Ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 11:00 Í síðastliðinni viku voru árlegar umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis á dagskrá þingsins. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og alþjóðastarfið gefur þingmönnum innsýn í gang alþjóðamála og færi á að auka þekkingu sína, sem getur skilað sér í betri stefnumótun og löggjöf innanlands sem og vandaðri utanríkisstefnu. Oft er um að ræða mál sem varða mikla hagsmuni fyrir Íslendinga. Þrátt fyrir þetta er alþjóðastarfið afar lítið sýnilegt. Áðurnefndar umræður eru sjaldfengið tækifæri þingmanna til að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem þátttaka í alþjóðastarfi veitir þeim, varpa ljósi á álitamál og koma á framfæri sinni sýn á utanríkismál Íslands. Umræðurnar eiga einnig að geta þjónað þeim þarfa tilgangi að auka umræðu, þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi, markmiðum og árangri af þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi sem og á utanríkismálum Íslands almennt, ásamt því að veita þingmönnum mikilvægt færi á að veita utanríkisráðherra aðhald í störfum sínum. Því miður nýttu þingmenn þetta sjaldfengna tækifæri afar illa í síðastliðinni viku, líkt og fyrri ár. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Það samsvarar 88% af almennum þingmönnum, en hvorki ráðherrar né forseti Alþingis sitja í alþjóðanefndum. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Hér er einungis verið að vísa til starfs alþjóðanefnda þingsins en ekki erlenda fundasókn forseta Alþingis, forsætisnefndar eða fastanefnda þingsins sem komið verður að síðar. Um er að ræða þátttöku í starfi Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, NATO-þingsins, þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðaþingmannasambandsins, Þingmannanefnda EFTA og EES, Þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og Evrópuráðsþingsins. Í þessum einu umræðum ársins um þetta viðamikla starf tóku einungis 13 þingmenn til máls og voru umræðurnar yfirstaðnar á 3 klukkustundum og 40 mínútum. Nokkrir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunum vöktu sérstaklega athygli á dræmri þátttöku þingmanna, bentu á að þingsalurinn væri nær tómur og það væri miður að þingmenn nýttu ekki betur þetta tækifæri til að ræða alþjóðastarf þingsins og utanríkismál almennt. Af þeim sem tóku þátt í umræðunum voru fjórir þingmenn Vinstri grænna, þrír þingmenn Samfylkingar og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hinir flokkarnir á þingi, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins og Píratar áttu einungis einn fulltrúa hver og hinn alþjóðasinnaði flokkur Viðreisn átti engan fulltrúa. Tveir þingmenn báru af þegar kom að virkri þátttöku í umræðunum en það voru þær Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Á meðan einar umræður eru um starf alþjóðanefnda Alþingis á ári hverju er þátttaka forseta Alþingis og utanríkismálanefndar í alþjóðasamstarfi aldrei á dagskrá þingsins og því nær algjörlega ósýnileg innan þess sem utan. Á árinu 2019 fór forseti Alþingis í tvær opinberar heimsóknir og sótti sex fundi erlendra þingforseta ásamt því að taka á móti þingforsetum að utan í opinberum heimsóknum þeirra til Íslands. Fulltrúar utanríkismálanefndar sóttu alls sjö fundi á vettvangi Evrópunefnda þjóðþinga ESB, Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlaður kostnaður var 31,5 milljón króna. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ekki er síður full þörf á að þingmenn geri sitt til að auka þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi, hvers vegna þátttakan sé mikilvæg og hverju hún sé að skila. Það er vonandi að þingmenn nýti betur tækifæri til að ræða utanríkismál á komandi misserum, t.d. í áætlaðri umræðu um ársskýrslu utanríkisráðherra 7. maí nk. Því það er jú heilt ár í næstu umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis, einu umræðurnar um viðamikla þátttöku alþingismanna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Utanríkismál Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku voru árlegar umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis á dagskrá þingsins. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og alþjóðastarfið gefur þingmönnum innsýn í gang alþjóðamála og færi á að auka þekkingu sína, sem getur skilað sér í betri stefnumótun og löggjöf innanlands sem og vandaðri utanríkisstefnu. Oft er um að ræða mál sem varða mikla hagsmuni fyrir Íslendinga. Þrátt fyrir þetta er alþjóðastarfið afar lítið sýnilegt. Áðurnefndar umræður eru sjaldfengið tækifæri þingmanna til að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem þátttaka í alþjóðastarfi veitir þeim, varpa ljósi á álitamál og koma á framfæri sinni sýn á utanríkismál Íslands. Umræðurnar eiga einnig að geta þjónað þeim þarfa tilgangi að auka umræðu, þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi, markmiðum og árangri af þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi sem og á utanríkismálum Íslands almennt, ásamt því að veita þingmönnum mikilvægt færi á að veita utanríkisráðherra aðhald í störfum sínum. Því miður nýttu þingmenn þetta sjaldfengna tækifæri afar illa í síðastliðinni viku, líkt og fyrri ár. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Það samsvarar 88% af almennum þingmönnum, en hvorki ráðherrar né forseti Alþingis sitja í alþjóðanefndum. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Hér er einungis verið að vísa til starfs alþjóðanefnda þingsins en ekki erlenda fundasókn forseta Alþingis, forsætisnefndar eða fastanefnda þingsins sem komið verður að síðar. Um er að ræða þátttöku í starfi Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, NATO-þingsins, þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðaþingmannasambandsins, Þingmannanefnda EFTA og EES, Þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og Evrópuráðsþingsins. Í þessum einu umræðum ársins um þetta viðamikla starf tóku einungis 13 þingmenn til máls og voru umræðurnar yfirstaðnar á 3 klukkustundum og 40 mínútum. Nokkrir þeirra þingmanna sem tóku þátt í umræðunum vöktu sérstaklega athygli á dræmri þátttöku þingmanna, bentu á að þingsalurinn væri nær tómur og það væri miður að þingmenn nýttu ekki betur þetta tækifæri til að ræða alþjóðastarf þingsins og utanríkismál almennt. Af þeim sem tóku þátt í umræðunum voru fjórir þingmenn Vinstri grænna, þrír þingmenn Samfylkingar og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hinir flokkarnir á þingi, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins og Píratar áttu einungis einn fulltrúa hver og hinn alþjóðasinnaði flokkur Viðreisn átti engan fulltrúa. Tveir þingmenn báru af þegar kom að virkri þátttöku í umræðunum en það voru þær Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum. Á meðan einar umræður eru um starf alþjóðanefnda Alþingis á ári hverju er þátttaka forseta Alþingis og utanríkismálanefndar í alþjóðasamstarfi aldrei á dagskrá þingsins og því nær algjörlega ósýnileg innan þess sem utan. Á árinu 2019 fór forseti Alþingis í tvær opinberar heimsóknir og sótti sex fundi erlendra þingforseta ásamt því að taka á móti þingforsetum að utan í opinberum heimsóknum þeirra til Íslands. Fulltrúar utanríkismálanefndar sóttu alls sjö fundi á vettvangi Evrópunefnda þjóðþinga ESB, Þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlaður kostnaður var 31,5 milljón króna. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ekki er síður full þörf á að þingmenn geri sitt til að auka þekkingu og skilning meðal almennings á tilgangi þátttöku þingmanna í alþjóðasamstarfi, hvers vegna þátttakan sé mikilvæg og hverju hún sé að skila. Það er vonandi að þingmenn nýti betur tækifæri til að ræða utanríkismál á komandi misserum, t.d. í áætlaðri umræðu um ársskýrslu utanríkisráðherra 7. maí nk. Því það er jú heilt ár í næstu umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda Alþingis, einu umræðurnar um viðamikla þátttöku alþingismanna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun