Leikarinn Ben Cross er látinn Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2020 07:27 Ben Cross í London árið 2010. Getty Enski leikarinn Ben Cross, sem þekktastur er fyrir að leika hlauparann Harold Abrahams í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire, er látinn, 72 ára að aldri. BBC segir hann hafa andast „skyndilega“ eftir stutt veikindi. Hann lést í Vínarborg í Austurríki. Ben Cross í hlutverki Harold Abrahams í myndinni Chariots of Fire.Getty Dóttir Cross, Lauren, segir í færslu á Facebook að hún sé miður sín vegna andláts „elsku föður“ síns. Hann hafi verið veikur í nokkurn tíma, en að heilsu hans hafi svo hrakað mikið síðustu vikuna. Cross hafði nýverið lokið við tökur á hryllingsmyndinni The Devil‘s Light og þá mun hann birtast í einu aðalhlutverka rómantískrar myndar, Last Letter from Your Lover síðar á þessu ári. Cross nam leiklist í Royal Academy of Dramatic Arts (Rada) og tók að sér fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í myndinni A Bridge Too Far árið 1977 eftir að hafa áður starfað mest í leikhúsi. Í þeirri mynd lék hann á móti Sir Sean Connery og Sir Michael Caine. Cross fór með hlutverk gyðingsins Harold Abrahams í Chariots of Fire sem frumsýnd var árið 1981 og fjallaði um sögu tveggja breskra hlaupara sem keppa á Ólympíuleikum árið 1924. Var myndin vala besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Meðal annarra hlutverka Cross má nefna Malagant í myndinni First Knight frá árinu 1995 og Sarek í Star Trek árið 2009. Þá fór hann með hlutverk Rudolf Hess í framleiðslu BBC frá árinu 2006, Nuremberg: Nazis on Trial. Bíó og sjónvarp Bretland Andlát Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Enski leikarinn Ben Cross, sem þekktastur er fyrir að leika hlauparann Harold Abrahams í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire, er látinn, 72 ára að aldri. BBC segir hann hafa andast „skyndilega“ eftir stutt veikindi. Hann lést í Vínarborg í Austurríki. Ben Cross í hlutverki Harold Abrahams í myndinni Chariots of Fire.Getty Dóttir Cross, Lauren, segir í færslu á Facebook að hún sé miður sín vegna andláts „elsku föður“ síns. Hann hafi verið veikur í nokkurn tíma, en að heilsu hans hafi svo hrakað mikið síðustu vikuna. Cross hafði nýverið lokið við tökur á hryllingsmyndinni The Devil‘s Light og þá mun hann birtast í einu aðalhlutverka rómantískrar myndar, Last Letter from Your Lover síðar á þessu ári. Cross nam leiklist í Royal Academy of Dramatic Arts (Rada) og tók að sér fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í myndinni A Bridge Too Far árið 1977 eftir að hafa áður starfað mest í leikhúsi. Í þeirri mynd lék hann á móti Sir Sean Connery og Sir Michael Caine. Cross fór með hlutverk gyðingsins Harold Abrahams í Chariots of Fire sem frumsýnd var árið 1981 og fjallaði um sögu tveggja breskra hlaupara sem keppa á Ólympíuleikum árið 1924. Var myndin vala besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Meðal annarra hlutverka Cross má nefna Malagant í myndinni First Knight frá árinu 1995 og Sarek í Star Trek árið 2009. Þá fór hann með hlutverk Rudolf Hess í framleiðslu BBC frá árinu 2006, Nuremberg: Nazis on Trial.
Bíó og sjónvarp Bretland Andlát Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira