferðina.“ Ef að líkum lætur er hann þar að fetta fingur út í neyðarlega uppákomu í tengslum við fund sem Efling efndi til en var frestað vegna slakrar mætingar oddvita flokkanna í borgarstjórn. Þau sendu þeim pillur sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, var ósátt við. Hún sagði, líkt og Björn Leví, að Píratar stæðu með láglaunafólki, og það hefði ekki staðið á henni að mæta á fundinn en Efling hefur stillt kjarabaráttunni þannig upp að þeir sem ekki styðji Eflingu, styddu þar með ekki láglaunafólk. Þetta kemur fram í meðfylgjandi örpistli Dóru á Facebooksíðu hennar. Ef þessum erjum Eflingar og Pírata má ráða að hin harða kjarabarátta fer út um víðan völl. Kjaramál Píratar Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að besta starf sem hann hafi gegnt um dagana sé að hafa verið starfsmaður á leikskóla. Ef launin væru hærri væri hann þar enn. Nema, launin eru of lág. Þrátt fyrir þetta hugnast honum ekki aðferðir Eflingar í kjarabaráttu starfsmanna leikskóla sem heyra undir kjarasamninga Eflingar, eða það sem heitir leiðbeinendur í kjarasamningum. Maður útí bæ með mjög há laun Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á erfitt með að leynda gremju sinni og skömm á þessum málflutningi en Björn Leví hefur lýst því yfir að hann styðji kjarabaráttu launafólks, en Eflingu styðji hann hins vegar ekki. „Takk, maður útí bæ með mjög há laun, fyrir að kasta skít í risastóran hóp láglaunakvenna sem að berjast fyrir því að eiga kannski stundum nokkra þúsundkalla til eyða í sig sjálfar af því að baráttuaðferðir þeirra eru ekki þér að skapi,“ segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni og lætur fylgja með umdeildum pistil Björns Levís. Sólveig Anna lætur þetta ekki duga heldur lætur hún fylgja með tjámerki, kúk sem er eiginlega til marks um að hún gefi skít í þingmanninn; í það minnsta pistil hans. Sólveig Anna gefur skít í pistil Björns Levís.visir/vilhelm Þar segir þingmaðurinn meðal annars það að himinn og haf sé milli þess að styðja láglaunafólk og Eflingu, sem er stærsta stéttarfélagið. Björn Leví telur styttingu vinnuviku ekki nægjanlega framarlega í kjaradeilu milli leikskólakvenna og borgarinnar. „Sú stytting sem náðist í lífskjarasamningunum var drasl. Var í raun bara tilfærsla á pásum en ekki eiginleg stytting vinnutíma.“ Vill standa með Dóru Björtu Ýmsir sem taka til máls á síðu Sólveigar Önnu eiga reyndar erfitt með að skilja hvað Björn Leví er að fara, að hann styðji láglaunafólk, vilji að það sé á hærri launum en standi ekki með Eflingu? En, hann talar um að áróðursherferðin „sem er í gangi núna er heldur ekki eitthvað sem ég get stutt. Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu. Á meðan ég vona að þau nái góðum samningum þá get ég ekki stutt aðferðina.“ Ef að líkum lætur er hann þar að fetta fingur út í neyðarlega uppákomu í tengslum við fund sem Efling efndi til en var frestað vegna slakrar mætingar oddvita flokkanna í borgarstjórn. Þau sendu þeim pillur sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, var ósátt við. Hún sagði, líkt og Björn Leví, að Píratar stæðu með láglaunafólki, og það hefði ekki staðið á henni að mæta á fundinn en Efling hefur stillt kjarabaráttunni þannig upp að þeir sem ekki styðji Eflingu, styddu þar með ekki láglaunafólk. Þetta kemur fram í meðfylgjandi örpistli Dóru á Facebooksíðu hennar. Ef þessum erjum Eflingar og Pírata má ráða að hin harða kjarabarátta fer út um víðan völl.
Kjaramál Píratar Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12
Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49
Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43