Kolbeinn átti að æfa með Fury fyrir bardagann við Wilder Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2020 09:00 Kolbeinn hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður. mynd/aðsend Kolbeinn Kristinsson, annar af tveimur íslensku atvinnuboxurunum, átti að æfa með Tyson Fury í aðdraganda bardaga hans við Deontay Wilder.Fury sigraði Wilder í sannkölluðum risabardaga á laugardaginn. Fyrir bardagann skipti Fury um þjálfara og byrjaði að æfa hjá Javan „SugarHill“ Stewart í hinni goðsagnakenndu Kronk æfingastöð í Detroit í Bandaríkjunum. SugarHill er einnig þjálfari Kolbeins og til stóð að hann myndi hjálpa Fury að undirbúa sig fyrir bardagann stóra. „Ég átti upphaflega að fara í æfingabúðirnar með Fury. Ég átti að fara út þegar það voru þrjár vikur í bardagann en þá sagðist SugarHill ætla að geyma mig. Tyson væri að berja alla í klessu í æfingabúðunum og ég myndi ekki fá neitt út úr því að koma nema að verða laminn. Þess vegna fór ég ekki núna en við byrjum örugglega að æfa saman í sumar í Kronk,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi. Hann hefur ekki enn hitt Fury en það gerist væntanlega fyrr en seinna að þeir byrji að æfa saman. „Ég hef oft átt að fara í æfingabúðir með honum en það hefur einhvern veginn alltaf dottið upp fyrir á síðustu stundu,“ sagði Kolbeinn sem heldur utan til Detroit á fimmtudaginn til að undirbúa sig undir næsta bardaga sinn.Eftir úrslit helgarinnar er mikil eftirspurn eftir því Englendingarnir Fury og Anthony Joshua mætist í hringnum. Kolbeinn vill frekar sjá þann bardaga en Fury og Wilder mætast í þriðja sinn.Æfir væntanlega með Fury fyrir Joshua-bardagannTyson Fury og Javan „SugarHill“ Stewart sem er einnig þjálfari Kolbeins.vísir/getty„Ég vil sjá Joshua. Miðað við hvernig þessi bardagi fór eru engin rök fyrir því að taka þriðja bardagann. Þetta er eins og ef þú tapar 5-0 í fótbolta, þú getur ekki beðið um annan leik,“ sagði Kolbeinn og bætti við að bardagi við Fury væri mikilvægur fyrir Joshua. „Hann verður að gera þetta til að fá viðurkenningu sem alvöru meistari. Hann verður að vinna stórt nafn og ég held að þessi bardagi verði að veruleika, þ.e.a.s. ef Joshua vinnur bardagana sem hann þarf að vinna.“ Kolbeinn segir að það yrði spennandi að fá að æfa með Fury fyrir bardagann við Joshua.„Ég er svona 90% viss um að ég verð í þeim æfingabúðum. Hann talaði um að hann vildi hafa mig frá byrjun í næstu æfingabúðum Furys.“ Box Tengdar fréttir Fury sýndi snilli sína gegn Wilder Tyson Fury tók heimsmeistaratitilinn af Deontay Wilder. 23. febrúar 2020 10:30 „Fólk horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist“ Tyson Fury var í miklum ham í bardaganum gegn Deontay Wilder og einnig eftir hann. 23. febrúar 2020 11:52 Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. 24. febrúar 2020 07:00 „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson, annar af tveimur íslensku atvinnuboxurunum, átti að æfa með Tyson Fury í aðdraganda bardaga hans við Deontay Wilder.Fury sigraði Wilder í sannkölluðum risabardaga á laugardaginn. Fyrir bardagann skipti Fury um þjálfara og byrjaði að æfa hjá Javan „SugarHill“ Stewart í hinni goðsagnakenndu Kronk æfingastöð í Detroit í Bandaríkjunum. SugarHill er einnig þjálfari Kolbeins og til stóð að hann myndi hjálpa Fury að undirbúa sig fyrir bardagann stóra. „Ég átti upphaflega að fara í æfingabúðirnar með Fury. Ég átti að fara út þegar það voru þrjár vikur í bardagann en þá sagðist SugarHill ætla að geyma mig. Tyson væri að berja alla í klessu í æfingabúðunum og ég myndi ekki fá neitt út úr því að koma nema að verða laminn. Þess vegna fór ég ekki núna en við byrjum örugglega að æfa saman í sumar í Kronk,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi. Hann hefur ekki enn hitt Fury en það gerist væntanlega fyrr en seinna að þeir byrji að æfa saman. „Ég hef oft átt að fara í æfingabúðir með honum en það hefur einhvern veginn alltaf dottið upp fyrir á síðustu stundu,“ sagði Kolbeinn sem heldur utan til Detroit á fimmtudaginn til að undirbúa sig undir næsta bardaga sinn.Eftir úrslit helgarinnar er mikil eftirspurn eftir því Englendingarnir Fury og Anthony Joshua mætist í hringnum. Kolbeinn vill frekar sjá þann bardaga en Fury og Wilder mætast í þriðja sinn.Æfir væntanlega með Fury fyrir Joshua-bardagannTyson Fury og Javan „SugarHill“ Stewart sem er einnig þjálfari Kolbeins.vísir/getty„Ég vil sjá Joshua. Miðað við hvernig þessi bardagi fór eru engin rök fyrir því að taka þriðja bardagann. Þetta er eins og ef þú tapar 5-0 í fótbolta, þú getur ekki beðið um annan leik,“ sagði Kolbeinn og bætti við að bardagi við Fury væri mikilvægur fyrir Joshua. „Hann verður að gera þetta til að fá viðurkenningu sem alvöru meistari. Hann verður að vinna stórt nafn og ég held að þessi bardagi verði að veruleika, þ.e.a.s. ef Joshua vinnur bardagana sem hann þarf að vinna.“ Kolbeinn segir að það yrði spennandi að fá að æfa með Fury fyrir bardagann við Joshua.„Ég er svona 90% viss um að ég verð í þeim æfingabúðum. Hann talaði um að hann vildi hafa mig frá byrjun í næstu æfingabúðum Furys.“
Box Tengdar fréttir Fury sýndi snilli sína gegn Wilder Tyson Fury tók heimsmeistaratitilinn af Deontay Wilder. 23. febrúar 2020 10:30 „Fólk horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist“ Tyson Fury var í miklum ham í bardaganum gegn Deontay Wilder og einnig eftir hann. 23. febrúar 2020 11:52 Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. 24. febrúar 2020 07:00 „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Fury sýndi snilli sína gegn Wilder Tyson Fury tók heimsmeistaratitilinn af Deontay Wilder. 23. febrúar 2020 10:30
„Fólk horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist“ Tyson Fury var í miklum ham í bardaganum gegn Deontay Wilder og einnig eftir hann. 23. febrúar 2020 11:52
Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. 24. febrúar 2020 07:00
„Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30