Nám starfsmanna Isavia í björgunar- og slökkviþjónustu ekki viðurkennt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 18:45 Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna slitu í síðustu viku kjaraviðræðum við Isavia þrátt fyrir að nýr kjarasamningur, sem nær til starfsmanna í björgunar- og slökkviþjónustu, væri svo gott sem tilbúinn. Bitbeinið er 18. grein í gildandi kjarasamningi þar sem kveðið er á um til hverra samningurinn nær, en Isavia vill ekki breyta kröfu um löggildingu slökkviliðsmanna sem sinna þjónustunni. Í dag hefur fjölmörgum störfum verið bætt við eins og snjóhreinsun- og hálkuvörnum, viðhaldi véla og miðlun upplýsinga um ástand flugbrauta. Af hundrað og sextíu starfsmönnum sem sinna starfinu í Reykjavík og Keflavík í dag eru aðeins tuttugu og níu með löggildingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Baldur Er opinbert hlutafélagi ekki að gjaldfella störf slökkviliðsmanna með því að fækka þeim sem hafa löggildingu í starfi? „Alls ekki. Það er ekki gerð sú krafa að það sé löggilding. Þessir aðilar eru að sinna sömu störfum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Sú menntun sem flugvallarstarfsmenn fá, er rúmlega 600 klukkustunda langt og nær til allra starfssviða, ekki bara slökkvi- og björgunarþjónustu. Meðal annars eru starfsmenn sendir í Danmerkur til þjálfunar. Námið er hins vegar ekki vottað af opinberum aðilum hér á landi og staðfesti Samgöngustofa það við fréttastofu. „Við vinnum þetta samkvæmt mati sem gert var fyrir nokkrum árum og er skilgreint og þetta er yfirfarið, vottað og staðfest af Samgöngustofu sem fylgist með framkvæmdinni á þessum störfum,“ segir Guðjón. „Við erum með þrautþjálfað starfsfólk hjá okkur sem sinnir þessum verkefnum. Við verum að hafa í huga að verkefnin hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum, hér á Reykjavíkurflugvelli og á öðrum flugvöllum er fyrsta viðbragð,“ Upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki ástæðu til þess að gera frekari kröfur til þessa sem sinna björgunar- og slökkviþjónustu.Vísir/Baldur Ekki þörf á að gera breytingar og hafa löggilda starfsmenn í þessu starfi Miðað við svona langt nám og þær kröfur sem settar eru. Væri þá ekki hagur ykkar að þessir einstaklingar væri með löggildinu í sínu starfi? „Það var LSS sem óskaði eftir því fyrirkomulagi sem að er við lýði núna...,“ segir Guðjón.Hvað finnst þér? „Við teljum að það sé ekki ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem nú til staðar,“ segir Guðjóns.En eru menn ekki að ganga inni í störf lögverndaðrar starfsgreinar? „Við erum með öflugt fólk sem að vinnur mjög vel í því starfi sem það er að sinna og það fyrirkomulag...,“ segir Guðjón.Starfið er lögverndað? „Þetta fyrirkomulag er byggt á því sem að LSS óskaði eftir á sínum tíma og við teljum ekki ástæðu til þess að breyta því,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Sjá meira
Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna slitu í síðustu viku kjaraviðræðum við Isavia þrátt fyrir að nýr kjarasamningur, sem nær til starfsmanna í björgunar- og slökkviþjónustu, væri svo gott sem tilbúinn. Bitbeinið er 18. grein í gildandi kjarasamningi þar sem kveðið er á um til hverra samningurinn nær, en Isavia vill ekki breyta kröfu um löggildingu slökkviliðsmanna sem sinna þjónustunni. Í dag hefur fjölmörgum störfum verið bætt við eins og snjóhreinsun- og hálkuvörnum, viðhaldi véla og miðlun upplýsinga um ástand flugbrauta. Af hundrað og sextíu starfsmönnum sem sinna starfinu í Reykjavík og Keflavík í dag eru aðeins tuttugu og níu með löggildingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Baldur Er opinbert hlutafélagi ekki að gjaldfella störf slökkviliðsmanna með því að fækka þeim sem hafa löggildingu í starfi? „Alls ekki. Það er ekki gerð sú krafa að það sé löggilding. Þessir aðilar eru að sinna sömu störfum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Sú menntun sem flugvallarstarfsmenn fá, er rúmlega 600 klukkustunda langt og nær til allra starfssviða, ekki bara slökkvi- og björgunarþjónustu. Meðal annars eru starfsmenn sendir í Danmerkur til þjálfunar. Námið er hins vegar ekki vottað af opinberum aðilum hér á landi og staðfesti Samgöngustofa það við fréttastofu. „Við vinnum þetta samkvæmt mati sem gert var fyrir nokkrum árum og er skilgreint og þetta er yfirfarið, vottað og staðfest af Samgöngustofu sem fylgist með framkvæmdinni á þessum störfum,“ segir Guðjón. „Við erum með þrautþjálfað starfsfólk hjá okkur sem sinnir þessum verkefnum. Við verum að hafa í huga að verkefnin hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum, hér á Reykjavíkurflugvelli og á öðrum flugvöllum er fyrsta viðbragð,“ Upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki ástæðu til þess að gera frekari kröfur til þessa sem sinna björgunar- og slökkviþjónustu.Vísir/Baldur Ekki þörf á að gera breytingar og hafa löggilda starfsmenn í þessu starfi Miðað við svona langt nám og þær kröfur sem settar eru. Væri þá ekki hagur ykkar að þessir einstaklingar væri með löggildinu í sínu starfi? „Það var LSS sem óskaði eftir því fyrirkomulagi sem að er við lýði núna...,“ segir Guðjón.Hvað finnst þér? „Við teljum að það sé ekki ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem nú til staðar,“ segir Guðjóns.En eru menn ekki að ganga inni í störf lögverndaðrar starfsgreinar? „Við erum með öflugt fólk sem að vinnur mjög vel í því starfi sem það er að sinna og það fyrirkomulag...,“ segir Guðjón.Starfið er lögverndað? „Þetta fyrirkomulag er byggt á því sem að LSS óskaði eftir á sínum tíma og við teljum ekki ástæðu til þess að breyta því,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Sjá meira