Arnar verður að sitja á sér í stúkunni í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 12:30 Arnar Gunnlaugsson fékk að líta rauða spjaldið gegn Breiðabliki en sá ekki eftir neinu, í ljósi þess að mark Blika var dæmt af. MYND/STÖÐ 2 SPORT Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., verður eflaust í hópi þeirra 20 áhorfenda sem mega mæta og horfa á leik Víkings við Fjölni í Pepsi Max-deild karla í Grafarvogi í kvöld. Arnar tekur út leikbann í kvöld eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum við Breiðablik á sunnudag, þegar útlit var fyrir að mark sem Blikar skoruðu fengi ranglega að standa. Markið var ekki dæmt gilt en Arnari var vísað upp í stúku. Klippa: Pepsi Max stúkan - Arnar rauða spjald Arnar verður væntanlega aftur í stúkunni þegar hann tekur út bannið í kvöld, en sóttvarnareglur gera það að verkum að afar fámennt verður í stúkunni. Tíu sæti eru í boði fyrir hvort félag og eru hugsuð til að mynda fyrir stjórnarmenn og leikmenn sem eru meiddir. Í ljósi aðstæðna ætti Arnar auðvelt með að láta í sér heyra af áhorfendasvæðinu en það má hann þó ekki gera, segir Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ. Reglur sambandsins kveði á um að þjálfari í banni megi ekki hafa áhrif á leikinn, eins og lokaorðin í meðfylgjandi broti úr reglugerð bera með sér: Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Auðveldara að greina brot en venjulega Erfitt er að koma í veg fyrir að Arnar komi skilaboðum til sinna manna í gegnum Einar Guðnason aðstoðarþjálfara eða aðra sem verða á varamannabekk Víkings í kvöld, í gegnum síma. En láti Arnar í sér heyra í stúkunni, þannig að hann hafi áhrif á leikinn, gæti dómari eða eftirlitsmaður vísað málinu til aga- og úrskurðanefndar og Arnar hlotið frekari refsingu. Í raun er auðveldara að greina hvort Arnar gerist brotlegur í kvöld en í venjulegu árferði, þar sem hróp, köll og söngvar hundruða stuðningsmanna munu ekki heyrast. Um er að ræða fyrsta leikinn í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar, en vegna frestana hafa Fjölnir og Víkingur leikið 10 leiki hvort lið. Víkingar geta með sigri farið upp fyrir ÍA og Fylki í 6. sæti deildarinnar og yrðu þá stigi á eftir Breiðabliki, KR og FH. Fjölnir er enn án sigurs á botni deildarinnar en getur komist upp að hlið Gróttu með sigri. Leikur Fjölnis og Víkings R. hefst kl. 18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30 Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., verður eflaust í hópi þeirra 20 áhorfenda sem mega mæta og horfa á leik Víkings við Fjölni í Pepsi Max-deild karla í Grafarvogi í kvöld. Arnar tekur út leikbann í kvöld eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum við Breiðablik á sunnudag, þegar útlit var fyrir að mark sem Blikar skoruðu fengi ranglega að standa. Markið var ekki dæmt gilt en Arnari var vísað upp í stúku. Klippa: Pepsi Max stúkan - Arnar rauða spjald Arnar verður væntanlega aftur í stúkunni þegar hann tekur út bannið í kvöld, en sóttvarnareglur gera það að verkum að afar fámennt verður í stúkunni. Tíu sæti eru í boði fyrir hvort félag og eru hugsuð til að mynda fyrir stjórnarmenn og leikmenn sem eru meiddir. Í ljósi aðstæðna ætti Arnar auðvelt með að láta í sér heyra af áhorfendasvæðinu en það má hann þó ekki gera, segir Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ. Reglur sambandsins kveði á um að þjálfari í banni megi ekki hafa áhrif á leikinn, eins og lokaorðin í meðfylgjandi broti úr reglugerð bera með sér: Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Auðveldara að greina brot en venjulega Erfitt er að koma í veg fyrir að Arnar komi skilaboðum til sinna manna í gegnum Einar Guðnason aðstoðarþjálfara eða aðra sem verða á varamannabekk Víkings í kvöld, í gegnum síma. En láti Arnar í sér heyra í stúkunni, þannig að hann hafi áhrif á leikinn, gæti dómari eða eftirlitsmaður vísað málinu til aga- og úrskurðanefndar og Arnar hlotið frekari refsingu. Í raun er auðveldara að greina hvort Arnar gerist brotlegur í kvöld en í venjulegu árferði, þar sem hróp, köll og söngvar hundruða stuðningsmanna munu ekki heyrast. Um er að ræða fyrsta leikinn í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar, en vegna frestana hafa Fjölnir og Víkingur leikið 10 leiki hvort lið. Víkingar geta með sigri farið upp fyrir ÍA og Fylki í 6. sæti deildarinnar og yrðu þá stigi á eftir Breiðabliki, KR og FH. Fjölnir er enn án sigurs á botni deildarinnar en getur komist upp að hlið Gróttu með sigri. Leikur Fjölnis og Víkings R. hefst kl. 18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt.
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30 Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30
Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn