Mál Eyþórs Inga alvarlegt og alls ekki einsdæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 19:00 Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. Við sögðum í gær frá Eyþóri Inga fötluðum dreng sem var vísað úr skammtímavistun á Ísafirði með fimm daga fyrirvara síðasta sumar. Í úrskurði kom fram að Byggðasamlag Vestfjarðar hefði brotið á honum með margvíslegum hætti við ákvörðunina.Ættu að biðja afsökunar Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður drengsins gagnrýnir Byggðasamlagið. „Þarna var alls ekki farið rétt að og Eyþóri gefið tækifæri á að tryggja lífsgæði sín. Þetta er afar alvarlegt en réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Það er mikilvægt að sveitarfélög sem eru dæmd af úrskurðarnefnd velferðarmála við málsferðarreglur stjórnsýslulaga og hafa ekki sinnt mikilvægum þáttum eins og að svara slíkum úrskurði gefi fólk skýringar á meðferðinni og biðjist afsökunar á að hafa komið svona fram,“ segir Jón. Jón segir alltof algengt að sjá fatlaða verða fyrir brotum af hálfu stjórnvalda. „Því miður verð ég að segja að svona mál eru ekki einsdæmi. Fatlað fólk fær trekk í trekk aðra málsmeðferð en aðrir. Það er ekki gætt að viðeigandi aðlögun í málarekstri, fólk er ekki upplýst og andmælaréttur er ekki virtur,“ segir Jón.Harma málsmeðferðina Byggðasamlag Vestfjarða sendi fréttastofu tölvupóst í dag þar sem kemur fram að samlagið harmar að málsmeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi umrætt sinn. Það unir úrskurðinum og mun breyta verkaferlunum sínum er varðar meðferð mála. Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs Inga segir brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi. Brotið á réttindum fatlaðra á hverjum degi Í gær kom fram að Eyþóri meinað um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði síðasta sumar vegna heildarhagsmuna skólans. Foreldrar drengsins kærðu þá ákvörðun. Lögmaður Eyþórs segir að menntaskólinn hafi brotið framhaldsskólalög með sinni ákvörðun. „Þessi ákvörðun gekk gegn framhaldsskólalögum um að það sé fræðsluskylda hér á landi fyrir ólögráða börn. Skólameistari Ísafjarðar tekur þessa ákvörðun á þeim grundvelli að verið sé að tryggja heildarhagsmuni skólans en samkvæmt reglugerðinni þá á þetta ákvæði við ef um heildarhagsmuni nemenda er að ræða. Þarna var ekki gætt að rannsóknarreglu og andmælareglu,“ segir Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs. „Það er brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi á Íslandi. Það er komið fram við fatlað fólk sem annars flokks borgara. Þar leyfa stjórnvöld sér að hafa aðrar reglur um fatlaða en aðra borgara,“ segir Helga. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. Eyþór Ingi fær nýtt húsnæði í Bolungarvík Eyþóri Ingi fékk þó ánægjuleg tíðindi í dag þegar Bolungarvíkurkaupsstaður sýndi honum nýtt heimili sem var byggt fyrir hann eftir ákvörðun Ísafjarðarbæjar síðasta sumar og hann flytur brátt inní. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. „Við fórum í mjög mikla vinnu í að setja af stað í að byggja húsnæði fyrir Eyþór Inga eftir ákvörðun Ísafjarðar síðasta sumar og erum afar ánægð með að geta boðið hana. Húsnæðið er glæsilegt og við teljum okkur vera að bjóða það besta sem hægt er að bjóða uppá hér á landi,“ segir Jón Páll. Bolungarvík Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira
Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. Við sögðum í gær frá Eyþóri Inga fötluðum dreng sem var vísað úr skammtímavistun á Ísafirði með fimm daga fyrirvara síðasta sumar. Í úrskurði kom fram að Byggðasamlag Vestfjarðar hefði brotið á honum með margvíslegum hætti við ákvörðunina.Ættu að biðja afsökunar Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður drengsins gagnrýnir Byggðasamlagið. „Þarna var alls ekki farið rétt að og Eyþóri gefið tækifæri á að tryggja lífsgæði sín. Þetta er afar alvarlegt en réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Það er mikilvægt að sveitarfélög sem eru dæmd af úrskurðarnefnd velferðarmála við málsferðarreglur stjórnsýslulaga og hafa ekki sinnt mikilvægum þáttum eins og að svara slíkum úrskurði gefi fólk skýringar á meðferðinni og biðjist afsökunar á að hafa komið svona fram,“ segir Jón. Jón segir alltof algengt að sjá fatlaða verða fyrir brotum af hálfu stjórnvalda. „Því miður verð ég að segja að svona mál eru ekki einsdæmi. Fatlað fólk fær trekk í trekk aðra málsmeðferð en aðrir. Það er ekki gætt að viðeigandi aðlögun í málarekstri, fólk er ekki upplýst og andmælaréttur er ekki virtur,“ segir Jón.Harma málsmeðferðina Byggðasamlag Vestfjarða sendi fréttastofu tölvupóst í dag þar sem kemur fram að samlagið harmar að málsmeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi umrætt sinn. Það unir úrskurðinum og mun breyta verkaferlunum sínum er varðar meðferð mála. Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs Inga segir brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi. Brotið á réttindum fatlaðra á hverjum degi Í gær kom fram að Eyþóri meinað um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði síðasta sumar vegna heildarhagsmuna skólans. Foreldrar drengsins kærðu þá ákvörðun. Lögmaður Eyþórs segir að menntaskólinn hafi brotið framhaldsskólalög með sinni ákvörðun. „Þessi ákvörðun gekk gegn framhaldsskólalögum um að það sé fræðsluskylda hér á landi fyrir ólögráða börn. Skólameistari Ísafjarðar tekur þessa ákvörðun á þeim grundvelli að verið sé að tryggja heildarhagsmuni skólans en samkvæmt reglugerðinni þá á þetta ákvæði við ef um heildarhagsmuni nemenda er að ræða. Þarna var ekki gætt að rannsóknarreglu og andmælareglu,“ segir Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs. „Það er brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi á Íslandi. Það er komið fram við fatlað fólk sem annars flokks borgara. Þar leyfa stjórnvöld sér að hafa aðrar reglur um fatlaða en aðra borgara,“ segir Helga. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. Eyþór Ingi fær nýtt húsnæði í Bolungarvík Eyþóri Ingi fékk þó ánægjuleg tíðindi í dag þegar Bolungarvíkurkaupsstaður sýndi honum nýtt heimili sem var byggt fyrir hann eftir ákvörðun Ísafjarðarbæjar síðasta sumar og hann flytur brátt inní. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. „Við fórum í mjög mikla vinnu í að setja af stað í að byggja húsnæði fyrir Eyþór Inga eftir ákvörðun Ísafjarðar síðasta sumar og erum afar ánægð með að geta boðið hana. Húsnæðið er glæsilegt og við teljum okkur vera að bjóða það besta sem hægt er að bjóða uppá hér á landi,“ segir Jón Páll.
Bolungarvík Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira