Solskjær segir að það verði erfitt fyrir Pogba að koma sér aftur í form Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 10:00 Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær. Getty/Robbie Jay Barratt Það er ekki mjög líklegt að Paul Pogba muni spila eitthvað hlutverk á lokakafla tímabilsins ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær á síðasta blaðamannafundi United. Solskjær sagði þar að hann hafi áhyggjur af því að Paul Pogba eigi eftir að eiga í erfiðleikum með að koma sér aftur í almennilegt form. Paul Pogba hefur verið meira eða minna meiddur allt tímabilið og er aðeins búinn að spila samtals átta leiki á leiktíðinni. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli og endaði á því að fara í aðgerð. Hinn 26 ára gamli Pogba meiddist í september og hefur síðan aðeins náð að spila tvo leiki með Manchester United. Hann er ennþá bara á hlaupabretti og það er því enn langt í það að hann komi aftur inn á völlinn. „Paul veit að hann þarf að leggja mikið á sig til að komast aftur í sitt besta form. Hann hefur verið frá í svo langan tíma að það verður mjög krefjandi fyrir hann að komast aftur í form,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Paul Pogba's season has been wrecked by two ankle injuries that have restricted him to just eight games for Manchester United. Manager Ole Gunnar Solskjaer says he now faces a challenge just to get fit again. More https://t.co/TtemwrGKqn#manutd#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/tiVctPiPrl— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Norski knattspyrnustjórinn vék sér eiginlega undan að svara því hvort að Paul Pogba ætti eftir að spila aftur fyrir Manchester United en allt bendir til þess að franski miðjumaðurinn verði seldur í sumar. „Ég vildi geta sagt að hann spili aftur fyrir okkur um leið og hann kemst í form. Um leið og hann er kominn í form þá er hann nógu góður til að spila með liðinu. Ég er viss um að Paul sé líka ólmur í að spila fyrir okkur aftur,“ sagði Solskjær. Solskjær staðfesti það líka að Paul Pogba hafi fengið leyfi til að vera í endurhæfingu í burtu frá Mancheter United liðinu. Hann æfir því annars staðar en aðrir leikmenn liðsins. „Ég þarf ekki að réttlæta allar ákvarðanir. Paul er ennþá í endurhæfingu. Hann hefur tekið af sér gifsið og er byrjaður að hlaupa á hlaupabretti. Hann er að nálgast. Þetta hefur verið langur tími. Vonandi sjáum við hann sem fyrst,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Það er ekki mjög líklegt að Paul Pogba muni spila eitthvað hlutverk á lokakafla tímabilsins ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær á síðasta blaðamannafundi United. Solskjær sagði þar að hann hafi áhyggjur af því að Paul Pogba eigi eftir að eiga í erfiðleikum með að koma sér aftur í almennilegt form. Paul Pogba hefur verið meira eða minna meiddur allt tímabilið og er aðeins búinn að spila samtals átta leiki á leiktíðinni. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli og endaði á því að fara í aðgerð. Hinn 26 ára gamli Pogba meiddist í september og hefur síðan aðeins náð að spila tvo leiki með Manchester United. Hann er ennþá bara á hlaupabretti og það er því enn langt í það að hann komi aftur inn á völlinn. „Paul veit að hann þarf að leggja mikið á sig til að komast aftur í sitt besta form. Hann hefur verið frá í svo langan tíma að það verður mjög krefjandi fyrir hann að komast aftur í form,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Paul Pogba's season has been wrecked by two ankle injuries that have restricted him to just eight games for Manchester United. Manager Ole Gunnar Solskjaer says he now faces a challenge just to get fit again. More https://t.co/TtemwrGKqn#manutd#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/tiVctPiPrl— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Norski knattspyrnustjórinn vék sér eiginlega undan að svara því hvort að Paul Pogba ætti eftir að spila aftur fyrir Manchester United en allt bendir til þess að franski miðjumaðurinn verði seldur í sumar. „Ég vildi geta sagt að hann spili aftur fyrir okkur um leið og hann kemst í form. Um leið og hann er kominn í form þá er hann nógu góður til að spila með liðinu. Ég er viss um að Paul sé líka ólmur í að spila fyrir okkur aftur,“ sagði Solskjær. Solskjær staðfesti það líka að Paul Pogba hafi fengið leyfi til að vera í endurhæfingu í burtu frá Mancheter United liðinu. Hann æfir því annars staðar en aðrir leikmenn liðsins. „Ég þarf ekki að réttlæta allar ákvarðanir. Paul er ennþá í endurhæfingu. Hann hefur tekið af sér gifsið og er byrjaður að hlaupa á hlaupabretti. Hann er að nálgast. Þetta hefur verið langur tími. Vonandi sjáum við hann sem fyrst,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira