Landsliðskarlarnir vilja að fótboltasambandið þrefaldi laun kvennanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 09:30 Megan Rapinoe fagnaði því að landsliðskarlarnir hafi ákveðið að styðja við bakið á landsliðskonunum. Hér er hún á sigurhátíð heimsmeistaranna í New York í sumar. Getty/Brian Ach Landsliðskarlarnir hafa blandað sér inn í launabaráttu kvennalandsliðsins í knattspyrnu og saka bandaríska fótboltasambandið um að mismuna landsliðskonunum í nýrri yfirlýsingu. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fengið dýrmæta stuðningsyfirlýsingu frá karlalandsliði bandarísku þjóðarinnar í kjaradeilunni við sambandið sitt. Konurnar vilja fá jafnmikið borgað og karlarnir og hafa farið með málið fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins hafa nú svarað kallinu frá landsliðskonunum og tjáð sig um þetta mál. Þeir eru í liði með konunum gegn sínu eigin sambandi og skora á stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins að hækka laun kvennanna. US soccer men's union says women's pay should be tripled https://t.co/XpmQolpy94— Chronicle Sports (@ChronSports) February 12, 2020 „Samningur landsliðskvennanna frá 2017-21 er verri en samningur landsliðskarlanna frá 2011-18,“ segir í yfirlýsingu frá samtökum bandarísku landsliðskarlanna. „Sambandið heldur áfram að mismuna konunum varðandi launakjör og aðstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og þar heldur áfram: „Okkur skoðun á því sem þarf að gerast er einfalt. Borgið konunum talsvert meira en við fengum í samningi okkar sem er nú runninn út. Það er okkar mat að konurnar ættu skilið að minnsta kosti þrefalt meira en við fengum í gamla samningi okkar,“ segir í yfirlýsingu leikmanna bandaríska karlalandsliðsins. Konurnar hafa fagnað því að karlarnir stigu þetta stóra skref en eftir þeirra innlegg er ljóst að öll spjóta standa að stjórn bandaríska sambandsins. „Það er okkar von að árið 2020 verði árið þar sem konur og karlar fái sömu laun. Við erum erum þakklátar fyrir stuðninginn frá kollegum okkar í karlalandsliðinu en einnig fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá milljónum stuðningsmanna og styrktaraðila alls staðar að í heiminum. Þau hafa staðið með okkur í baráttu okkar gegn mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjörnu bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe. US men's team say federation discriminates against USA's female players https://t.co/rG2DaRN5iW— Guardian sport (@guardian_sport) February 12, 2020 Karlalandsliðið gekk meira segja aðeins lengra og sakaði knattspyrnusambandið sitt um að dreifa fölskum fréttum. Aðalástæðan fyrir þessari yfirlýsingu þeirra er að þeir sáu að bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á að selja almenningi og meira segja þingmönnum falska mynd af stöðu mála. Þeir segja að sambandið hafi síðan notað þessa fölsku mynd í baráttunni gegn leikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins. Bandaríska sambandið hélt því fram að bandaríska kvennalandsliðið væri í raun að fá jafnmikið og karlalandsliðið. Með þessu útspili karlalandsliðsins er það endanlega ljóst að það er ekki rétt. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Landsliðskarlarnir hafa blandað sér inn í launabaráttu kvennalandsliðsins í knattspyrnu og saka bandaríska fótboltasambandið um að mismuna landsliðskonunum í nýrri yfirlýsingu. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fengið dýrmæta stuðningsyfirlýsingu frá karlalandsliði bandarísku þjóðarinnar í kjaradeilunni við sambandið sitt. Konurnar vilja fá jafnmikið borgað og karlarnir og hafa farið með málið fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins hafa nú svarað kallinu frá landsliðskonunum og tjáð sig um þetta mál. Þeir eru í liði með konunum gegn sínu eigin sambandi og skora á stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins að hækka laun kvennanna. US soccer men's union says women's pay should be tripled https://t.co/XpmQolpy94— Chronicle Sports (@ChronSports) February 12, 2020 „Samningur landsliðskvennanna frá 2017-21 er verri en samningur landsliðskarlanna frá 2011-18,“ segir í yfirlýsingu frá samtökum bandarísku landsliðskarlanna. „Sambandið heldur áfram að mismuna konunum varðandi launakjör og aðstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og þar heldur áfram: „Okkur skoðun á því sem þarf að gerast er einfalt. Borgið konunum talsvert meira en við fengum í samningi okkar sem er nú runninn út. Það er okkar mat að konurnar ættu skilið að minnsta kosti þrefalt meira en við fengum í gamla samningi okkar,“ segir í yfirlýsingu leikmanna bandaríska karlalandsliðsins. Konurnar hafa fagnað því að karlarnir stigu þetta stóra skref en eftir þeirra innlegg er ljóst að öll spjóta standa að stjórn bandaríska sambandsins. „Það er okkar von að árið 2020 verði árið þar sem konur og karlar fái sömu laun. Við erum erum þakklátar fyrir stuðninginn frá kollegum okkar í karlalandsliðinu en einnig fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá milljónum stuðningsmanna og styrktaraðila alls staðar að í heiminum. Þau hafa staðið með okkur í baráttu okkar gegn mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjörnu bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe. US men's team say federation discriminates against USA's female players https://t.co/rG2DaRN5iW— Guardian sport (@guardian_sport) February 12, 2020 Karlalandsliðið gekk meira segja aðeins lengra og sakaði knattspyrnusambandið sitt um að dreifa fölskum fréttum. Aðalástæðan fyrir þessari yfirlýsingu þeirra er að þeir sáu að bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á að selja almenningi og meira segja þingmönnum falska mynd af stöðu mála. Þeir segja að sambandið hafi síðan notað þessa fölsku mynd í baráttunni gegn leikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins. Bandaríska sambandið hélt því fram að bandaríska kvennalandsliðið væri í raun að fá jafnmikið og karlalandsliðið. Með þessu útspili karlalandsliðsins er það endanlega ljóst að það er ekki rétt.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira