Eiður Smári hélt 21 árs gamall að hann væri að fara til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 12:30 Eiður Smári Guðjohnsen í leik á móti Liverpool árið 2000. Getty/ Nick Potts Eiður Smári Guðjohnsen var mögulega á leiðinni til Liverpool en ekki til Chelsea þegar Bolton seldi hann sumarið 2000. Þetta kemur fram í viðtali við Eið Smára á Sky Sports. Sumarið 2000 var Eiður Smári búinn að yfirvinna mjög erfið meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik vorið 1996. Eiður fór til Bolton haustið 1998 og skoraði síðan 21 mark í 55 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1999-2000. Bolton var þá í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildarfélögin sýndi þessum 21 árs gamla íslenska framherja mikinn áhuga. Tvö félög voru sérstaklega áhugasöm. „Ég hélt fyrst að ég myndi fara til Liverpool. Gerard Houllier sýndi mikinn áhuga og hafði mætt á marga leiki hjá okkur. Það var áður en Chelsea kom inn í myndina," sagði Eiður Smári í viðtalinu við Sky Sports en Fótbolti.net segir frá. Gerard Houllier hafði stýrt Liverpool liðinu frá árinu 1998, fyrst með Roy Evans og svo einn. Tímabilið á undan, 1999-2000, þá endaði Liverpool í fjórða sæti en Chelsea í því fimmta. Chelsea varð aftur á móti enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleiknum. Knattspyrnustjóri Chelsea var aftur á móti Ítalinn Gianluca Vialli. Eiður Smári hafði verið aðdáandi hans lengi og Ítalinn vissi ekki að pabbi Eiðs hafði reddað honum treyju eftir leik þeirra. „Hann vissi ekki að hann hafði spilað í úrslitum í Evrópukeppni á móti pabba mínum. Vialli spilaði með Sampdoria og faðir minn (Arnór) spilaði með Anderlecht. Þeir skiptust á treyjum því ég bað pabba minn um treyju Vialli. Það þurfti því ekki mikið að sannfæra mig," sagði Eiður Smári. Vialli entist reyndar ekki lengi í starfinu því hann var rekinn eftir aðeins fimm leiki eftir að hafa lent í deildum við stjörnur liðsins, Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu. Hjá Chelsea myndaði Eiður Smári magnað framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur tímabil þar sem Eiður Smári var með 59 mörk í öllum keppnum og Hasselbaink skoraði 87 mörk. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu meðal annars 52 mörk saman á öðru tímabili sínu hjá Chelsea 2001-02, Hasselbaink 29 mörk og Eiður Smári 23 mörk. Hefði Eiður Smári farið til Liverpool þá hefði hann spilaði í framlínunni með Michael Owen og á næsta tímabili þá vann Liverpool bikar þrennuna, varð enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og vann UEFA-bikarinn. Fyrsti stóri titill Eiðs Smára með Chelsea kom ekki fyrr en vorið 2005 þegar Chelsea var enskur meistari og enskur deildabikarmeistari undir stjórn Jose Mourinho. Eiður Smári vann aftur á móti Samfélagsskjöldinn í fyrsta leik með Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var mögulega á leiðinni til Liverpool en ekki til Chelsea þegar Bolton seldi hann sumarið 2000. Þetta kemur fram í viðtali við Eið Smára á Sky Sports. Sumarið 2000 var Eiður Smári búinn að yfirvinna mjög erfið meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik vorið 1996. Eiður fór til Bolton haustið 1998 og skoraði síðan 21 mark í 55 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1999-2000. Bolton var þá í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildarfélögin sýndi þessum 21 árs gamla íslenska framherja mikinn áhuga. Tvö félög voru sérstaklega áhugasöm. „Ég hélt fyrst að ég myndi fara til Liverpool. Gerard Houllier sýndi mikinn áhuga og hafði mætt á marga leiki hjá okkur. Það var áður en Chelsea kom inn í myndina," sagði Eiður Smári í viðtalinu við Sky Sports en Fótbolti.net segir frá. Gerard Houllier hafði stýrt Liverpool liðinu frá árinu 1998, fyrst með Roy Evans og svo einn. Tímabilið á undan, 1999-2000, þá endaði Liverpool í fjórða sæti en Chelsea í því fimmta. Chelsea varð aftur á móti enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleiknum. Knattspyrnustjóri Chelsea var aftur á móti Ítalinn Gianluca Vialli. Eiður Smári hafði verið aðdáandi hans lengi og Ítalinn vissi ekki að pabbi Eiðs hafði reddað honum treyju eftir leik þeirra. „Hann vissi ekki að hann hafði spilað í úrslitum í Evrópukeppni á móti pabba mínum. Vialli spilaði með Sampdoria og faðir minn (Arnór) spilaði með Anderlecht. Þeir skiptust á treyjum því ég bað pabba minn um treyju Vialli. Það þurfti því ekki mikið að sannfæra mig," sagði Eiður Smári. Vialli entist reyndar ekki lengi í starfinu því hann var rekinn eftir aðeins fimm leiki eftir að hafa lent í deildum við stjörnur liðsins, Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu. Hjá Chelsea myndaði Eiður Smári magnað framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur tímabil þar sem Eiður Smári var með 59 mörk í öllum keppnum og Hasselbaink skoraði 87 mörk. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu meðal annars 52 mörk saman á öðru tímabili sínu hjá Chelsea 2001-02, Hasselbaink 29 mörk og Eiður Smári 23 mörk. Hefði Eiður Smári farið til Liverpool þá hefði hann spilaði í framlínunni með Michael Owen og á næsta tímabili þá vann Liverpool bikar þrennuna, varð enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og vann UEFA-bikarinn. Fyrsti stóri titill Eiðs Smára með Chelsea kom ekki fyrr en vorið 2005 þegar Chelsea var enskur meistari og enskur deildabikarmeistari undir stjórn Jose Mourinho. Eiður Smári vann aftur á móti Samfélagsskjöldinn í fyrsta leik með Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Sjá meira