Landsliðskona á langan bata fyrir höndum eftir rútuslysið nærri Blönduósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2020 07:15 Berglind í leik með Snæfelli í körfuboltanum. Vísir/Bára Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta og læknanemi, slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi þann 10. janúar síðastliðinn. Læknanemar og hjúkrunarfræðingar, tæplega fimmtíu talsins, voru á leið norður í skíðaferð í samfloti í tveimur rútum. Önnur valt og voru þrjú flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Berglind, sem er 26 ára, er ein besta körfuboltakona landsins og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá því árið 2015. Þá er hún þrefaldur Íslandsmeistari með Snæfelli þar sem hún hefur spilað með systur sinni Gunnhildi Gunnarsdóttur. Berglind hefur verið frá keppni það sem af er vetri vegna axlarmeiðsla en Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki sem fyrr hjá liðinu. Berglind greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að nýjum áratug fylgdu vægast sagt krefjandi áskoranir fyrir sig, fjölskyldu hennar og vini. „Upphaflega planið var að spila loksins körfuboltaleik eftir sjö mánaða fjarveru vegna aðgerðar á öxl,“ segir Berglind. Það hafi breyst þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist í rútuslysinu með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og mænuáverka. „Fyrst eftir slysið gat ég lítið sem ekkert hreyft mig og skynið var brenglað. Mestu máli skipti þó að ég var á lífi, hausinn 100% í lagi og ég er ennþá sama Berglind. Við fögnum öllum litlum sigrum en framundan er löng og mikil endurhæfing til þess að ná sem mestri hreyfigetu til baka. Keppnisskapið mitt er tilbúið í þessa áskorun.“ Berglind og hennar fólk í Stykkishólmi þakkar vinum, viðbragðsaðilum, starfsfólki Landspítala og öllum þeim sem hafa sýnt þeim stuðning síðastliðnar vikur. Íslenski körfuboltinn Samgönguslys Stykkishólmur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta og læknanemi, slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi þann 10. janúar síðastliðinn. Læknanemar og hjúkrunarfræðingar, tæplega fimmtíu talsins, voru á leið norður í skíðaferð í samfloti í tveimur rútum. Önnur valt og voru þrjú flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Berglind, sem er 26 ára, er ein besta körfuboltakona landsins og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá því árið 2015. Þá er hún þrefaldur Íslandsmeistari með Snæfelli þar sem hún hefur spilað með systur sinni Gunnhildi Gunnarsdóttur. Berglind hefur verið frá keppni það sem af er vetri vegna axlarmeiðsla en Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki sem fyrr hjá liðinu. Berglind greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að nýjum áratug fylgdu vægast sagt krefjandi áskoranir fyrir sig, fjölskyldu hennar og vini. „Upphaflega planið var að spila loksins körfuboltaleik eftir sjö mánaða fjarveru vegna aðgerðar á öxl,“ segir Berglind. Það hafi breyst þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist í rútuslysinu með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og mænuáverka. „Fyrst eftir slysið gat ég lítið sem ekkert hreyft mig og skynið var brenglað. Mestu máli skipti þó að ég var á lífi, hausinn 100% í lagi og ég er ennþá sama Berglind. Við fögnum öllum litlum sigrum en framundan er löng og mikil endurhæfing til þess að ná sem mestri hreyfigetu til baka. Keppnisskapið mitt er tilbúið í þessa áskorun.“ Berglind og hennar fólk í Stykkishólmi þakkar vinum, viðbragðsaðilum, starfsfólki Landspítala og öllum þeim sem hafa sýnt þeim stuðning síðastliðnar vikur.
Íslenski körfuboltinn Samgönguslys Stykkishólmur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira