Segjast munu spara hálfan milljarð á ári með byggingu tólf milljarða húss Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 07:47 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að heildarkostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn verði 11,8 milljarðar króna. Bankaráð Landsbankans áætlar að spara um 500 milljónir króna á ári hverju vegna flutninganna en starfsemi verður flutt úr tólf húsum í miðborginni og felst sparnaðurinn að mestu í lækkun á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðis. Þetta kemur fram í svari Landsbankans og fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni á Alþingi. Þar kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60 prósent hússins og leigja eða selja 40 prósent, sem samsvara um 6.500 fermetrum. Kostnaðaráætlun vegna byggingar höfuðstöðvanna hefur hækkað úr um níu milljörðum króna og er nú 11,8 milljarðar, eins og áður segir. Að miklu leyti útskýrist það af því að vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um það sem nemur einum milljarði króna frá því fyrsta áætlunin var gert. Sömuleiðis útskýrist það að einhverju leiti af því að í sumar var tekin ákvörðun um að húsið yrði umhverfisvottað samkvæmt BREEAM-staðlinum fyrir vistvottun húsbygginga. Birgir spurði einnig út í starfsmannafjölda Landsbankans og hver þróunin hefði verið varðandi fjölda starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari bankans segir að þann 1. janúar 2011 hafi stöðugildi Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu verið 912. Í upphafi 2012 hafði þeim fjölgað í 1.042 og þá aðallega vegna sameininga við SpKef, SpFjármögnun og Avant. Þann 1. janúar 2019 voru stöðugildi 760 á höfuðborgarsvæðinu og þar af 670 sem gert er ráð fyrir að sameinist undir einu þaki í nýju húsi. „Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun starfsmannafjölda næstu árin en ljóst er að bankastörfum er að fækka,“ segir í svari Landsbankans. „Einn af meginkostunum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigjanleika í notkun þannig að bankinn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Reiknað er með að heildarkostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn verði 11,8 milljarðar króna. Bankaráð Landsbankans áætlar að spara um 500 milljónir króna á ári hverju vegna flutninganna en starfsemi verður flutt úr tólf húsum í miðborginni og felst sparnaðurinn að mestu í lækkun á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðis. Þetta kemur fram í svari Landsbankans og fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni á Alþingi. Þar kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60 prósent hússins og leigja eða selja 40 prósent, sem samsvara um 6.500 fermetrum. Kostnaðaráætlun vegna byggingar höfuðstöðvanna hefur hækkað úr um níu milljörðum króna og er nú 11,8 milljarðar, eins og áður segir. Að miklu leyti útskýrist það af því að vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um það sem nemur einum milljarði króna frá því fyrsta áætlunin var gert. Sömuleiðis útskýrist það að einhverju leiti af því að í sumar var tekin ákvörðun um að húsið yrði umhverfisvottað samkvæmt BREEAM-staðlinum fyrir vistvottun húsbygginga. Birgir spurði einnig út í starfsmannafjölda Landsbankans og hver þróunin hefði verið varðandi fjölda starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari bankans segir að þann 1. janúar 2011 hafi stöðugildi Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu verið 912. Í upphafi 2012 hafði þeim fjölgað í 1.042 og þá aðallega vegna sameininga við SpKef, SpFjármögnun og Avant. Þann 1. janúar 2019 voru stöðugildi 760 á höfuðborgarsvæðinu og þar af 670 sem gert er ráð fyrir að sameinist undir einu þaki í nýju húsi. „Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun starfsmannafjölda næstu árin en ljóst er að bankastörfum er að fækka,“ segir í svari Landsbankans. „Einn af meginkostunum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigjanleika í notkun þannig að bankinn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira