Missir Ajax sína helstu leikmenn í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 14:00 Talið er að Blind gæti verið á leið í Serie A eða aftur til Englands. Vísir/Getty Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu. Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt yfirgáfu félagið síðasta sumar. De Jong fór til Barcelona og De Ligt fór til Juventus. Að þeim frátöldum þá hélt Ajax í aðra leikmenn allt þangað til nýverið þegar það var staðfest að Hakim Ziyech myndi ganga til liðs við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Nú virðist sem fleiri leikmenn gætu fylgt fordæmi Ziyech. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, ásamt þeim Marc Overmars og Edwin van der Sar hafi sannfært leikmennna um að vera áfram í eitt tímabil þar sem þeir gætu náð sama ef ekki betri árangri en þeir gerðu tímabilið áður. Ajax féll hins vegar úr leik eftir grátlegt 0-1 tap á heimavelli gegn Valencia í síðasta leik riðlakeppninnar. Þá gerði liðið 4-4 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum eftir að hafa verið 4-1 yfir þegar 35 mínútur voru til leiksloka. Í stöðunni 4-2 fékk Ajax tvö rauð spjöld með mínútu millibili en UEFA hefur gefið það út að dómari leiksins hafi gert mistök. Liðið er þó enn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, með sex stiga forskot á AZ Alkmaar sem er í 2. sæti þegar 22 umferðum er lokið. Vildi félagið því ekki selja leikmenn í janúar og því fékk Chelsea ekki að kaupa Ziyech fyrr en eftir að glugganum var lokað. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið að átta leikmenn gætu yfirgefið Ajax næsta sumar. Þar ber helst að nefna miðjumanninn Donny van de Beek en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Hollands hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Þá gæti hinn 30 ára gamli Daley Blind, sem snéri aftur í lið Ajax á dögunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í desember, farið til Ítalíu eða aftur til Englands. Talið er að Mikael Arteta, þjálfari Arsenal, hafi áhuga á því að fá örvfættan miðvörð til liðsins og kemur Blind til greina en hann lék með Manchester United frá 2014-2018. Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið eru markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest, miðvörðurinn Joel Veltman og að lokum miðjumaðurinn David Neres. Ajax mætir spænska liðinu Getafe í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 20. febrúar. Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Tengdar fréttir Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19 Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Sjá meira
Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu. Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt yfirgáfu félagið síðasta sumar. De Jong fór til Barcelona og De Ligt fór til Juventus. Að þeim frátöldum þá hélt Ajax í aðra leikmenn allt þangað til nýverið þegar það var staðfest að Hakim Ziyech myndi ganga til liðs við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Nú virðist sem fleiri leikmenn gætu fylgt fordæmi Ziyech. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, ásamt þeim Marc Overmars og Edwin van der Sar hafi sannfært leikmennna um að vera áfram í eitt tímabil þar sem þeir gætu náð sama ef ekki betri árangri en þeir gerðu tímabilið áður. Ajax féll hins vegar úr leik eftir grátlegt 0-1 tap á heimavelli gegn Valencia í síðasta leik riðlakeppninnar. Þá gerði liðið 4-4 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum eftir að hafa verið 4-1 yfir þegar 35 mínútur voru til leiksloka. Í stöðunni 4-2 fékk Ajax tvö rauð spjöld með mínútu millibili en UEFA hefur gefið það út að dómari leiksins hafi gert mistök. Liðið er þó enn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, með sex stiga forskot á AZ Alkmaar sem er í 2. sæti þegar 22 umferðum er lokið. Vildi félagið því ekki selja leikmenn í janúar og því fékk Chelsea ekki að kaupa Ziyech fyrr en eftir að glugganum var lokað. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið að átta leikmenn gætu yfirgefið Ajax næsta sumar. Þar ber helst að nefna miðjumanninn Donny van de Beek en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Hollands hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Þá gæti hinn 30 ára gamli Daley Blind, sem snéri aftur í lið Ajax á dögunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í desember, farið til Ítalíu eða aftur til Englands. Talið er að Mikael Arteta, þjálfari Arsenal, hafi áhuga á því að fá örvfættan miðvörð til liðsins og kemur Blind til greina en hann lék með Manchester United frá 2014-2018. Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið eru markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest, miðvörðurinn Joel Veltman og að lokum miðjumaðurinn David Neres. Ajax mætir spænska liðinu Getafe í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 20. febrúar.
Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Tengdar fréttir Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19 Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Sjá meira
Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19
Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30