Lækna-Tómas leggur til nýjan sjónvarpsþátt: „Allir geta skorið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 14:46 Geta allir skorið? Það er spurningin. Aðsend7Tómas Guðbjartsson „Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið - svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi - en við litlar undirtektir - enda stirður á dansgólfinu.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti í gær. Þar segist hann hafa, ásamt samstarfsfólki sínu, hafa ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum, sem kæmu til með að bera heitið „Allir geta skorið.“ Ekki liggur fyrir hvort Tómasi sé alvara með þessari færslu sinni en blaðamaður ætlar að leyfa sér að leiða að því líkur að færslan sé í gríni gerð. „Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju ("see one, do one and teach one"). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku - sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra,“ skrifar Tómas. Hann segir að flóknara gæti hins vegar orðið að finna sjúklinga sem tilbúnir væru að taka þátt í framleiðslu þáttanna. Mögulega væri þá ráð að bjóða þeim sem tilbúin eru að taka þátt að fara „fram fyrir á biðlista,“ auk þess sem æskilegt væri að þeir einstaklingar væru með góða líftryggingu, eins og Tómas orðar það. „Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti - og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,“ skrifar Tómas að lokum. Allir geta dansað Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira
„Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið - svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi - en við litlar undirtektir - enda stirður á dansgólfinu.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti í gær. Þar segist hann hafa, ásamt samstarfsfólki sínu, hafa ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum, sem kæmu til með að bera heitið „Allir geta skorið.“ Ekki liggur fyrir hvort Tómasi sé alvara með þessari færslu sinni en blaðamaður ætlar að leyfa sér að leiða að því líkur að færslan sé í gríni gerð. „Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju ("see one, do one and teach one"). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku - sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra,“ skrifar Tómas. Hann segir að flóknara gæti hins vegar orðið að finna sjúklinga sem tilbúnir væru að taka þátt í framleiðslu þáttanna. Mögulega væri þá ráð að bjóða þeim sem tilbúin eru að taka þátt að fara „fram fyrir á biðlista,“ auk þess sem æskilegt væri að þeir einstaklingar væru með góða líftryggingu, eins og Tómas orðar það. „Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti - og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,“ skrifar Tómas að lokum.
Allir geta dansað Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira