Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 10:45 Watford fagna einu marka sinna í gær á meðan Van Dijk og Alisson skilja hvorki upp né niður. Vísir/Getty Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gær. Hér að neðan má sjá áhugaverða tölfræði varðandi tap Liverpool í gær. Þá er vert að taka fram að liðið hefur nú tapað tveimur leikjum á 11 dögum en liðið tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikur liðanna fer fram á Anfield þann 11. mars. Tapið í gær var fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni siðan þann 3. janúar 2019. Þá tapaði liðið 2-1 gegn Manchester City í leik sem á endanum skar úr um að Man City varð enskur meistari. Var það eina tap Liverpool á síðustu leiktíð. Aðeins Arsenal hefur farið í gegnum fleiri leiki án þess að tapa heldur en núverandi Liverpool lið. Alls fór Arsenal 49 leiki án þess að tapa leik, þar af allt tímabilið 2003/2004. Tapið gegn Watford er stærsta tap toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar síðan Manchester City tapaði 4-1 fyrir Liverpool í nóvember 2015. Leikurinn í gær var stærsti sigur liðs í fallsæti gegn liðinu í toppsætinu síðan Leicester City lagði Manchester United af velli með þremur mörkum gegn engu þann 23. nóvember 1985. Liverpool hafði skorað í 36 deildarleikjum í röð áður en liðið mætti Watford í gær. Síðasta lið til að halda hreinu gegn Evrópumeisturunum var Everton í mars á síðasta ári. Liverpool hefur nú fengið á sig tvö mörk eða fleiri í tveimur leikjum í röð. Það gerðist síðast í desember 2016. Þá átti Liverpool aðeins eitt skot á markið hjá Watford. Það hefur ekki gerst síðan í febrúar á síðasta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Manchester United. Liverpool drop their 1st @premierleague points in days, since 1-1 at Man Utd, Oct 20 Their 1st defeat in PL games - ending the 2nd longest ever top-division unbeaten run First time they've failed to score in PL games, since at Everton, Mar 2019 pic.twitter.com/vQ6VoIWDAx— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 29, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gær. Hér að neðan má sjá áhugaverða tölfræði varðandi tap Liverpool í gær. Þá er vert að taka fram að liðið hefur nú tapað tveimur leikjum á 11 dögum en liðið tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikur liðanna fer fram á Anfield þann 11. mars. Tapið í gær var fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni siðan þann 3. janúar 2019. Þá tapaði liðið 2-1 gegn Manchester City í leik sem á endanum skar úr um að Man City varð enskur meistari. Var það eina tap Liverpool á síðustu leiktíð. Aðeins Arsenal hefur farið í gegnum fleiri leiki án þess að tapa heldur en núverandi Liverpool lið. Alls fór Arsenal 49 leiki án þess að tapa leik, þar af allt tímabilið 2003/2004. Tapið gegn Watford er stærsta tap toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar síðan Manchester City tapaði 4-1 fyrir Liverpool í nóvember 2015. Leikurinn í gær var stærsti sigur liðs í fallsæti gegn liðinu í toppsætinu síðan Leicester City lagði Manchester United af velli með þremur mörkum gegn engu þann 23. nóvember 1985. Liverpool hafði skorað í 36 deildarleikjum í röð áður en liðið mætti Watford í gær. Síðasta lið til að halda hreinu gegn Evrópumeisturunum var Everton í mars á síðasta ári. Liverpool hefur nú fengið á sig tvö mörk eða fleiri í tveimur leikjum í röð. Það gerðist síðast í desember 2016. Þá átti Liverpool aðeins eitt skot á markið hjá Watford. Það hefur ekki gerst síðan í febrúar á síðasta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Manchester United. Liverpool drop their 1st @premierleague points in days, since 1-1 at Man Utd, Oct 20 Their 1st defeat in PL games - ending the 2nd longest ever top-division unbeaten run First time they've failed to score in PL games, since at Everton, Mar 2019 pic.twitter.com/vQ6VoIWDAx— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 29, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30