Hin meinta haglabyssa var í raun ryksugurör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 11:23 Eðlilega var versluninni lokað eftir tilraunina til ránsins. Miklar skemmdir voru unnar á innanstokksmunum. Vísir/Egill Georg Viðar Hannah, úrsmíðameistari við Hafnargötu í Reykjanesbæ, greip til ryksugurörs þegar karlmaður í annarlegu ástandi réðst inn í verslun sem hann rekur ásamt syni sínum í bænum. Georg Viðar var á staðnum ásamt tveimur til viðbótar en karlmaðurinn sem mætti með látum inn í verslunina var vopnaður öxi. Vísir hafði eftir heimildum sínum í gærkvöldi að haglabyssa hefði komið sér vel þegar árásarmaðurinn braut og bramlaði í versluninni. Það reyndist ekki rétt. Georg Viðar útskýrir að hann hafi gripið til ryksugurörs, sem sé líklega rúmur metri að lengd, til að halda manninum frá. „Það var það skásta til að halda honum frá sér. Það er orðið að Nilfisk-haglabyssu,“ segir Georg Viðar. Maðurinn hafi haldið þeim frá og viljað frið. „Hann lamdi bara endalaust með öxinni í allt. Þetta var rosalegt. Við gátum ekkert farið nær honum því hann hélt þá exinni í áttina að okkur,“ segir Georg Viðar. Versluninni var lokað í gær að lokinni árásinni en nóg var að gera í versluninni, sem starfrækt hefur verið í 52 ár, þegar Georg Viðar gaf sér örlítinn tíma til að útskýra atburðarásina fyrir blaðamanni áður en hann var rokinn til að sinna viðskiptavinum. „Sem betur fer þá meiddist enginn og maðurinn náðist fljótlega eftir að þetta gerðist en það urðu talsvert miklar skemmdir í versluninni,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri við fréttastofu í gær. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi lögreglu. Of snemmt sé að segja til um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Maðurinn sé í „viðeigandi meðferð“. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Georg Viðar Hannah, úrsmíðameistari við Hafnargötu í Reykjanesbæ, greip til ryksugurörs þegar karlmaður í annarlegu ástandi réðst inn í verslun sem hann rekur ásamt syni sínum í bænum. Georg Viðar var á staðnum ásamt tveimur til viðbótar en karlmaðurinn sem mætti með látum inn í verslunina var vopnaður öxi. Vísir hafði eftir heimildum sínum í gærkvöldi að haglabyssa hefði komið sér vel þegar árásarmaðurinn braut og bramlaði í versluninni. Það reyndist ekki rétt. Georg Viðar útskýrir að hann hafi gripið til ryksugurörs, sem sé líklega rúmur metri að lengd, til að halda manninum frá. „Það var það skásta til að halda honum frá sér. Það er orðið að Nilfisk-haglabyssu,“ segir Georg Viðar. Maðurinn hafi haldið þeim frá og viljað frið. „Hann lamdi bara endalaust með öxinni í allt. Þetta var rosalegt. Við gátum ekkert farið nær honum því hann hélt þá exinni í áttina að okkur,“ segir Georg Viðar. Versluninni var lokað í gær að lokinni árásinni en nóg var að gera í versluninni, sem starfrækt hefur verið í 52 ár, þegar Georg Viðar gaf sér örlítinn tíma til að útskýra atburðarásina fyrir blaðamanni áður en hann var rokinn til að sinna viðskiptavinum. „Sem betur fer þá meiddist enginn og maðurinn náðist fljótlega eftir að þetta gerðist en það urðu talsvert miklar skemmdir í versluninni,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri við fréttastofu í gær. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi lögreglu. Of snemmt sé að segja til um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Maðurinn sé í „viðeigandi meðferð“.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00