Hilmar Snær Örvarsson vann gullið í svigi á Evrópumótaröð IPC í alpagreinum. Hilmar fékk einnig silfurverðlaun í stórsvigi.
Lokamótið fór fram í Zagreb, Króatíu í gær. Hann vann svigkeppni gærdagsins og eftir að ljóst var að ekki yrði keppt á morgun vegna aðstæðna stendur hann uppi sem sigurvegari heildarstigakeppninnar á Evrópumótaröðinni í svigi.
Hilmar var í öðru sæti eftir fyrri ferðina í gær á 47,30 sekúndum. Hann náði svo tímanum 51,47 sekúndur í annarri ferðinni en sá sem var efstur eftir fyrri ferðina, Austurríkismaðurinn Thomas Grochar, var dæmdur úr leik í annarri umferð eftir að hafa misst hlið. Þannig var sigur Hilmars í höfn, magnaður árangur hjá honum.