„Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2020 07:06 Eldurinn kom upp í Vélsmiðjunni Hamar. Önnur fyrirtæki í húsinu sluppu að mestu. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn á frívakt voru kallaðir út. Þegar fyrstu bílar mættu á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í iðnaðarhúsinu að Vesturvör 36 eru nokkur fyrirtæki. Meðal annars Sælgætisgerðin Freyja, bátasmiðjan Rafnar og Vélsmiðjan Hamar en hjá því fyrirtæki virðist eldurinn hafa komið upp. Sérsveit ríkislögreglustjóra notaði dróna á vettvangi til þess að sjá hvar hitinn og eldurinn í byggingunni var mestur.Vísir/Jóhann K. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði á vettvangi Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang og tilkynnti öryggisfyrirtæki um að eldur logaði í húsinu. Mikil eldur var í þaki hússins þegar að var komið og komu slökkviliðsmenn í veg fyrir að eldurinn mundi breiðast frekar út. Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra komu einnig á vettvang með dróna og mynduðu bygginguna úr lofti, en með sérstakri hitamyndavél var hægt að sjá hvar hitinn og eldurinn var mestur í byggingunni. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars, ræðir hér við Vernharð Guðnason, deildarstjóra aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K. Hjarta Vélsmiðjunnar Hamars brennur Vélsmiðjan Hamar, þar sem eldurinn var, hefur verið starfandi frá árslokum 1998. Kári Pálsson, eigandi fyrirtækisins var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. „Hjartað í fyrirtækinu er bara farið,“ sagði Kári og bæti við að strax í nótt hafi hafist vinna við að finna aðra starfstöð á svæðinu. Þar hafi önnur fyrirtæki verið boðin og búin til þess að hjálpa. Vélsmiðjan Hamar er með fimm stafsstöðvar og þjónustuverkstæði á Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi en þar er stærsta starfstöðin. Að sögn Kára starfa þar um 60 manns. Hann sagði að fyrirtækið sé tryggt en mesta mildi væri þó að enginn hefði slasast. Vernharð Guðnason, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Eldveggir í húsinu héldu og komu í veg fyrir frekara tjón Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi ásamt varðstjórum, segir að eldurinn hafi verið mestur í norðurhluta byggingarinnar. Tekist hafi að verja Sælgætisgerðina Freyja frá eldi og reyk en að reykur hafi borist inn í bátasmiðju Rafnar. Eldveggir hússins hafi haldið. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak byggingarinnar til þess að komast að eldinum og á sjötta tímanum hafði allur eldur verið slökktur og vinna hafi verið hafin við að reykræsta bygginguna. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu en fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang til rannsóknar. Slökkviliði tókst að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Veitur tóku rafmagn af svæðinu til þess að koma í veg fyrir hættu. Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn á frívakt voru kallaðir út. Þegar fyrstu bílar mættu á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í iðnaðarhúsinu að Vesturvör 36 eru nokkur fyrirtæki. Meðal annars Sælgætisgerðin Freyja, bátasmiðjan Rafnar og Vélsmiðjan Hamar en hjá því fyrirtæki virðist eldurinn hafa komið upp. Sérsveit ríkislögreglustjóra notaði dróna á vettvangi til þess að sjá hvar hitinn og eldurinn í byggingunni var mestur.Vísir/Jóhann K. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði á vettvangi Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang og tilkynnti öryggisfyrirtæki um að eldur logaði í húsinu. Mikil eldur var í þaki hússins þegar að var komið og komu slökkviliðsmenn í veg fyrir að eldurinn mundi breiðast frekar út. Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra komu einnig á vettvang með dróna og mynduðu bygginguna úr lofti, en með sérstakri hitamyndavél var hægt að sjá hvar hitinn og eldurinn var mestur í byggingunni. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars, ræðir hér við Vernharð Guðnason, deildarstjóra aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K. Hjarta Vélsmiðjunnar Hamars brennur Vélsmiðjan Hamar, þar sem eldurinn var, hefur verið starfandi frá árslokum 1998. Kári Pálsson, eigandi fyrirtækisins var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. „Hjartað í fyrirtækinu er bara farið,“ sagði Kári og bæti við að strax í nótt hafi hafist vinna við að finna aðra starfstöð á svæðinu. Þar hafi önnur fyrirtæki verið boðin og búin til þess að hjálpa. Vélsmiðjan Hamar er með fimm stafsstöðvar og þjónustuverkstæði á Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi en þar er stærsta starfstöðin. Að sögn Kára starfa þar um 60 manns. Hann sagði að fyrirtækið sé tryggt en mesta mildi væri þó að enginn hefði slasast. Vernharð Guðnason, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Eldveggir í húsinu héldu og komu í veg fyrir frekara tjón Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi ásamt varðstjórum, segir að eldurinn hafi verið mestur í norðurhluta byggingarinnar. Tekist hafi að verja Sælgætisgerðina Freyja frá eldi og reyk en að reykur hafi borist inn í bátasmiðju Rafnar. Eldveggir hússins hafi haldið. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak byggingarinnar til þess að komast að eldinum og á sjötta tímanum hafði allur eldur verið slökktur og vinna hafi verið hafin við að reykræsta bygginguna. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu en fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang til rannsóknar. Slökkviliði tókst að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Veitur tóku rafmagn af svæðinu til þess að koma í veg fyrir hættu.
Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37