Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2020 16:00 Frá Heimaey á fjórða degi eldgossins. Mynd/Ingvar Friðleifsson. Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega í þættinum Um land allt á Stöð 2 kl. 19.10 í kvöld. Jafnframt verður rætt við hóp Vestmannaeyinga sem flúðu eldgosið en settust að í Grindavík. Ingvar lýsir gosstróknum á myndinni í viðtalinu á Stöð 2Stöð 2/Einar Árnason. Ingvar var 26 ára gamall í doktorsnámi við Oxford-háskóla þegar eldgosið hófst þann 23. janúar 1973. Rektor jarðvísindadeildar bauð Ingvari þá að fara til Íslands og Vestmannaeyja á kostnað skólans gegn því að hann flytti síðan fyrirlestra um gosið. Tveimur dögum síðar var Ingvar kominn til Eyja með kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Hraunið byrjað að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndina tók Ingvar 25. janúar, á þriðja degi eldgossins. Hann dvaldi á eynni í tvo sólarhringa, á þriðja og fjórða degi gossins. Hann myndaði meðal annars fyrstu húsin fara undir hraun sem voru Kirkjubæirnir austast á eynni. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Eyjamennirnir í Grindavík rifja í þættinum upp gosnóttina og flóttann frá Heimaey og hvernig líf þeirra umturnaðist. Þeir ræða einnig um þá óvissu sem þeir hafa búið við undanfarnar vikur vegna hugsanlegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Strandlengjan og bærinn eru mikið breytt frá því þessi mynd var tekin. Öll húsin á myndinni hurfu undir hraun en vitinn stendur enn.Mynd/Ingvar Friðleifsson Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um myndirnar: Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega í þættinum Um land allt á Stöð 2 kl. 19.10 í kvöld. Jafnframt verður rætt við hóp Vestmannaeyinga sem flúðu eldgosið en settust að í Grindavík. Ingvar lýsir gosstróknum á myndinni í viðtalinu á Stöð 2Stöð 2/Einar Árnason. Ingvar var 26 ára gamall í doktorsnámi við Oxford-háskóla þegar eldgosið hófst þann 23. janúar 1973. Rektor jarðvísindadeildar bauð Ingvari þá að fara til Íslands og Vestmannaeyja á kostnað skólans gegn því að hann flytti síðan fyrirlestra um gosið. Tveimur dögum síðar var Ingvar kominn til Eyja með kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Hraunið byrjað að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndina tók Ingvar 25. janúar, á þriðja degi eldgossins. Hann dvaldi á eynni í tvo sólarhringa, á þriðja og fjórða degi gossins. Hann myndaði meðal annars fyrstu húsin fara undir hraun sem voru Kirkjubæirnir austast á eynni. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Eyjamennirnir í Grindavík rifja í þættinum upp gosnóttina og flóttann frá Heimaey og hvernig líf þeirra umturnaðist. Þeir ræða einnig um þá óvissu sem þeir hafa búið við undanfarnar vikur vegna hugsanlegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Strandlengjan og bærinn eru mikið breytt frá því þessi mynd var tekin. Öll húsin á myndinni hurfu undir hraun en vitinn stendur enn.Mynd/Ingvar Friðleifsson Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um myndirnar:
Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira