Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir borgarstjóra reyna að kaupa sig frá málinu með fagurgala. Vísir/Frosti Logason Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að hljóð og mynd færu ekki saman í umfjöllun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um kjaradeiluna. Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. Viðar var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála. Sakaði hann þar borgarstjóra um að handvelja tölur um hækkanir sem ná eingöngu til nokkurra starfsheita og fela síðan samninganefnd borgarinnar að flækja tilboðið með skilmálum sem borgarstjóri hefði ekki útlistað nánar í Kastljósviðtali. Hækkanir sem borgarstjóri vísaði til nái bara til eins starfsheitis af tíu. Kaupa sig frá málinu með fagurgala Viðar segir að sá leikur sem Reykjavíkurborg og borgarstjóri leika nú í raun vera mjög einfaldan. „Hann ætlar að gangast við því og viðurkenna það að jú, það þurfi að gera þessa leiðréttingu. Hann skilur að Reykjavíkurborg er búin að tapa þessari umræðu. Það er sátt um það í samfélaginu að það þurfi að leiðrétta laun þessa hóps. En hann ætlar að komast frá málinu, ætlar að kaupa sig frá því með fagurgala. Hann ætlar að koma fram í fjölmiðlum og handvelja einhverjar tölur sem ná eingöngu til einhverra handvalinna starfsheita. Hann ætlar að blása þetta upp. Láta þetta líta út eins og hér sé verið að gera eitthvert stórkostlegt kostaboð.“ Eigi örugglega eftir að stæra sig af málinu Viðar segir að á sama tíma eigi samninganefnd Reykjavíkurborgar að sjá til þess að þvæla og flækja umræðuna og skera allt niður við trog þannig að á endanum komi ekki út úr þessu nein raunveruleg launaleiðrétting fyrir langstærsta hópinn. „Kannski mögulega fyrir eitthvert eitt starfsheiti sem mun fá einhverja leiðréttingu. Svo mun borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu hrósa sér árum saman fyrir þetta og veita sjálfum sér einhverjar vottanir og verðlaun fyrir það að hafa staðið sig frábærlega í þessum málum,“ segir Viðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Bítið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að hljóð og mynd færu ekki saman í umfjöllun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um kjaradeiluna. Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. Viðar var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála. Sakaði hann þar borgarstjóra um að handvelja tölur um hækkanir sem ná eingöngu til nokkurra starfsheita og fela síðan samninganefnd borgarinnar að flækja tilboðið með skilmálum sem borgarstjóri hefði ekki útlistað nánar í Kastljósviðtali. Hækkanir sem borgarstjóri vísaði til nái bara til eins starfsheitis af tíu. Kaupa sig frá málinu með fagurgala Viðar segir að sá leikur sem Reykjavíkurborg og borgarstjóri leika nú í raun vera mjög einfaldan. „Hann ætlar að gangast við því og viðurkenna það að jú, það þurfi að gera þessa leiðréttingu. Hann skilur að Reykjavíkurborg er búin að tapa þessari umræðu. Það er sátt um það í samfélaginu að það þurfi að leiðrétta laun þessa hóps. En hann ætlar að komast frá málinu, ætlar að kaupa sig frá því með fagurgala. Hann ætlar að koma fram í fjölmiðlum og handvelja einhverjar tölur sem ná eingöngu til einhverra handvalinna starfsheita. Hann ætlar að blása þetta upp. Láta þetta líta út eins og hér sé verið að gera eitthvert stórkostlegt kostaboð.“ Eigi örugglega eftir að stæra sig af málinu Viðar segir að á sama tíma eigi samninganefnd Reykjavíkurborgar að sjá til þess að þvæla og flækja umræðuna og skera allt niður við trog þannig að á endanum komi ekki út úr þessu nein raunveruleg launaleiðrétting fyrir langstærsta hópinn. „Kannski mögulega fyrir eitthvert eitt starfsheiti sem mun fá einhverja leiðréttingu. Svo mun borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu hrósa sér árum saman fyrir þetta og veita sjálfum sér einhverjar vottanir og verðlaun fyrir það að hafa staðið sig frábærlega í þessum málum,“ segir Viðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Bítið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49
Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30