Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 22:46 Eðlilega var versluninni lokað eftir tilraunina til ránsins. Miklar skemmdir voru unnar á glerborðum. Vísir/Egill Mildi má telja að enginn hafi slasast þegar ungur karlmaður í annarlegu ástandi óð inn til úrsmiðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ eftir hádegið í dag. Feðgar, úrsmíðameistari og gullsmíðameistari, reka búðina sem fagnaði fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Annar þeirra greip til ryksugurörs sem virðist hafa stöðvað ræningjann sem á þeim tíma gekk berserksgang í búðinni. Það var um klukkan hálfeitt í dag sem ungi karlmaðurinn réðst inn í búðina. Samkvæmt heimildum Vísis yfirgaf viðskiptavinur búðina rétt á undan og tók eftir því að vopnaður maður var á leið inn til úrsmiðsins. Hringdi viðskiptavinurinn um leið á lögreglu sem varð til þess að aðstoð barst innan skamms. Maðurinn, vopnaði öxi, braut glerborð sem hafa muni í búðinni til sýnis. Kennir þar ýmissa grasa. Skartgripir, úr og fleira í þeim dúrnum. Dýrar vörur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn hafa verið ógnandi. Þrír starfsmenn voru í versluninni og segir Ólafur þá hafa brugðist hárrétt við með því að koma sér í skjól. Eigendur verslunarinnar vildu ekki ræða málin við fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Var á þeim að heyra og sjá að þeir væru eftir sig eftir upplifunina. „Það er auðvelt að ímynda sér að líðanin hafi ekki verið sérlega góð,“ segir Ólafur Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að um ryksugurör var að ræða en ekki haglabyssu eins og heimildir fréttastofu hermdu. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Mildi má telja að enginn hafi slasast þegar ungur karlmaður í annarlegu ástandi óð inn til úrsmiðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ eftir hádegið í dag. Feðgar, úrsmíðameistari og gullsmíðameistari, reka búðina sem fagnaði fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Annar þeirra greip til ryksugurörs sem virðist hafa stöðvað ræningjann sem á þeim tíma gekk berserksgang í búðinni. Það var um klukkan hálfeitt í dag sem ungi karlmaðurinn réðst inn í búðina. Samkvæmt heimildum Vísis yfirgaf viðskiptavinur búðina rétt á undan og tók eftir því að vopnaður maður var á leið inn til úrsmiðsins. Hringdi viðskiptavinurinn um leið á lögreglu sem varð til þess að aðstoð barst innan skamms. Maðurinn, vopnaði öxi, braut glerborð sem hafa muni í búðinni til sýnis. Kennir þar ýmissa grasa. Skartgripir, úr og fleira í þeim dúrnum. Dýrar vörur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn hafa verið ógnandi. Þrír starfsmenn voru í versluninni og segir Ólafur þá hafa brugðist hárrétt við með því að koma sér í skjól. Eigendur verslunarinnar vildu ekki ræða málin við fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Var á þeim að heyra og sjá að þeir væru eftir sig eftir upplifunina. „Það er auðvelt að ímynda sér að líðanin hafi ekki verið sérlega góð,“ segir Ólafur Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að um ryksugurör var að ræða en ekki haglabyssu eins og heimildir fréttastofu hermdu. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00