Fengu miða undir hurðina þar sem tilkynnt var um sóttkvína Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 12:44 Lögregluþjónn stendur vörð fyrir utan Costa Adeje Palace-hótelið á Tenerife í morgun. Vísir/lóa pind Gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem sæta nú sóttkví vegna kórónuveirusmits, fengu tilkynningu um sóttkvína á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra. Þetta hefur BBC eftir gestum á hótelinu. Myndir af miðanum voru birtar á samfélagsmiðlum í dag. Ítalskur læknir sem dvaldi á umræddu hóteli á Tenerife greindist með Covid-19-kórónuveiruna. Talið er að hann sé frá héraði á Norður-Ítalíu, þar sem mörg tilfelli veirunnar hafa greinst undanfarna daga. Sjö Íslendingar eru jafnframt sagðir í sóttkví á hótelinu. Sjá einnig: Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Gestum á hótelinu var í fyrstu sagt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum á meðan læknisskoðanir færu fram, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Gestum var greint frá þessu á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra í morgun. Mynd af miðanum var birt á Facebook og síðar einnig á Twitter. „Okkur þykir fyrir því að tilkynna ykkur að af heilsufarsástæðum hefur hótelinu verið lokað. Þar til tilkynning berst frá heilbrigðisyfirvöldum verðið þið að halda ykkur inn í herbergjum ykkar,“ stendur á miðanum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hotel H10 Costa Adeje Palace hotel in Tenerife #Covid_19 #coronavirus #COVID2019 #Tenerife #Spain pic.twitter.com/dKBeZBxz8L— EOS Flanders (@Cryptomee) February 25, 2020 BBC ræðir við John Turton, gest á hótelinu, sem segir að hann og kona hans hafi séð miðann en svo heyrt í fólk á leið í morgunmat. Hótelið hafi vissulega verið girt af en gestirnir reyni að gera gott úr stöðunni. „Við höfum ekki fengið frekari upplýsingar aðrar en þær sem komu fram á miðanum en við ætlum bara að bíða, reyna að njóta frísins og sjá hvað setur,“ segir Turton. Christopher Betts, annar gestur á hótelinu, segir í samtali við Reuters-fréttaveituna að hann sjái lögreglumenn við gæslu fyrir utan hótelið og um fimmtíu hótelstarfsmenn. Hann segist ekki hafa verið prófaður fyrir kórónuveiru og þá hafi gestir ekki fengið neinar upplýsingar. Grunur um smitið á Tenerife kom upp seint í gærkvöldi. Alls hafa nú þrjú tilfelli kórónaveirunnar verið staðfest á Spáni. Ekkert bendir til þess að faraldur veirunnar geisi á Tenerife og hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ekki séð ástæðu til að vara við ferðum Íslendinga þangað. Því er þó beint til þeirra sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace-hótelinu að sæta tveggja vikna sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem sæta nú sóttkví vegna kórónuveirusmits, fengu tilkynningu um sóttkvína á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra. Þetta hefur BBC eftir gestum á hótelinu. Myndir af miðanum voru birtar á samfélagsmiðlum í dag. Ítalskur læknir sem dvaldi á umræddu hóteli á Tenerife greindist með Covid-19-kórónuveiruna. Talið er að hann sé frá héraði á Norður-Ítalíu, þar sem mörg tilfelli veirunnar hafa greinst undanfarna daga. Sjö Íslendingar eru jafnframt sagðir í sóttkví á hótelinu. Sjá einnig: Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Gestum á hótelinu var í fyrstu sagt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum á meðan læknisskoðanir færu fram, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Gestum var greint frá þessu á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra í morgun. Mynd af miðanum var birt á Facebook og síðar einnig á Twitter. „Okkur þykir fyrir því að tilkynna ykkur að af heilsufarsástæðum hefur hótelinu verið lokað. Þar til tilkynning berst frá heilbrigðisyfirvöldum verðið þið að halda ykkur inn í herbergjum ykkar,“ stendur á miðanum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hotel H10 Costa Adeje Palace hotel in Tenerife #Covid_19 #coronavirus #COVID2019 #Tenerife #Spain pic.twitter.com/dKBeZBxz8L— EOS Flanders (@Cryptomee) February 25, 2020 BBC ræðir við John Turton, gest á hótelinu, sem segir að hann og kona hans hafi séð miðann en svo heyrt í fólk á leið í morgunmat. Hótelið hafi vissulega verið girt af en gestirnir reyni að gera gott úr stöðunni. „Við höfum ekki fengið frekari upplýsingar aðrar en þær sem komu fram á miðanum en við ætlum bara að bíða, reyna að njóta frísins og sjá hvað setur,“ segir Turton. Christopher Betts, annar gestur á hótelinu, segir í samtali við Reuters-fréttaveituna að hann sjái lögreglumenn við gæslu fyrir utan hótelið og um fimmtíu hótelstarfsmenn. Hann segist ekki hafa verið prófaður fyrir kórónuveiru og þá hafi gestir ekki fengið neinar upplýsingar. Grunur um smitið á Tenerife kom upp seint í gærkvöldi. Alls hafa nú þrjú tilfelli kórónaveirunnar verið staðfest á Spáni. Ekkert bendir til þess að faraldur veirunnar geisi á Tenerife og hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ekki séð ástæðu til að vara við ferðum Íslendinga þangað. Því er þó beint til þeirra sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace-hótelinu að sæta tveggja vikna sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52
Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14