Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta.
Elías skoraði í 3-3 jafntefli við varalið AZ Alkmaar í kvöld. Hann jafnaði metin í 2-2 og Exelsior komst svo í 3-2 þegar tíu mínútur voru eftir, en varð að sætta sig við jafntefli. Liðið er í 7. sæti deildarinnar en liðin í 3.-8. sæti fara í umspil um sæti í efstu deild.
Elías skoraði tvennu í síðasta leik, í 4-1 sigri á Helmond Sport, og hann gerði einnig tvennu gegn Telstar í síðasta mánuði.
Elías heldur áfram að skora í Hollandi
