Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 09:30 Fyrirliðinn Vincent Kompany og knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini eftir að Manchester City vann enska meistaratitilinn vorið 2014 og svo Steven Gerrard eftir mistökin á móti Chelsea 2014. Samsett/Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. Samkvæmt skýrslunni um rannsókn CFCB hjá UEFA, nefndar um rekstur fótboltafélaga, þá kalla þessi brot einnig á rannsókn heima fyrir það er hjá ensku úrvalsdeildinni. Brotin sem UEFA hefur nú dæmt Manchester City fyrir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni áttu sér stað á árunum 2012 til 2016. Möguleg refsing væri að taka stig af City liðinu og slíkur stigamissir gæti síðan kostað liðið titil. BREAKING: Manchester City's Premier League title in 2014 is now UNDER THREAT with potential backdated points deduction. [@MailSport]https://t.co/le9Hkw8Jyr— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 15, 2020 Vorið 2014 vann Manchester City enska meistaratitilinn eftir æsispennandi baráttu við Liverpool. Liverpool tapaði næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea og missti síðan niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace. Það þýddi að Manchester City komst upp í efsta sætið og vann enska meistaratitilinn með tveggja stiga forskoti. Þetta var einmitt tímabilið þar sem Steven Gerrard komst næst því að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil á sautján árum sínum hjá Liverpool. Hann gaf hins vegar mark í leiknum á móti Chelsea og varð aldrei Englandsmeistari með Liverpool, fyrr en kannski núna sex árum seinna. Manchester City hefur þegar gefið það út að félagið ætlar að berjast hatramlega gegn refsingu UEFA og hefur hótað tíu ára lögfræðideilum. City menn vilja frekar eyða miklum peningum í lögfræðinga en að borga Knattspyrnusambandi Evrópu þessar sektir. Viðbrögð Manchester City voru eins og hjá félagi sem þótt að sér vegið með dómi UEFA. Þar verður því ekkert sparað í þessari baráttu. Það verður athyglisvert að sjá hvað enska úrvalsdeildin gerir í þessu máli. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins strangar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þar hefur félag leyfi til að tapa 105 milljónum pund á þriggja ára tímabili. Enska úrvalsdeildin treystir hins vegar jafnframt á það að félögin skili inn réttum tölum um reksturinn. Manchester City heldur því fram að allar þeirra tölur séu sannar og réttar en nefndin hjá UEFA var ekki sammála því. Imagine! https://t.co/OTOH0CiVaU— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 16, 2020 Stuðningsmenn Liverpool hefðu örugglega þegið slíka „gjöf“ á sínum tíma en flestir vilja örugglega fá núna að enda þrjátíu ára bið með því að fagna langþráðum titli í vor. Væri titillinn í vor hins vegar titill númer tuttugu en ekki númer nítján þá væri Liverpool liðið búið að jafna við Mancester United á toppnum yfir flesta Englandsmeistaratitla. Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. Samkvæmt skýrslunni um rannsókn CFCB hjá UEFA, nefndar um rekstur fótboltafélaga, þá kalla þessi brot einnig á rannsókn heima fyrir það er hjá ensku úrvalsdeildinni. Brotin sem UEFA hefur nú dæmt Manchester City fyrir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni áttu sér stað á árunum 2012 til 2016. Möguleg refsing væri að taka stig af City liðinu og slíkur stigamissir gæti síðan kostað liðið titil. BREAKING: Manchester City's Premier League title in 2014 is now UNDER THREAT with potential backdated points deduction. [@MailSport]https://t.co/le9Hkw8Jyr— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 15, 2020 Vorið 2014 vann Manchester City enska meistaratitilinn eftir æsispennandi baráttu við Liverpool. Liverpool tapaði næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea og missti síðan niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace. Það þýddi að Manchester City komst upp í efsta sætið og vann enska meistaratitilinn með tveggja stiga forskoti. Þetta var einmitt tímabilið þar sem Steven Gerrard komst næst því að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil á sautján árum sínum hjá Liverpool. Hann gaf hins vegar mark í leiknum á móti Chelsea og varð aldrei Englandsmeistari með Liverpool, fyrr en kannski núna sex árum seinna. Manchester City hefur þegar gefið það út að félagið ætlar að berjast hatramlega gegn refsingu UEFA og hefur hótað tíu ára lögfræðideilum. City menn vilja frekar eyða miklum peningum í lögfræðinga en að borga Knattspyrnusambandi Evrópu þessar sektir. Viðbrögð Manchester City voru eins og hjá félagi sem þótt að sér vegið með dómi UEFA. Þar verður því ekkert sparað í þessari baráttu. Það verður athyglisvert að sjá hvað enska úrvalsdeildin gerir í þessu máli. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins strangar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þar hefur félag leyfi til að tapa 105 milljónum pund á þriggja ára tímabili. Enska úrvalsdeildin treystir hins vegar jafnframt á það að félögin skili inn réttum tölum um reksturinn. Manchester City heldur því fram að allar þeirra tölur séu sannar og réttar en nefndin hjá UEFA var ekki sammála því. Imagine! https://t.co/OTOH0CiVaU— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 16, 2020 Stuðningsmenn Liverpool hefðu örugglega þegið slíka „gjöf“ á sínum tíma en flestir vilja örugglega fá núna að enda þrjátíu ára bið með því að fagna langþráðum titli í vor. Væri titillinn í vor hins vegar titill númer tuttugu en ekki númer nítján þá væri Liverpool liðið búið að jafna við Mancester United á toppnum yfir flesta Englandsmeistaratitla.
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira