Hildur Helga var í átta klukkustundir á Bráðamóttökunni Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 09:26 Biðlundin er ekki sterka hlið Hildar Helgu en hún fékk lexíu í þolinmæði þegar hún mætti til að láta skipta um gifs eftir handleggsbrot. „Ekki gera mig að einhverju fórnarlambi. Og ég vil að það komi skýrt fram að það er ekkert uppá starfsfólkið að klaga. En, aðstæður voru bara alveg ómögulegar. Ég hefði ekki trúað því að maður þyrfti að bíða svona lengi. Og þetta er varla boðlegt fyrir veikt fólk og slasað. Og Mikki læknir einn á vaktinni,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður í samtali við Vísi. Hildur Helga þurfti að fara á Bráðamóttöku LSH í Fossvogi á föstudaginn. Þetta var endurkoma vegna handleggsbrots á hægri hönd. Þar tók við löööng bið. „Beið, beið, beið og beið í sjö klukkustundir. Og það bara frammi á gangi. Síðan tóku fleiri klukkustundir við. Starfsfólkið var allt ósköp elskulegt. En var farin að finna fyrir nettri óþolinmæði þegar langt var liðið á sjöttu klukkustund, að ekki sé talað um þá áttundu, níundu og tíundu,“ segir Hildur Helga sem greindi frá þessari reynslu á Facebook-síðu sinni. Tímaritin á biðstofunni býsna lúin Undirtektir á samfélagsmiðlinum hafa verið feiknamiklar enda kann Hildur Helga að segja frá því: „Sá mest eftir því að hafa ekki haft með mér góða bók, enda tímaritin þarna orðin nokkuð lúin. Þarna var fólk í mun verri aðstöðu en ég, meðal annars ungur drengur með fjölskyldu sinni, sem var nýkominn með flugi að norðan í bráðatilfelli. En þeim var sagt, eftir margra klukkustunda bið, að hann ætti ekki að vera þarna, heldur á Barnadeild LSH.“ Móttakan á Bráðamóttöku Landspítalans. Sjón sem var orðin kunnugleg í tilfelli Hildar Helgu og þeirra fjölmörgu sem mega bíða. Tímaritin voru orðin býsna lúin.visir/vilhelm Þeir sem leggja orð í belg á Facebook-síðu Hildar tala um ófremdarástand, að ómanneskjulegt álag sé á Bráðamóttökunni. Og að þetta sé ekki boðlegt. Frosti Sigurjónsson fyrrverandi alþingismaður telur sérkennilegt að beina endurkomufólki á Bráðamóttökuna en er þá bent á að ekki sé í boði að taka röntgenmyndir á heilsugæslustöðvum eða setja upp gifs. Hildur Helga var í síðustu viku í viðtali í þættinum Kastljósi ásamt Ólafi Þ. Harðarsyni stjórnmálafræðingi. Hún hafði dottið í hálkunni og var kvalin í handleggnum eftir að hafa dottið í hálku. Hildur segir að það sjáist í þættinum. Ólafur ók henni á Bráðamóttökuna og þá kom í ljós að hún var handleggsbrotin. Hildur Helga segir að þá hafi þetta gengið tiltölulega hratt fyrir sig og því kom þessi langa bið henni í opna skjöldu. Biðlundin ekki hennar sterka hlið Hildur Helga segist ekki vera sú þolinmóðasta, henni láti betur að láta bíða eftir sér en að bíða sjálf. En, hún fékk heldur betur lexíu í því að bíða. Hún segir að eftir fjóra tíma grípi um sig þrjóska, að sú bið sé ekki til einskis en henni var skapi næst að láta sig hverfa. „Eftir rúmlega sjö klukkustunda bið var ég loksins komin inn fyrir aðaldyrnar uppi. Þá tók við önnur löng bið eftir að komast til hjúkku, sem leit á gipsið og klippti það af, eftir það enn önnur bið í röntgen-myndatöku -og löngu síðar endalaus bið eftir lækni, sem þurfti að skoða myndirnar og kveða upp úrskurð, byggðan á myndunum. Fyrr gat ég ekki farið heim. Ekki var björninn unninn þó Hildur Helga kæmist inn fyrir dyr móttökunnar. Þar tók við önnur bið.visir/Vilhelm Síðan tók við bið eftir hjúkrunarfræðingi, sem þurfti að setja nýtt gifs á brotna handlegginn. Hildur Helga segist hafa verið mætt þarna upp úr klukkan 14 og gengið út með nýja gifsið að verða klukkan 22. Þarna eru klukkustundirnar teknar að skolast til; átta, níu, tíu… en hver er að telja þegar um er að ræða svo margar klukkustundir? Nærri altalandi á frönsku eftir biðina miklu „Svo litið sé nú á björtu hliðarnar þá gekk bara ótrúlega vel að rifja upp menntaskólafrönskuna með því að marglesa lúið og snjáð tíu ára gamalt eintak af Marie Claire. Hefði verið orðin altalandi eftir örlítið lengri bið. Síðan buðu elskuleg eldri hjón mér far með sér vestur í bæ. Þau höfðu beðið heldur skemur en ég, en við vorum öll álíka meðtekin,“ segir Hildur Helga sem er húmoristi af guðs náð. „Hélt ekki að ég yrði þarna svooona lengi! En konan sem bauð mér far heim prjónaði heilt stroff í lopapeysu meðan hún beið.“ Hildur segist hafa þurft að fara á bráðamóttöku eins stærsta spítala í heimi, í London þar sem hún var lengi búsett. Þar beið hún í um fjóra tíma og var að verða vitlaus, eins og hún segir. „En, 9 til 10 tíma á litla Íslandi, ég hefði aldrei trúað því.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
„Ekki gera mig að einhverju fórnarlambi. Og ég vil að það komi skýrt fram að það er ekkert uppá starfsfólkið að klaga. En, aðstæður voru bara alveg ómögulegar. Ég hefði ekki trúað því að maður þyrfti að bíða svona lengi. Og þetta er varla boðlegt fyrir veikt fólk og slasað. Og Mikki læknir einn á vaktinni,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður í samtali við Vísi. Hildur Helga þurfti að fara á Bráðamóttöku LSH í Fossvogi á föstudaginn. Þetta var endurkoma vegna handleggsbrots á hægri hönd. Þar tók við löööng bið. „Beið, beið, beið og beið í sjö klukkustundir. Og það bara frammi á gangi. Síðan tóku fleiri klukkustundir við. Starfsfólkið var allt ósköp elskulegt. En var farin að finna fyrir nettri óþolinmæði þegar langt var liðið á sjöttu klukkustund, að ekki sé talað um þá áttundu, níundu og tíundu,“ segir Hildur Helga sem greindi frá þessari reynslu á Facebook-síðu sinni. Tímaritin á biðstofunni býsna lúin Undirtektir á samfélagsmiðlinum hafa verið feiknamiklar enda kann Hildur Helga að segja frá því: „Sá mest eftir því að hafa ekki haft með mér góða bók, enda tímaritin þarna orðin nokkuð lúin. Þarna var fólk í mun verri aðstöðu en ég, meðal annars ungur drengur með fjölskyldu sinni, sem var nýkominn með flugi að norðan í bráðatilfelli. En þeim var sagt, eftir margra klukkustunda bið, að hann ætti ekki að vera þarna, heldur á Barnadeild LSH.“ Móttakan á Bráðamóttöku Landspítalans. Sjón sem var orðin kunnugleg í tilfelli Hildar Helgu og þeirra fjölmörgu sem mega bíða. Tímaritin voru orðin býsna lúin.visir/vilhelm Þeir sem leggja orð í belg á Facebook-síðu Hildar tala um ófremdarástand, að ómanneskjulegt álag sé á Bráðamóttökunni. Og að þetta sé ekki boðlegt. Frosti Sigurjónsson fyrrverandi alþingismaður telur sérkennilegt að beina endurkomufólki á Bráðamóttökuna en er þá bent á að ekki sé í boði að taka röntgenmyndir á heilsugæslustöðvum eða setja upp gifs. Hildur Helga var í síðustu viku í viðtali í þættinum Kastljósi ásamt Ólafi Þ. Harðarsyni stjórnmálafræðingi. Hún hafði dottið í hálkunni og var kvalin í handleggnum eftir að hafa dottið í hálku. Hildur segir að það sjáist í þættinum. Ólafur ók henni á Bráðamóttökuna og þá kom í ljós að hún var handleggsbrotin. Hildur Helga segir að þá hafi þetta gengið tiltölulega hratt fyrir sig og því kom þessi langa bið henni í opna skjöldu. Biðlundin ekki hennar sterka hlið Hildur Helga segist ekki vera sú þolinmóðasta, henni láti betur að láta bíða eftir sér en að bíða sjálf. En, hún fékk heldur betur lexíu í því að bíða. Hún segir að eftir fjóra tíma grípi um sig þrjóska, að sú bið sé ekki til einskis en henni var skapi næst að láta sig hverfa. „Eftir rúmlega sjö klukkustunda bið var ég loksins komin inn fyrir aðaldyrnar uppi. Þá tók við önnur löng bið eftir að komast til hjúkku, sem leit á gipsið og klippti það af, eftir það enn önnur bið í röntgen-myndatöku -og löngu síðar endalaus bið eftir lækni, sem þurfti að skoða myndirnar og kveða upp úrskurð, byggðan á myndunum. Fyrr gat ég ekki farið heim. Ekki var björninn unninn þó Hildur Helga kæmist inn fyrir dyr móttökunnar. Þar tók við önnur bið.visir/Vilhelm Síðan tók við bið eftir hjúkrunarfræðingi, sem þurfti að setja nýtt gifs á brotna handlegginn. Hildur Helga segist hafa verið mætt þarna upp úr klukkan 14 og gengið út með nýja gifsið að verða klukkan 22. Þarna eru klukkustundirnar teknar að skolast til; átta, níu, tíu… en hver er að telja þegar um er að ræða svo margar klukkustundir? Nærri altalandi á frönsku eftir biðina miklu „Svo litið sé nú á björtu hliðarnar þá gekk bara ótrúlega vel að rifja upp menntaskólafrönskuna með því að marglesa lúið og snjáð tíu ára gamalt eintak af Marie Claire. Hefði verið orðin altalandi eftir örlítið lengri bið. Síðan buðu elskuleg eldri hjón mér far með sér vestur í bæ. Þau höfðu beðið heldur skemur en ég, en við vorum öll álíka meðtekin,“ segir Hildur Helga sem er húmoristi af guðs náð. „Hélt ekki að ég yrði þarna svooona lengi! En konan sem bauð mér far heim prjónaði heilt stroff í lopapeysu meðan hún beið.“ Hildur segist hafa þurft að fara á bráðamóttöku eins stærsta spítala í heimi, í London þar sem hún var lengi búsett. Þar beið hún í um fjóra tíma og var að verða vitlaus, eins og hún segir. „En, 9 til 10 tíma á litla Íslandi, ég hefði aldrei trúað því.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29