Gylfi einn gegn vaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 16:46 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. sí Þrír af fjórum meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, sem sátu fundi í aðdraganda vaxtaákvörðunar þann 5. febrúar síðastliðinn, vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Sá fjórði, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, var lækkuninni hins vegar mótfallinn og vildi halda vöxtunum óbreyttum. Lækkunin var því ofan á, stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 2,75 prósent í dag. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á vef Seðlabankans nú síðdegis, er aðdragandinn að ákvörðuninni rakinn. Peningastefnunefndin hafi rætt efnahagshorfur á innlendum og erlendum vettvangi og að endingu rökrætt þá möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti væru þau að þrátt fyrir að efnahagshorfur hefðu versnað væri innlent kostnaðarstig orðið hátt sem rekja mætti m.a. til mikilla launahækkana á undanförnum árum sem hefðu veikt samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina,“ segir í fundargerðinni og bætt við að stýrivaxtalækkun myndi „ein og sér ekki leysa þann kostnaðarvanda sem er fyrir hendi í þjóðarbúinu.“Hér að neðan má sjá þegar stýrivaxtalækkunin var kynnt og rökstudd. Fleiri rök eru tínd til; horfur séu á að launakostnaður á framleidda einingu muni hækka nokkuð umfram verðbólgumarkmið auk þess sem enn eigi eftir að ljúka við hluta kjarasamninga opinberra starfsmanna. Órói á vinnumarkaði hafi einnig aukist að undanförnu. Því næst eru rökin fyrir stýrivaxtalækkun tiltekin, sjónarmiðið sem varð hlutskarpara sem fyrr segir. Efnahagshorfur hafi versnað og útlit fyrir að verðbólga yrði minni á næstu árum en áður var gert ráð fyrir. „Í ljósi þess að taumhald peningastefnunnar hefði aukist og fjármálaleg skilyrði fyrirtækja versnað væri rétt að draga úr peningalegu aðhaldi. Þar sem verðbólguvæntingar væru við markmið á flesta mælikvarða gerði það peningastefnunni kleift að nýta svigrúmið sem væri til staðar,“ segir í rökstuðningnum. Að þessum umræðum loknum lagði seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, til að greiða atkvæði milli þessara tveggja valmöguleika, vaxtalækkun eða halda þeim óbreyttum. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Gylfi Zoëga greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi halda vöxtum óbreyttum. Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast hér. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Þrír af fjórum meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, sem sátu fundi í aðdraganda vaxtaákvörðunar þann 5. febrúar síðastliðinn, vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Sá fjórði, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, var lækkuninni hins vegar mótfallinn og vildi halda vöxtunum óbreyttum. Lækkunin var því ofan á, stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 2,75 prósent í dag. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á vef Seðlabankans nú síðdegis, er aðdragandinn að ákvörðuninni rakinn. Peningastefnunefndin hafi rætt efnahagshorfur á innlendum og erlendum vettvangi og að endingu rökrætt þá möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti væru þau að þrátt fyrir að efnahagshorfur hefðu versnað væri innlent kostnaðarstig orðið hátt sem rekja mætti m.a. til mikilla launahækkana á undanförnum árum sem hefðu veikt samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina,“ segir í fundargerðinni og bætt við að stýrivaxtalækkun myndi „ein og sér ekki leysa þann kostnaðarvanda sem er fyrir hendi í þjóðarbúinu.“Hér að neðan má sjá þegar stýrivaxtalækkunin var kynnt og rökstudd. Fleiri rök eru tínd til; horfur séu á að launakostnaður á framleidda einingu muni hækka nokkuð umfram verðbólgumarkmið auk þess sem enn eigi eftir að ljúka við hluta kjarasamninga opinberra starfsmanna. Órói á vinnumarkaði hafi einnig aukist að undanförnu. Því næst eru rökin fyrir stýrivaxtalækkun tiltekin, sjónarmiðið sem varð hlutskarpara sem fyrr segir. Efnahagshorfur hafi versnað og útlit fyrir að verðbólga yrði minni á næstu árum en áður var gert ráð fyrir. „Í ljósi þess að taumhald peningastefnunnar hefði aukist og fjármálaleg skilyrði fyrirtækja versnað væri rétt að draga úr peningalegu aðhaldi. Þar sem verðbólguvæntingar væru við markmið á flesta mælikvarða gerði það peningastefnunni kleift að nýta svigrúmið sem væri til staðar,“ segir í rökstuðningnum. Að þessum umræðum loknum lagði seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, til að greiða atkvæði milli þessara tveggja valmöguleika, vaxtalækkun eða halda þeim óbreyttum. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Gylfi Zoëga greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi halda vöxtum óbreyttum. Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast hér.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56