Kom fyrst út úr klefanum 45 mínútum eftir leik: „Hvernig get ég gagnrýnt þá eftir svona frammistöðu?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. febrúar 2020 08:00 Guardiola íbygginn á svip. vísir/getty Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki að drífa sig út úr búningsklefanum eftir 2-0 tapið gegn Tottenham í Lundúnum í gær. Leikmenn Manchester City réðu ferðinni í leiknum en tókst ekki að skora úr fjölmörgum tækifærum. Þeir klúðruðu meðal annars vítaspyrnu og fleiri dauðafærum áður en Tottenham komst yfir. Stuart Brennan, blaðamaður Manchester Evening News, greindi frá því eftir leikinn að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hafi ekki komið út úr klefa City fyrr en 45 mínútum eftir leikinn. Stjórar eru skyldugir til þess að tala við blaðamenn sem fyrst eftir leik og segir Bennan að Guardiola gæti fengið sekt fyrir atvikið. Pep has finally emerged from dressing room - around 45 minutes after final whistle, so he may face a Premier League fine. #MCFC— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 2, 2020 Guardiola var hins vegar alls ekki svekktur með frammistöðuna og virðist ekki hafa verið reiður við sína menn eftir leik. Hann var stoltur af sínum mönnum og skildi ekki hvernig þeir töpuðu þessum leik. „Við töpuðum leiknum. Við spiluðum vel og töpuðum leiknum. Þetta gerðist aftur. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk og þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Spánverjinn við Sky Sports. „Ég hef ekki svo mikið að segja um frammistöðuna en þetta snýst um hversu mörg mörk þú skorar og hversu fá mörk þú færð á þig.“ Þegar hann var spurður út í veru sína í búningsklefanum svo lengi eftir leikinn var honum ekki skemmt. „Aldrei. Með þessari frammistöðu? Hvernig ætti ég að vera ósáttur eftir þessa frammistöðu? Ég var að tala við þjálfarateymið mitt, konuna mína og nokkra leikmenn.“ „Eftir þessa frammistöðu væru mikil mistök að skamma þá fyrir frammistöðuna.“ City er 22 stigum á eftir Liverpool er 25 leikir eru búnir af deildinni. "Never. With this performance? How should I criticise my players after this performance?" Pep Guardiola says he can't be critical of his side after a performance like that, despite the loss. Match report and highlights: https://t.co/ydp7DuVjrWpic.twitter.com/qGuA2sLZTz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 2, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki að drífa sig út úr búningsklefanum eftir 2-0 tapið gegn Tottenham í Lundúnum í gær. Leikmenn Manchester City réðu ferðinni í leiknum en tókst ekki að skora úr fjölmörgum tækifærum. Þeir klúðruðu meðal annars vítaspyrnu og fleiri dauðafærum áður en Tottenham komst yfir. Stuart Brennan, blaðamaður Manchester Evening News, greindi frá því eftir leikinn að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hafi ekki komið út úr klefa City fyrr en 45 mínútum eftir leikinn. Stjórar eru skyldugir til þess að tala við blaðamenn sem fyrst eftir leik og segir Bennan að Guardiola gæti fengið sekt fyrir atvikið. Pep has finally emerged from dressing room - around 45 minutes after final whistle, so he may face a Premier League fine. #MCFC— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 2, 2020 Guardiola var hins vegar alls ekki svekktur með frammistöðuna og virðist ekki hafa verið reiður við sína menn eftir leik. Hann var stoltur af sínum mönnum og skildi ekki hvernig þeir töpuðu þessum leik. „Við töpuðum leiknum. Við spiluðum vel og töpuðum leiknum. Þetta gerðist aftur. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk og þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Spánverjinn við Sky Sports. „Ég hef ekki svo mikið að segja um frammistöðuna en þetta snýst um hversu mörg mörk þú skorar og hversu fá mörk þú færð á þig.“ Þegar hann var spurður út í veru sína í búningsklefanum svo lengi eftir leikinn var honum ekki skemmt. „Aldrei. Með þessari frammistöðu? Hvernig ætti ég að vera ósáttur eftir þessa frammistöðu? Ég var að tala við þjálfarateymið mitt, konuna mína og nokkra leikmenn.“ „Eftir þessa frammistöðu væru mikil mistök að skamma þá fyrir frammistöðuna.“ City er 22 stigum á eftir Liverpool er 25 leikir eru búnir af deildinni. "Never. With this performance? How should I criticise my players after this performance?" Pep Guardiola says he can't be critical of his side after a performance like that, despite the loss. Match report and highlights: https://t.co/ydp7DuVjrWpic.twitter.com/qGuA2sLZTz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 2, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Sjá meira
Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15