„Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 09:00 Klopp var ekki sá hressasti í leikslok. Vísir/Getty Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. DO NOT SCRATCH YOUR EYES! #WATLIVpic.twitter.com/1yWpGDEejM— Watford Football Club (@WatfordFC) February 29, 2020 „Þeir gerðu það sem þeir vildu, við gerðum það ekki. Þannig virkar fótbolti,“ sagði Klopp í viðtali við BBC eftir leikinn. „Maður verður að sætta sig við það, það er ekki auðvelt en við vorum ekki nægilega góðir í kvöld,“ sagði Klopp jafnframt um tapið. „Ef þú vinnur, gott. Ef þú tapar, reyndu að gera það eins og maður,“ sagði Þjóðverjinn síkáti að lokum.Van Dijk dró fram klisjubókina Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool vildi reyna horfa á einn leik í einu. „Ég verð að hrósa Watford, þeir spiluðu mjög vel og skoruðu þrjú mörk, það er raunveruleikinn. Við gátum ekki brotið þá á bak aftur. Þetta var erfitt og við verðum að gera betur.“ „Við leyfum fjölmiðlum að tala um einhver met, við viljum bara vinna hvern einasta leik,“ sagði Van Dijk og átti þar við met Arsenal liðsins frá tímabilinu 2003/2004 þegar liðið tapaði ekki einum einasta leik. Alls fór liðið 49 leiki án þess að tapa í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool var komið upp í 44. „Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik og reyna að vinna hann. Við verðum að vera auðmjúkir og leggja meira á okkur í næsta leik,“ sagði hollenska varnartröllið að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. DO NOT SCRATCH YOUR EYES! #WATLIVpic.twitter.com/1yWpGDEejM— Watford Football Club (@WatfordFC) February 29, 2020 „Þeir gerðu það sem þeir vildu, við gerðum það ekki. Þannig virkar fótbolti,“ sagði Klopp í viðtali við BBC eftir leikinn. „Maður verður að sætta sig við það, það er ekki auðvelt en við vorum ekki nægilega góðir í kvöld,“ sagði Klopp jafnframt um tapið. „Ef þú vinnur, gott. Ef þú tapar, reyndu að gera það eins og maður,“ sagði Þjóðverjinn síkáti að lokum.Van Dijk dró fram klisjubókina Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool vildi reyna horfa á einn leik í einu. „Ég verð að hrósa Watford, þeir spiluðu mjög vel og skoruðu þrjú mörk, það er raunveruleikinn. Við gátum ekki brotið þá á bak aftur. Þetta var erfitt og við verðum að gera betur.“ „Við leyfum fjölmiðlum að tala um einhver met, við viljum bara vinna hvern einasta leik,“ sagði Van Dijk og átti þar við met Arsenal liðsins frá tímabilinu 2003/2004 þegar liðið tapaði ekki einum einasta leik. Alls fór liðið 49 leiki án þess að tapa í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool var komið upp í 44. „Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik og reyna að vinna hann. Við verðum að vera auðmjúkir og leggja meira á okkur í næsta leik,“ sagði hollenska varnartröllið að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30