Klopp er á því að Atlético hafi verið að reyna að láta reka Mané af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 09:30 Sadio Mané fær hér gula spjaldið í leiknum í gær. Getty/Angel Martinez Jürgen Klopp tók Sadio Mané af velli í hálfleik í fyrri leiknum á móti Atlético Madrid í sextán liða úrslitunum í gær þrátt fyrir að Liverpool væri 1-0 undir. Það var ástæða fyrir því að einn besti sóknarmaður liðsins spilaði bara einn hálfleik. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að hann hafi tekið Sadio Mané af velli í hálfleik vegna ótta við það að hann myndi hreinlega fá rauða spjaldið í seinni hálfleiknum. Liverpool hefði heldur betur geta nýtt sér krafta Sadio Mané í seinni hálfleiknum þegar liðinu vantaði tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn á móti þéttri vörn Atlético Madrid. Liverpool's Jürgen Klopp says Atlético Madrid tried to get Sadio Mané sent off @AHunterGuardianhttps://t.co/Am08YF2Hud— Guardian sport (@guardian_sport) February 19, 2020 „Þetta er augljóslega sá hluti fótboltans sem ég er ekki hrifinn af. Þeirra plan í kvöld var að losna við Sadio úr leiknum með því að hann myndi fá sitt annað gula spjald. Ég var hræddur um að andstæðingur Sadio myndi falla til jarðar ef hann andaði of hart á hann eða eitthvað. Ég vil ekki vera í þeirri stöðu og þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Jürgen Klopp. Hann var ekki ánægður með leikaraskap leikmanna Atlético. „Eftir 30 mínútur voru þrír leikmenn lagstir í jörðina án þess að vera meiddir,“ sagði Klopp. Sadio Mané fékk gula spjaldið fyrir að fara með hendina í Atlético leikmanninn Sime Vrsaljko í lok hálfleiksins en það virtist ekki vera viljandi. Framhaldið var hins vegar frekar skrautlegt. Mané lenti aftur í baráttu um boltann og aftur féll leikmaður Atlético sárþjáður til jarðar. Leikmenn Atlético umkringdi síðan dómarann og heimtuðu annað gult spjald. Mané slapp við spjaldið en Klopp tók hann af velli. „Það voru hlutir sem við hefðum getað gert betur og gert um leið lífið okkar auðveldara. Atlético mætti í þennan leik til að kreista fram úrslit en á móti því var pressan okkar frábær og uppspilið okkar var framúrskarandi,“ sagði Klopp. „Ákefðin var nákvæmlega eins og hún átti að vera. Við fengum ekki nógu mörg góð færi og það er bara þannig. Við fengum færi en ekki nóg af þeim. Ég vil bara segja við þá stuðningsmenn Atlético sem verða svo heppnir að fá miða á seinni leikinn, velkomnir á Anfield,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Jürgen Klopp tók Sadio Mané af velli í hálfleik í fyrri leiknum á móti Atlético Madrid í sextán liða úrslitunum í gær þrátt fyrir að Liverpool væri 1-0 undir. Það var ástæða fyrir því að einn besti sóknarmaður liðsins spilaði bara einn hálfleik. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að hann hafi tekið Sadio Mané af velli í hálfleik vegna ótta við það að hann myndi hreinlega fá rauða spjaldið í seinni hálfleiknum. Liverpool hefði heldur betur geta nýtt sér krafta Sadio Mané í seinni hálfleiknum þegar liðinu vantaði tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn á móti þéttri vörn Atlético Madrid. Liverpool's Jürgen Klopp says Atlético Madrid tried to get Sadio Mané sent off @AHunterGuardianhttps://t.co/Am08YF2Hud— Guardian sport (@guardian_sport) February 19, 2020 „Þetta er augljóslega sá hluti fótboltans sem ég er ekki hrifinn af. Þeirra plan í kvöld var að losna við Sadio úr leiknum með því að hann myndi fá sitt annað gula spjald. Ég var hræddur um að andstæðingur Sadio myndi falla til jarðar ef hann andaði of hart á hann eða eitthvað. Ég vil ekki vera í þeirri stöðu og þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Jürgen Klopp. Hann var ekki ánægður með leikaraskap leikmanna Atlético. „Eftir 30 mínútur voru þrír leikmenn lagstir í jörðina án þess að vera meiddir,“ sagði Klopp. Sadio Mané fékk gula spjaldið fyrir að fara með hendina í Atlético leikmanninn Sime Vrsaljko í lok hálfleiksins en það virtist ekki vera viljandi. Framhaldið var hins vegar frekar skrautlegt. Mané lenti aftur í baráttu um boltann og aftur féll leikmaður Atlético sárþjáður til jarðar. Leikmenn Atlético umkringdi síðan dómarann og heimtuðu annað gult spjald. Mané slapp við spjaldið en Klopp tók hann af velli. „Það voru hlutir sem við hefðum getað gert betur og gert um leið lífið okkar auðveldara. Atlético mætti í þennan leik til að kreista fram úrslit en á móti því var pressan okkar frábær og uppspilið okkar var framúrskarandi,“ sagði Klopp. „Ákefðin var nákvæmlega eins og hún átti að vera. Við fengum ekki nógu mörg góð færi og það er bara þannig. Við fengum færi en ekki nóg af þeim. Ég vil bara segja við þá stuðningsmenn Atlético sem verða svo heppnir að fá miða á seinni leikinn, velkomnir á Anfield,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira