Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 13:04 Orrustuþota af gerðinni F-35. Vísir/Getty Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Flugsveitin kemur hingað til lands nú í febrúar með fjórar F-35 orrustuþotur og mun dvelja hér í nokkrar vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (e. Combined Air Operations Center). Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. til 29. febrúar. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að gert sé ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars. Í umfjöllun norska ríkissjónvarpsins NRK frá því um helgina kemur einmitt fram að verkefnið muni standa yfir í þrjár vikur. Þar er jafnframt greint frá því að Íslandsförin sé fyrsta verkefnið utan Noregs sem orrustuþoturnar sinna. Haft er eftir Ståle Nymoen, undirofursta við Ørland-flugstöðina, að flugsveitin verði með tvær flugvélar tilbúnar til flugtaks, óski NATO eftir því, til að fljúga til móts við flugför, e.t.v. ókunnug, sem koma inn í íslenska lofthelgi. Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Norski flugherinn sinnti síðar loftrýmisgæslu við Ísland árið 2016 en þá með F-16-orrustuþotum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Noregur Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Flugsveitin kemur hingað til lands nú í febrúar með fjórar F-35 orrustuþotur og mun dvelja hér í nokkrar vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (e. Combined Air Operations Center). Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. til 29. febrúar. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að gert sé ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars. Í umfjöllun norska ríkissjónvarpsins NRK frá því um helgina kemur einmitt fram að verkefnið muni standa yfir í þrjár vikur. Þar er jafnframt greint frá því að Íslandsförin sé fyrsta verkefnið utan Noregs sem orrustuþoturnar sinna. Haft er eftir Ståle Nymoen, undirofursta við Ørland-flugstöðina, að flugsveitin verði með tvær flugvélar tilbúnar til flugtaks, óski NATO eftir því, til að fljúga til móts við flugför, e.t.v. ókunnug, sem koma inn í íslenska lofthelgi. Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Norski flugherinn sinnti síðar loftrýmisgæslu við Ísland árið 2016 en þá með F-16-orrustuþotum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Noregur Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira