Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 09:00 Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. Vísir/Vilhelm „Svona mál eru alltaf viðkvæm og flókin og geta haft töluverð áhrif, ekki bara á einstaklingana sem um ræðir heldur vinnustaðinn í heild,“ segir Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus um erfið starfsmannamál sem geta komið upp í kjölfar vinnustaðapartía. Forvarnir og fræðsla eru lykilatriði í þessum málum og huga þarf að því hvernig vinnustaðamenningin er. Guðríður hefur áralanga reynslu af mannauðs- og starfsmannamálum en hún lauk MA gráðu í forystu og breytingastjórnun frá EADA Business School auk þess að hafa lokið námi í starfsmannastjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands og stjórnendamarkþjálfun frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University. Að hennar sögn geta komið upp ýmiss mál í kjölfar vinnustaðapartía sem mikilvægt er að stjórnendur takist á við. Við veltum upp þeirri spurningu hvort erfið mál hafi leitt til þess að fyrirtæki velti því hreinlega fyrir sér að hætta með viðburði og skemmtanir. „Það hefur sýnt sig að mál sem snúa að óæskilegum samskiptum þá sérstaklega sem snýr að áreitni tengjast oft skemmtunum og þeirri hugmynd hefur stundum verið velt upp en ekki í neinni alvöru held ég,“ segir Guðríður en bætir við „En vissulega er uppi sú umræða að huga megi að breyttri umgjörð en fyrst og fremst er verið að ræða um meiri forvarnir og fræðslu til að koma í veg fyrir óæskilega hegðun. Svo hefur sú „brjálæðislega“ hugmynd stundum komið upp að minnka áfengisveitingar eða láta jafnvel láta af þeim á vinnutengdum skemmtunum.“ Nokkuð hefur verið um það fjallað í erlendum fjölmiðlum að vinnustaðapartí án áfengis séu orðin algengari en áður. Í umfjöllun Financial Times er meðal annars á það bent að yngri kynslóðir líti öðruvísi á málin en þær eldri og finnist það sjálfsagður valkostur að drekka ekki í vinnustaðapartíum. Að sögn Guðríðar skiptir mestu máli hversu vel vinnustaðir eru í stakk búnir til að takast á við erfið mál ef og þegar þau koma upp. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og flókin og geta haft töluverð áhrif, ekki bara á einstaklingana sem um ræðir heldur vinnustaðinn í heild. Í slíkum tilvikum skiptir máli að áætlun fyrirtækisisn gegn einelti, áreitni og ofbeldi nái yfir mál sem upp koma utan vinnustaðarins líka s.s. á skemmtunum þannig að hægt sé að setja þau í viðeigandi farveg.“ Hafa vinnustaða partí orðið eitthvað viðkvæmari viðfangs eftir #metoo byltinguna? „#Metoo hefur kannski gert það að verkum að þessi mál eru frekar rædd og fólk óhræddara við að stíga fram og fleiri fyrirtæki hafa sett fram viðbragðsáætlanir og stefnur í þessum málum.“ Guðríður segir forvarnir og fræðslu lykilatriði í vinnustaðamenningu. Þar bendir hún sérstaklega á teymisþjálfun þar sem starfsfólk er þjálfað í að eiga opin og einlæg samskipti.Vísir/Vilhelm Svona mál eru alltaf viðkvæm og flókin og geta haft töluverð áhrif, ekki bara á einstaklingana sem um ræðir heldur vinnustaðinn í heild Ýmiss góð ráð fyrir stjórnendur og starfsmenn Við spyrjum Guðríði um þær leiðir sem fyrirtæki geta farið ef þau vilja forðast það að erfið eða viðkvæm mál komi upp í vinnustaðapartíum. „Forvarnir og fræðsla er lykilatriði hér sem og vinnustaðamenning. Það er mikilvægt að fyrirtæki séu með stefnu gegn áreitni, einelti og ofbeldi og að viðbragðsáætlun í slíkum málum sé skýr og öllum kunn,“ segir Guðríður og bætir við að þjálfun stjórnenda og traust skipti líka máli. „Að auki skiptir mái að stjórnendur hljóti þjálfun í að taka á móti slíkum kvörtunum og fylgja viðbragðsáætluninni. Það skiptir öllu máli að þegar slík mál koma upp að starfsmenn geti treyst því að þeirri áætlun sé fylgt.“ En hvernig er hægt að byggja upp vinnustaðamenningu sem dregur úr líkum á því að viðkvæm eða erfið mál komi upp í kjölfar vinnustaðapartía? „Það er þessi forvarnarvinna sem skiptir máli við höfum séð góðan árangur þegar fyrirtæki hafa verið með samskiptavinnustofur og metoo vinnustofur til að ná utan um hvort það sé eitthvað í vinnustaðarmenningunni sem er skaðlegt og slík vinna minnkar líkurnar á að erfið mál koma upp. Það er mikilvægt að skýr „no tolerance“ skilaboð séu á vinnustaðnum og að það sé til dæmis strax tekið á óviðeigandi gríni . Slíkir þættir í vinnustaðarmenningu hafa áhrif hegðun og samskipti á skemmtunum.“ Að lokum tekur Guðríður teymisþjálfun sem dæmi um uppbyggingu og forvörn. „Á jákvæðum nótum þá má til dæmis nefna að byggja má upp góða vinnustaðarmenningu með teymisvinnu og teymishugsun sem er mikið að ryðja sér rúms á íslenskum vinnustöðum. Í teymishugmyndafræðinni er sálfræðilegt öryggi lykilatriði, að búa til vinnuumhverfi teyma þar sem allir þora að spyrja og segja sína skoðun. Með þjálfuninni eru teymin betur í stakk búin til að vera einlæg í samskiptum við hvort annað, geta viðurkennt mistök og veitt endurgjöf á meðal jafningja. Í þessari teymisþjálfun eru ýmsar góðar æfingar sem geta skilað því að með opnum og einlægum samskiptum á vinnustað eflist samábyrgð allra starfsmanna og samskiptin verða betur þess eðlis að þau geti komið í veg fyrir eða minnkað spennu.“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag er fjallað um vinnustaðapartí. Tengdar fréttir Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Svona mál eru alltaf viðkvæm og flókin og geta haft töluverð áhrif, ekki bara á einstaklingana sem um ræðir heldur vinnustaðinn í heild,“ segir Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus um erfið starfsmannamál sem geta komið upp í kjölfar vinnustaðapartía. Forvarnir og fræðsla eru lykilatriði í þessum málum og huga þarf að því hvernig vinnustaðamenningin er. Guðríður hefur áralanga reynslu af mannauðs- og starfsmannamálum en hún lauk MA gráðu í forystu og breytingastjórnun frá EADA Business School auk þess að hafa lokið námi í starfsmannastjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands og stjórnendamarkþjálfun frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University. Að hennar sögn geta komið upp ýmiss mál í kjölfar vinnustaðapartía sem mikilvægt er að stjórnendur takist á við. Við veltum upp þeirri spurningu hvort erfið mál hafi leitt til þess að fyrirtæki velti því hreinlega fyrir sér að hætta með viðburði og skemmtanir. „Það hefur sýnt sig að mál sem snúa að óæskilegum samskiptum þá sérstaklega sem snýr að áreitni tengjast oft skemmtunum og þeirri hugmynd hefur stundum verið velt upp en ekki í neinni alvöru held ég,“ segir Guðríður en bætir við „En vissulega er uppi sú umræða að huga megi að breyttri umgjörð en fyrst og fremst er verið að ræða um meiri forvarnir og fræðslu til að koma í veg fyrir óæskilega hegðun. Svo hefur sú „brjálæðislega“ hugmynd stundum komið upp að minnka áfengisveitingar eða láta jafnvel láta af þeim á vinnutengdum skemmtunum.“ Nokkuð hefur verið um það fjallað í erlendum fjölmiðlum að vinnustaðapartí án áfengis séu orðin algengari en áður. Í umfjöllun Financial Times er meðal annars á það bent að yngri kynslóðir líti öðruvísi á málin en þær eldri og finnist það sjálfsagður valkostur að drekka ekki í vinnustaðapartíum. Að sögn Guðríðar skiptir mestu máli hversu vel vinnustaðir eru í stakk búnir til að takast á við erfið mál ef og þegar þau koma upp. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og flókin og geta haft töluverð áhrif, ekki bara á einstaklingana sem um ræðir heldur vinnustaðinn í heild. Í slíkum tilvikum skiptir máli að áætlun fyrirtækisisn gegn einelti, áreitni og ofbeldi nái yfir mál sem upp koma utan vinnustaðarins líka s.s. á skemmtunum þannig að hægt sé að setja þau í viðeigandi farveg.“ Hafa vinnustaða partí orðið eitthvað viðkvæmari viðfangs eftir #metoo byltinguna? „#Metoo hefur kannski gert það að verkum að þessi mál eru frekar rædd og fólk óhræddara við að stíga fram og fleiri fyrirtæki hafa sett fram viðbragðsáætlanir og stefnur í þessum málum.“ Guðríður segir forvarnir og fræðslu lykilatriði í vinnustaðamenningu. Þar bendir hún sérstaklega á teymisþjálfun þar sem starfsfólk er þjálfað í að eiga opin og einlæg samskipti.Vísir/Vilhelm Svona mál eru alltaf viðkvæm og flókin og geta haft töluverð áhrif, ekki bara á einstaklingana sem um ræðir heldur vinnustaðinn í heild Ýmiss góð ráð fyrir stjórnendur og starfsmenn Við spyrjum Guðríði um þær leiðir sem fyrirtæki geta farið ef þau vilja forðast það að erfið eða viðkvæm mál komi upp í vinnustaðapartíum. „Forvarnir og fræðsla er lykilatriði hér sem og vinnustaðamenning. Það er mikilvægt að fyrirtæki séu með stefnu gegn áreitni, einelti og ofbeldi og að viðbragðsáætlun í slíkum málum sé skýr og öllum kunn,“ segir Guðríður og bætir við að þjálfun stjórnenda og traust skipti líka máli. „Að auki skiptir mái að stjórnendur hljóti þjálfun í að taka á móti slíkum kvörtunum og fylgja viðbragðsáætluninni. Það skiptir öllu máli að þegar slík mál koma upp að starfsmenn geti treyst því að þeirri áætlun sé fylgt.“ En hvernig er hægt að byggja upp vinnustaðamenningu sem dregur úr líkum á því að viðkvæm eða erfið mál komi upp í kjölfar vinnustaðapartía? „Það er þessi forvarnarvinna sem skiptir máli við höfum séð góðan árangur þegar fyrirtæki hafa verið með samskiptavinnustofur og metoo vinnustofur til að ná utan um hvort það sé eitthvað í vinnustaðarmenningunni sem er skaðlegt og slík vinna minnkar líkurnar á að erfið mál koma upp. Það er mikilvægt að skýr „no tolerance“ skilaboð séu á vinnustaðnum og að það sé til dæmis strax tekið á óviðeigandi gríni . Slíkir þættir í vinnustaðarmenningu hafa áhrif hegðun og samskipti á skemmtunum.“ Að lokum tekur Guðríður teymisþjálfun sem dæmi um uppbyggingu og forvörn. „Á jákvæðum nótum þá má til dæmis nefna að byggja má upp góða vinnustaðarmenningu með teymisvinnu og teymishugsun sem er mikið að ryðja sér rúms á íslenskum vinnustöðum. Í teymishugmyndafræðinni er sálfræðilegt öryggi lykilatriði, að búa til vinnuumhverfi teyma þar sem allir þora að spyrja og segja sína skoðun. Með þjálfuninni eru teymin betur í stakk búin til að vera einlæg í samskiptum við hvort annað, geta viðurkennt mistök og veitt endurgjöf á meðal jafningja. Í þessari teymisþjálfun eru ýmsar góðar æfingar sem geta skilað því að með opnum og einlægum samskiptum á vinnustað eflist samábyrgð allra starfsmanna og samskiptin verða betur þess eðlis að þau geti komið í veg fyrir eða minnkað spennu.“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag er fjallað um vinnustaðapartí.
Tengdar fréttir Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00