Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2020 13:05 Íslensku landsliðin spila á Laugardalsvelli í september ef að líkum lætur, en fyrir luktum dyrum. Samsett/daníel/vilhelm Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. „Þetta snýst aðallega um það hvort að aðferðafræðin í kringum leiki, þar sem stuðst er við UEFA-reglugerðina, samræmist íslenskum sóttvarnareglum. Það er í vinnslu,“ segir Víðir en aðilar á vegum KSÍ, almannavarna og sóttvarnalæknis vinna í málinu sem hefur gríðarmikla þýðingu fyrir knattspyrnuna á Íslandi. Víðir segir að það gæti skýrst í dag hvort að Íslandsmeistarar KR fái að vera í svokallaðri vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar, eftir komuna til landsins frá Skotlandi í nótt. KR-ingar fengju þá að æfa saman, en útilokað virðist að þeir spili gegn öðru liði fyrr en fimm daga sóttkví lýkur. Stórleik KR og Vals, sem fara átti fram á laugardag, verður því eflaust frestað. KR-ingar mættu Celtic í gærkvöld og máttu sætta sig við 6-0 tap.mynd/celtic FC Í næstu viku er von á félagsliði frá Slóvakíu vegna Evrópuleiks við FH, auk þess sem leikmenn Breiðabliks og Víkings R. snúa þá heim úr Evrópuleikjum í Noregi og Slóveníu. Í byrjun næsta mánaðar hefst svo mikil landsleikjatörn með tilheyrandi ferðalögum íslenskra atvinnumanna til landsins, og erlendra landsliða. A-landslið karla á að taka á móti Englandi 5. september, U21-landslið karla mætir Svíum degi áður, og A-landslið kvenna fær Lettland og Svíþjóð í heimsókn 17. og 22. september. Knattspyrnufólk á leið í leiki sem þessa, á vegum Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), þarf að fylgja eftir ströngum smitvarnareglum UEFA vegna kórónuveirufaraldursins, hvort sem það heitir Gylfi Þór Sigurðsson, Sara Björk Gunnarsdóttir eða Raheem Sterling. Raheem Sterling og Harry Kane koma væntanlega með enska landsliðinu til Íslands í byrjun september.VÍSIR/GETTY „Bæði íslensku og erlendu landsliðin koma og eru í sóttkví á hótelum, geta svo æft og fengið alla þjónustu senda utan frá, og eru því ekki í umgengni við neinn. Þau spila síðan leikinn og fara svo heim. Svona er þetta samkvæmt þessum UEFA Return to Play reglum, og samræmist líka reglugerðinni hér þar sem fjallað er um vinnusóttkví,“ segir Víðir, og vísar til glænýrrar reglugerðar heilbrigðisráðuneytisins um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19. Það er í höndum sóttvarnalæknis að heimila fólki að fara í vinnusóttkví, eins og lesa má í 7. grein reglugerðarinnar hér að neðan, og Víðir er bjartsýnn á að knattspyrnuhreyfingin geti aðlagað sig að þeim skilyrðum sem sett eru. Úr reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19: Sóttvarnalæknir getur heimilað einstaklingum, einum eða fleiri saman, sem skylt er að fara í sóttkví og eru komnir hingað til lands til starfa eða til að sinna sérstökum verkefnum að fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Með vinnusóttkví er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan sóttkví stendur. Skilyrði fyrir vinnusóttkví eru að: a. Viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví. b. Viðkomandi dveljist einungis á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur. c. Viðkomandi fylgi öðrum ákvæðum 5. og 6. gr. eftir því sem við á sem og leiðbeiningum um sóttvarnaráðstafanir sem gefnar eru út af sóttvarnalækni vegna vinnusóttkvíar. d. Sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Málið er í raun einfaldara hvað varðar komur fólks vegna leikja hér á landi, þar sem hægt er að tryggja að leikmenn blandist ekki við aðra í samfélaginu, en hvað varðar Evrópuferðir leikmanna sem búa hér á landi. Sýnist margt benda til að hægt sé að aðlagast skilyrðum „Þetta hefur verið aðeins snúnara eins og í tilviki KR-inganna, þar sem sóttkvíin byrjar ekki að telja fyrr en þeir koma heim og þeir eru í raun ekki í sams konar búblu hér heima og úti. En það er verið að skoða möguleikann á að þeir geti farið í vinnusóttkví, og þannig æft saman. Það er unnið á fullu í þessum undanþágubeiðnum, nú þegar við höfum fengið reglugerðina í hendurnar. Við höfum beðið eftir reglugerðinni og fengum hana ekki endanlega afhenda fyrr en seinni partinn í gær. Undanþáguheimildirnar í reglugerðinni gera ráð fyrir svokallaðri vinnusóttkví, sem hefur verið notuð töluvert hér á landi vegna ýmiss konar starfsemi. Hingað hefur til dæmis komið hópur að vinna við raforkukerfið – þar sem menn eru bara saman á hóteli, ferðast saman og vinna saman. Það er verið að horfa til svipaðrar útfærslu varðandi þetta. Mér sýnist margt benda til þess að liðin geti aðlagað sig að þeim skilyrðum sem sett eru en það fylgja þessu auðvitað kvaðir fyrir félögin og KSÍ, og þessu fylgir heilmikill kostnaður,“ segir Víðir. KSÍ Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir KR-ingar fengu bréf um að þeir væru á leið í sóttkví Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti í samtali við Fótbolti.net í gærkvöldi að við komuna til landsins í gær hafi þeir fengið bréf um að þeir væru á leið í sóttkví. 19. ágúst 2020 08:00 „Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. ágúst 2020 11:32 Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 FH leikur í Kaplakrika gegn Dunajská FH mun leika heimaleik sinn gegn Dunajská Streda í forkeppni Evrópudeildarinnar á heimavelli. 13. ágúst 2020 13:07 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. „Þetta snýst aðallega um það hvort að aðferðafræðin í kringum leiki, þar sem stuðst er við UEFA-reglugerðina, samræmist íslenskum sóttvarnareglum. Það er í vinnslu,“ segir Víðir en aðilar á vegum KSÍ, almannavarna og sóttvarnalæknis vinna í málinu sem hefur gríðarmikla þýðingu fyrir knattspyrnuna á Íslandi. Víðir segir að það gæti skýrst í dag hvort að Íslandsmeistarar KR fái að vera í svokallaðri vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar, eftir komuna til landsins frá Skotlandi í nótt. KR-ingar fengju þá að æfa saman, en útilokað virðist að þeir spili gegn öðru liði fyrr en fimm daga sóttkví lýkur. Stórleik KR og Vals, sem fara átti fram á laugardag, verður því eflaust frestað. KR-ingar mættu Celtic í gærkvöld og máttu sætta sig við 6-0 tap.mynd/celtic FC Í næstu viku er von á félagsliði frá Slóvakíu vegna Evrópuleiks við FH, auk þess sem leikmenn Breiðabliks og Víkings R. snúa þá heim úr Evrópuleikjum í Noregi og Slóveníu. Í byrjun næsta mánaðar hefst svo mikil landsleikjatörn með tilheyrandi ferðalögum íslenskra atvinnumanna til landsins, og erlendra landsliða. A-landslið karla á að taka á móti Englandi 5. september, U21-landslið karla mætir Svíum degi áður, og A-landslið kvenna fær Lettland og Svíþjóð í heimsókn 17. og 22. september. Knattspyrnufólk á leið í leiki sem þessa, á vegum Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), þarf að fylgja eftir ströngum smitvarnareglum UEFA vegna kórónuveirufaraldursins, hvort sem það heitir Gylfi Þór Sigurðsson, Sara Björk Gunnarsdóttir eða Raheem Sterling. Raheem Sterling og Harry Kane koma væntanlega með enska landsliðinu til Íslands í byrjun september.VÍSIR/GETTY „Bæði íslensku og erlendu landsliðin koma og eru í sóttkví á hótelum, geta svo æft og fengið alla þjónustu senda utan frá, og eru því ekki í umgengni við neinn. Þau spila síðan leikinn og fara svo heim. Svona er þetta samkvæmt þessum UEFA Return to Play reglum, og samræmist líka reglugerðinni hér þar sem fjallað er um vinnusóttkví,“ segir Víðir, og vísar til glænýrrar reglugerðar heilbrigðisráðuneytisins um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19. Það er í höndum sóttvarnalæknis að heimila fólki að fara í vinnusóttkví, eins og lesa má í 7. grein reglugerðarinnar hér að neðan, og Víðir er bjartsýnn á að knattspyrnuhreyfingin geti aðlagað sig að þeim skilyrðum sem sett eru. Úr reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19: Sóttvarnalæknir getur heimilað einstaklingum, einum eða fleiri saman, sem skylt er að fara í sóttkví og eru komnir hingað til lands til starfa eða til að sinna sérstökum verkefnum að fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Með vinnusóttkví er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan sóttkví stendur. Skilyrði fyrir vinnusóttkví eru að: a. Viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví. b. Viðkomandi dveljist einungis á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur. c. Viðkomandi fylgi öðrum ákvæðum 5. og 6. gr. eftir því sem við á sem og leiðbeiningum um sóttvarnaráðstafanir sem gefnar eru út af sóttvarnalækni vegna vinnusóttkvíar. d. Sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Málið er í raun einfaldara hvað varðar komur fólks vegna leikja hér á landi, þar sem hægt er að tryggja að leikmenn blandist ekki við aðra í samfélaginu, en hvað varðar Evrópuferðir leikmanna sem búa hér á landi. Sýnist margt benda til að hægt sé að aðlagast skilyrðum „Þetta hefur verið aðeins snúnara eins og í tilviki KR-inganna, þar sem sóttkvíin byrjar ekki að telja fyrr en þeir koma heim og þeir eru í raun ekki í sams konar búblu hér heima og úti. En það er verið að skoða möguleikann á að þeir geti farið í vinnusóttkví, og þannig æft saman. Það er unnið á fullu í þessum undanþágubeiðnum, nú þegar við höfum fengið reglugerðina í hendurnar. Við höfum beðið eftir reglugerðinni og fengum hana ekki endanlega afhenda fyrr en seinni partinn í gær. Undanþáguheimildirnar í reglugerðinni gera ráð fyrir svokallaðri vinnusóttkví, sem hefur verið notuð töluvert hér á landi vegna ýmiss konar starfsemi. Hingað hefur til dæmis komið hópur að vinna við raforkukerfið – þar sem menn eru bara saman á hóteli, ferðast saman og vinna saman. Það er verið að horfa til svipaðrar útfærslu varðandi þetta. Mér sýnist margt benda til þess að liðin geti aðlagað sig að þeim skilyrðum sem sett eru en það fylgja þessu auðvitað kvaðir fyrir félögin og KSÍ, og þessu fylgir heilmikill kostnaður,“ segir Víðir.
Úr reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19: Sóttvarnalæknir getur heimilað einstaklingum, einum eða fleiri saman, sem skylt er að fara í sóttkví og eru komnir hingað til lands til starfa eða til að sinna sérstökum verkefnum að fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Með vinnusóttkví er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan sóttkví stendur. Skilyrði fyrir vinnusóttkví eru að: a. Viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví. b. Viðkomandi dveljist einungis á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur. c. Viðkomandi fylgi öðrum ákvæðum 5. og 6. gr. eftir því sem við á sem og leiðbeiningum um sóttvarnaráðstafanir sem gefnar eru út af sóttvarnalækni vegna vinnusóttkvíar. d. Sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis.
KSÍ Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir KR-ingar fengu bréf um að þeir væru á leið í sóttkví Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti í samtali við Fótbolti.net í gærkvöldi að við komuna til landsins í gær hafi þeir fengið bréf um að þeir væru á leið í sóttkví. 19. ágúst 2020 08:00 „Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. ágúst 2020 11:32 Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 FH leikur í Kaplakrika gegn Dunajská FH mun leika heimaleik sinn gegn Dunajská Streda í forkeppni Evrópudeildarinnar á heimavelli. 13. ágúst 2020 13:07 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
KR-ingar fengu bréf um að þeir væru á leið í sóttkví Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti í samtali við Fótbolti.net í gærkvöldi að við komuna til landsins í gær hafi þeir fengið bréf um að þeir væru á leið í sóttkví. 19. ágúst 2020 08:00
„Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. ágúst 2020 11:32
Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30
FH leikur í Kaplakrika gegn Dunajská FH mun leika heimaleik sinn gegn Dunajská Streda í forkeppni Evrópudeildarinnar á heimavelli. 13. ágúst 2020 13:07