Svartur dagur Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 13:25 Dagurinn í dag er svartur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Frá og með deginum í dag þurfa allir komufarþegar til landsins að fara í 4-6 daga sóttkví, áður en þeir mega ferðast frjálsir um landið. Það þýðir einfaldlega að sárafáir ferðamenn munu koma til landsins og hjólin munu stöðvast. Til skýringar, sem ekki er vanþörf á, þá er ferðamaður gestur, sem er á ferð utan hversdagsumhverfis í minna en tólf mánuði samfleytt og tilgangurinn er ekki sá að stunda launað starf á staðnum sem ferðast er til. Ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif Fólk í ferðaþjónustu klórar sér nú í hausnum í miðjum dofanum og veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun stjórnvalda hafi verið nægjanlega vel ígrunduð og undirbyggð og hvert markmiðið með henni raunverulega og nákvæmlega er. Ákvörðunin er eins og marg hefur komið fram, gríðarlega afdrifarík og mun hafa áhrif á alla sem starfa innan ferðaþjónustu og á endanum langt út fyrir hana. Sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í gær, að þetta fyrirkomulag þyrfti að standa í marga mánuði. Svo það sé áréttað, þá hefur fólkið í ferðaþjónustunni jafnmiklar áhyggjur og aðrir af heilsufarslegum þáttum - við erum venjulegir Íslendingar - sumir i áhættuhópum sjálfir og flestir eiga auðvitað nána ættingja í áhættuhópum. Við eigum fermingarbörn og foreldra, ömmur og afa á hjúkrunarheimilum, við syngjum í kórum og förum í leikhús. Munurinn er hins vegar sá að við erum fyrst af öllum nú horfa nú fram á að lífsviðurværi okkar gufa upp. Því er eðlilegt að spurninga sé spurt og því velt upp, hvort meðalhófs hafi verið gætt eða hvort verið sé að ganga óþarflega langt. Meðalhóf eða ofríki? 1. Markmiðið með þeim landamæraaðgerðum sem hófust nú á miðnætti er óljóst og mótsagnakennt. Það er ekki mælanlegt né tímasett. Veirufrítt land? Sóttvarnaryfirvöld hafa margsagt og ítrekað að það er óraunhæft markmið. Veiran mun alltaf finna sér leið inn. 2. Ef markmiðið er „veirufrítt land“ - sem samkvæmt stjórnvöldum og sóttvarnaryfirvöldum er óraunhæft markmið - til að landsmenn geti lifað sem frjálsustu lífi - á meðan ríkissjóður safnar skuldum og fólk hrúgast inn á atvinnuleysiskrá - og hætt að mestu að huga að almennum sóttvörnum - þá er það rökleysa. Það hlýtur alltaf og áfram að þurfa að huga að sóttvörnum á meðan veiran er á kreiki í heiminum og meðferð og/eða bólusetning er ekki í boði. Það heitir víst að „lifa með veirunni“ og var mantra í nokkra daga, en er nú af mörgum ekki talið boðlegt lengur. 3. Þetta nýja verklag mun leiða til þess að þeir, sem samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum eru ólíklegastir til að dreifa veirunni inn í samfélagið munu ekki koma (með hörmulegum efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum). Hins vegar munu þeir sem meiri áhætta fylgir varðandi dreifingu veirunnar (Íslendingar, erlent vinnuafl og aðrir í miklum tengslum við íbúa landsins) halda áfram að koma til landsins. Það hefur komið fram að jafnvel tvöföld skimun útilokar ekki að smitberi komist í gegn, þó vissulega minnki það líkurnar verulega. Taka þarf tillit til fleiri þátta Til að forðast allan misskilning, þá tek ég fram að ég veit ekkert um veirur eða faraldsfræði veira. Allt sem ég segi hér um veiruna er haft eftir sóttvarnaryfirvöldum. Hins vegar veit ég hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa á tugi þúsunda manna og almenn lífskjör á Íslandi. Það hefur alltaf verið sagt að sá tímapunktur kæmi að taka þyrfti tillit til bæði sóttvarnarþátta og efnahagslegra þátta í baráttu okkar við veiruna. Að lágmarka líkur á að veiran geti dreift sér hér innanlands án þess að leggja efnahagslífið í rúst. Það er kúnstin núna. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag er svartur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Frá og með deginum í dag þurfa allir komufarþegar til landsins að fara í 4-6 daga sóttkví, áður en þeir mega ferðast frjálsir um landið. Það þýðir einfaldlega að sárafáir ferðamenn munu koma til landsins og hjólin munu stöðvast. Til skýringar, sem ekki er vanþörf á, þá er ferðamaður gestur, sem er á ferð utan hversdagsumhverfis í minna en tólf mánuði samfleytt og tilgangurinn er ekki sá að stunda launað starf á staðnum sem ferðast er til. Ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif Fólk í ferðaþjónustu klórar sér nú í hausnum í miðjum dofanum og veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun stjórnvalda hafi verið nægjanlega vel ígrunduð og undirbyggð og hvert markmiðið með henni raunverulega og nákvæmlega er. Ákvörðunin er eins og marg hefur komið fram, gríðarlega afdrifarík og mun hafa áhrif á alla sem starfa innan ferðaþjónustu og á endanum langt út fyrir hana. Sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í gær, að þetta fyrirkomulag þyrfti að standa í marga mánuði. Svo það sé áréttað, þá hefur fólkið í ferðaþjónustunni jafnmiklar áhyggjur og aðrir af heilsufarslegum þáttum - við erum venjulegir Íslendingar - sumir i áhættuhópum sjálfir og flestir eiga auðvitað nána ættingja í áhættuhópum. Við eigum fermingarbörn og foreldra, ömmur og afa á hjúkrunarheimilum, við syngjum í kórum og förum í leikhús. Munurinn er hins vegar sá að við erum fyrst af öllum nú horfa nú fram á að lífsviðurværi okkar gufa upp. Því er eðlilegt að spurninga sé spurt og því velt upp, hvort meðalhófs hafi verið gætt eða hvort verið sé að ganga óþarflega langt. Meðalhóf eða ofríki? 1. Markmiðið með þeim landamæraaðgerðum sem hófust nú á miðnætti er óljóst og mótsagnakennt. Það er ekki mælanlegt né tímasett. Veirufrítt land? Sóttvarnaryfirvöld hafa margsagt og ítrekað að það er óraunhæft markmið. Veiran mun alltaf finna sér leið inn. 2. Ef markmiðið er „veirufrítt land“ - sem samkvæmt stjórnvöldum og sóttvarnaryfirvöldum er óraunhæft markmið - til að landsmenn geti lifað sem frjálsustu lífi - á meðan ríkissjóður safnar skuldum og fólk hrúgast inn á atvinnuleysiskrá - og hætt að mestu að huga að almennum sóttvörnum - þá er það rökleysa. Það hlýtur alltaf og áfram að þurfa að huga að sóttvörnum á meðan veiran er á kreiki í heiminum og meðferð og/eða bólusetning er ekki í boði. Það heitir víst að „lifa með veirunni“ og var mantra í nokkra daga, en er nú af mörgum ekki talið boðlegt lengur. 3. Þetta nýja verklag mun leiða til þess að þeir, sem samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum eru ólíklegastir til að dreifa veirunni inn í samfélagið munu ekki koma (með hörmulegum efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum). Hins vegar munu þeir sem meiri áhætta fylgir varðandi dreifingu veirunnar (Íslendingar, erlent vinnuafl og aðrir í miklum tengslum við íbúa landsins) halda áfram að koma til landsins. Það hefur komið fram að jafnvel tvöföld skimun útilokar ekki að smitberi komist í gegn, þó vissulega minnki það líkurnar verulega. Taka þarf tillit til fleiri þátta Til að forðast allan misskilning, þá tek ég fram að ég veit ekkert um veirur eða faraldsfræði veira. Allt sem ég segi hér um veiruna er haft eftir sóttvarnaryfirvöldum. Hins vegar veit ég hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa á tugi þúsunda manna og almenn lífskjör á Íslandi. Það hefur alltaf verið sagt að sá tímapunktur kæmi að taka þyrfti tillit til bæði sóttvarnarþátta og efnahagslegra þátta í baráttu okkar við veiruna. Að lágmarka líkur á að veiran geti dreift sér hér innanlands án þess að leggja efnahagslífið í rúst. Það er kúnstin núna. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun