Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2020 16:57 Töluverð öryggisgæsla hefur verið við hótel Íslendinganna tíu á Tenerife. Getty/Arturo Rodríguez Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. Frá þessu var greint á blaðamannafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Greint var frá því að sóttvarnalæknir hefði verið í sambandi við Íslendingana sjö, sex fullorðna og eitt barn, sem eru á meðal þúsund gesta og starfsfólks á hótelinu. Í dag bættust svo við þær upplýsingar að þrír Íslendingar til viðbótar væru á hótelinu. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, sagði í samtali við Vísi í dag að sóttvarnalæknir hefði að hans mati lýst vel þeirri hættu sem til staðar sé. Ekki sé hættulegra að fara til Tenerife en hvert á land annað sem er. „Ef fólk er hrætt við að fara til Tenerife ætti það ekki að fara neitt,“ segir Þráinn. Vita flaug fullri vél til Tenerife í dag. 183 fóru en tólf afbókuðu flugið. Um var að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sem frestaði för vegna þess. Í ferð sem fyrirhuguð er á laugardag eru engar afbókanir enn sem komið er. Þráinn segir að aðalfararstjóri þeirra hjá Vita sé í stöðugu sambandi við hópinn og er líðan fólks góð eða eftir atvikum, í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er að vera læst inni á hótelinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. Frá þessu var greint á blaðamannafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Greint var frá því að sóttvarnalæknir hefði verið í sambandi við Íslendingana sjö, sex fullorðna og eitt barn, sem eru á meðal þúsund gesta og starfsfólks á hótelinu. Í dag bættust svo við þær upplýsingar að þrír Íslendingar til viðbótar væru á hótelinu. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, sagði í samtali við Vísi í dag að sóttvarnalæknir hefði að hans mati lýst vel þeirri hættu sem til staðar sé. Ekki sé hættulegra að fara til Tenerife en hvert á land annað sem er. „Ef fólk er hrætt við að fara til Tenerife ætti það ekki að fara neitt,“ segir Þráinn. Vita flaug fullri vél til Tenerife í dag. 183 fóru en tólf afbókuðu flugið. Um var að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sem frestaði för vegna þess. Í ferð sem fyrirhuguð er á laugardag eru engar afbókanir enn sem komið er. Þráinn segir að aðalfararstjóri þeirra hjá Vita sé í stöðugu sambandi við hópinn og er líðan fólks góð eða eftir atvikum, í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er að vera læst inni á hótelinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira