Ferðamennska framtíðarinnar Inga Rós Antoníusdóttir skrifar 19. ágúst 2020 14:30 Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist. Ekki verður nóg að landamæri verði opin, sóttkvíarákvæði lögð af og að yfirvöld gefi út yfirlýsingar um öryggi ferðamanna á áfangastað. Greinin öll þarf að sameinast um að laga sig að breytti hegðun ferðamanna, nýjum þörfum og kröfum og þarf að gera það með sannfærandi hætti. Stafræn þróun í ferðaþjónustu snýst ekki lengur eingöngu um hagræðingu á einstaka sviðum rekstursins eða bætta upplifun útvaldra ferðamanna heldur er hún grundvallaratriði í samkeppnishæfni áfangastaða og ferðaþjónustufyrirtækja á tímum Covid 19. Ferðamenn munu gera kröfu um sem snertilausastan ferðamáta frá því að þeir yfirgefa heimili sitt í upprunalandinu og þar til þeir stíga inn á hótelherbergið sitt á áfangastað sem og í sem flestum upplifunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hér er átt við atriði á borð við snertilausar bókanir og greiðslur fyrir samgöngur til og frá flugvelli, snertilausa innritun í flug sem og snertilausa innritun á gististað. Jafnvel með ströngum hreingerningaferlum vill ferðamaðurinn ekki þurfa að snerta skjái sem eru í meira og minna stanslausri notkun allan daginn, né þurfa að taka við herbergislykli/spjaldi sem hefur verið handleikið af öðrum. Veitingastaðir bjóða nú þegar margir hverjir upp á rafræna matseðla og sjá má fyrir sér aukningu á snertilausri framreiðslu. Forrit sem byggja á augngreiningu og/eða andlitsgreiningu, sem og raddskipanir munu sjást í auknum mæli í aðgangsstýringu, t.d. við landamæravörslu, á gististöðum og bílaleigubílum. Víðast hvar í heiminum eru íbúar og ferðamenn orðnir vanir því að geta leigt sér deilibíl með notkun á snjallforriti og andlitsgreiningu einni saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjárfestar og greinin átti sig á mikilvægi þess að byggja upp stafræna sjálfsmynd og að þetta sé samspil sem geti endurheimt traust ferðamanna til áfangastaða og ferðalaga almennt. Líta þarf á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og tryggja fjármögnunarleiðir fyrir þau fyrirtæki sem hafa alla burði til að koma þannig sterkari undan vetri. Það er í þessu samhengi vert að minna á að forsendur þess að laða að og byggja upp traust ferðamanna er að öll gögn um þá séu vel varin, persónuvernd virt og að það ríki gegnsæi í meðferð gagna. Þetta verður að vera kjarninn í öllum tæknilegum lausnum.Er fyrirtækið þitt öruggur áningastaður á stafrænni vegferð ferðamannsins? Höfundur er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist. Ekki verður nóg að landamæri verði opin, sóttkvíarákvæði lögð af og að yfirvöld gefi út yfirlýsingar um öryggi ferðamanna á áfangastað. Greinin öll þarf að sameinast um að laga sig að breytti hegðun ferðamanna, nýjum þörfum og kröfum og þarf að gera það með sannfærandi hætti. Stafræn þróun í ferðaþjónustu snýst ekki lengur eingöngu um hagræðingu á einstaka sviðum rekstursins eða bætta upplifun útvaldra ferðamanna heldur er hún grundvallaratriði í samkeppnishæfni áfangastaða og ferðaþjónustufyrirtækja á tímum Covid 19. Ferðamenn munu gera kröfu um sem snertilausastan ferðamáta frá því að þeir yfirgefa heimili sitt í upprunalandinu og þar til þeir stíga inn á hótelherbergið sitt á áfangastað sem og í sem flestum upplifunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hér er átt við atriði á borð við snertilausar bókanir og greiðslur fyrir samgöngur til og frá flugvelli, snertilausa innritun í flug sem og snertilausa innritun á gististað. Jafnvel með ströngum hreingerningaferlum vill ferðamaðurinn ekki þurfa að snerta skjái sem eru í meira og minna stanslausri notkun allan daginn, né þurfa að taka við herbergislykli/spjaldi sem hefur verið handleikið af öðrum. Veitingastaðir bjóða nú þegar margir hverjir upp á rafræna matseðla og sjá má fyrir sér aukningu á snertilausri framreiðslu. Forrit sem byggja á augngreiningu og/eða andlitsgreiningu, sem og raddskipanir munu sjást í auknum mæli í aðgangsstýringu, t.d. við landamæravörslu, á gististöðum og bílaleigubílum. Víðast hvar í heiminum eru íbúar og ferðamenn orðnir vanir því að geta leigt sér deilibíl með notkun á snjallforriti og andlitsgreiningu einni saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjárfestar og greinin átti sig á mikilvægi þess að byggja upp stafræna sjálfsmynd og að þetta sé samspil sem geti endurheimt traust ferðamanna til áfangastaða og ferðalaga almennt. Líta þarf á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og tryggja fjármögnunarleiðir fyrir þau fyrirtæki sem hafa alla burði til að koma þannig sterkari undan vetri. Það er í þessu samhengi vert að minna á að forsendur þess að laða að og byggja upp traust ferðamanna er að öll gögn um þá séu vel varin, persónuvernd virt og að það ríki gegnsæi í meðferð gagna. Þetta verður að vera kjarninn í öllum tæknilegum lausnum.Er fyrirtækið þitt öruggur áningastaður á stafrænni vegferð ferðamannsins? Höfundur er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar