Landsliðskarlarnir vilja að fótboltasambandið þrefaldi laun kvennanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 09:30 Megan Rapinoe fagnaði því að landsliðskarlarnir hafi ákveðið að styðja við bakið á landsliðskonunum. Hér er hún á sigurhátíð heimsmeistaranna í New York í sumar. Getty/Brian Ach Landsliðskarlarnir hafa blandað sér inn í launabaráttu kvennalandsliðsins í knattspyrnu og saka bandaríska fótboltasambandið um að mismuna landsliðskonunum í nýrri yfirlýsingu. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fengið dýrmæta stuðningsyfirlýsingu frá karlalandsliði bandarísku þjóðarinnar í kjaradeilunni við sambandið sitt. Konurnar vilja fá jafnmikið borgað og karlarnir og hafa farið með málið fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins hafa nú svarað kallinu frá landsliðskonunum og tjáð sig um þetta mál. Þeir eru í liði með konunum gegn sínu eigin sambandi og skora á stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins að hækka laun kvennanna. US soccer men's union says women's pay should be tripled https://t.co/XpmQolpy94— Chronicle Sports (@ChronSports) February 12, 2020 „Samningur landsliðskvennanna frá 2017-21 er verri en samningur landsliðskarlanna frá 2011-18,“ segir í yfirlýsingu frá samtökum bandarísku landsliðskarlanna. „Sambandið heldur áfram að mismuna konunum varðandi launakjör og aðstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og þar heldur áfram: „Okkur skoðun á því sem þarf að gerast er einfalt. Borgið konunum talsvert meira en við fengum í samningi okkar sem er nú runninn út. Það er okkar mat að konurnar ættu skilið að minnsta kosti þrefalt meira en við fengum í gamla samningi okkar,“ segir í yfirlýsingu leikmanna bandaríska karlalandsliðsins. Konurnar hafa fagnað því að karlarnir stigu þetta stóra skref en eftir þeirra innlegg er ljóst að öll spjóta standa að stjórn bandaríska sambandsins. „Það er okkar von að árið 2020 verði árið þar sem konur og karlar fái sömu laun. Við erum erum þakklátar fyrir stuðninginn frá kollegum okkar í karlalandsliðinu en einnig fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá milljónum stuðningsmanna og styrktaraðila alls staðar að í heiminum. Þau hafa staðið með okkur í baráttu okkar gegn mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjörnu bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe. US men's team say federation discriminates against USA's female players https://t.co/rG2DaRN5iW— Guardian sport (@guardian_sport) February 12, 2020 Karlalandsliðið gekk meira segja aðeins lengra og sakaði knattspyrnusambandið sitt um að dreifa fölskum fréttum. Aðalástæðan fyrir þessari yfirlýsingu þeirra er að þeir sáu að bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á að selja almenningi og meira segja þingmönnum falska mynd af stöðu mála. Þeir segja að sambandið hafi síðan notað þessa fölsku mynd í baráttunni gegn leikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins. Bandaríska sambandið hélt því fram að bandaríska kvennalandsliðið væri í raun að fá jafnmikið og karlalandsliðið. Með þessu útspili karlalandsliðsins er það endanlega ljóst að það er ekki rétt. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Landsliðskarlarnir hafa blandað sér inn í launabaráttu kvennalandsliðsins í knattspyrnu og saka bandaríska fótboltasambandið um að mismuna landsliðskonunum í nýrri yfirlýsingu. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fengið dýrmæta stuðningsyfirlýsingu frá karlalandsliði bandarísku þjóðarinnar í kjaradeilunni við sambandið sitt. Konurnar vilja fá jafnmikið borgað og karlarnir og hafa farið með málið fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins hafa nú svarað kallinu frá landsliðskonunum og tjáð sig um þetta mál. Þeir eru í liði með konunum gegn sínu eigin sambandi og skora á stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins að hækka laun kvennanna. US soccer men's union says women's pay should be tripled https://t.co/XpmQolpy94— Chronicle Sports (@ChronSports) February 12, 2020 „Samningur landsliðskvennanna frá 2017-21 er verri en samningur landsliðskarlanna frá 2011-18,“ segir í yfirlýsingu frá samtökum bandarísku landsliðskarlanna. „Sambandið heldur áfram að mismuna konunum varðandi launakjör og aðstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og þar heldur áfram: „Okkur skoðun á því sem þarf að gerast er einfalt. Borgið konunum talsvert meira en við fengum í samningi okkar sem er nú runninn út. Það er okkar mat að konurnar ættu skilið að minnsta kosti þrefalt meira en við fengum í gamla samningi okkar,“ segir í yfirlýsingu leikmanna bandaríska karlalandsliðsins. Konurnar hafa fagnað því að karlarnir stigu þetta stóra skref en eftir þeirra innlegg er ljóst að öll spjóta standa að stjórn bandaríska sambandsins. „Það er okkar von að árið 2020 verði árið þar sem konur og karlar fái sömu laun. Við erum erum þakklátar fyrir stuðninginn frá kollegum okkar í karlalandsliðinu en einnig fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá milljónum stuðningsmanna og styrktaraðila alls staðar að í heiminum. Þau hafa staðið með okkur í baráttu okkar gegn mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjörnu bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe. US men's team say federation discriminates against USA's female players https://t.co/rG2DaRN5iW— Guardian sport (@guardian_sport) February 12, 2020 Karlalandsliðið gekk meira segja aðeins lengra og sakaði knattspyrnusambandið sitt um að dreifa fölskum fréttum. Aðalástæðan fyrir þessari yfirlýsingu þeirra er að þeir sáu að bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á að selja almenningi og meira segja þingmönnum falska mynd af stöðu mála. Þeir segja að sambandið hafi síðan notað þessa fölsku mynd í baráttunni gegn leikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins. Bandaríska sambandið hélt því fram að bandaríska kvennalandsliðið væri í raun að fá jafnmikið og karlalandsliðið. Með þessu útspili karlalandsliðsins er það endanlega ljóst að það er ekki rétt.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira