Það voru ekki allir sem létu illa en tveir stuðningsmenn Bayern Munchen voru handteknir fyrir leik þýska liðsins gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikið var á Englandi í gær.
Einn þeirra var handtekinn fyrir að ráðast á öryggisvörð og annar fyrir að ráðast á lögreglumann en þeir reyndu að komast inn á völlinn án þess að vera með miða á leikinn.
Ekki urðu fleiri vandamál á meðan leiknum stóð en Bayern er með góða 3-0 forystu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Bæjaralandi þann 18. mars.
Serge Gnabry skoraði tvö mörk og Robert Lewandowski eitt í sigrinum í gær en staðan var markalaus í hálfleik.
OFFICIAL: Two Bayern fans arrested for assault during scenes outside Stamford Bridge ahead of #CHEBAYhttps://t.co/bl67Ph02S6
— Sam Morgan (@sam__morgan) February 25, 2020