Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:45 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að unnt sé að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. „Ferðalög í heiminum eru að dragast saman og það mun hafa áhrif á okkur. Líklega munum við sjá töluverð áhrif á öðrum ársfjórðungi. Minni ferðalög og það þýðir að einhverju leyti minn gjaldeyristekjur," segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann segir þjóðarbúið vel statt til að mæta áfallinu. Viðskiptaafgangur var mikill á síðasta ári, eða 172 milljarðar króna, ríkissjóður er lítið skuldsettur og gjaldeyrisforðinn er stór. „Þannig við getum alveg staðið af okkur tímabundin áföll og kórónuveiran er tímabundin," segir Ásgeir. Kórónuveiran mun hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.Vísir/Vilhelm Undirbúa aðgerðir Seðlabankinn kynnti ráðherrum í gær mögulegar aðgerðir til að bregaðst við áhrifum veirunnar. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja þurfi stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þá þurfi að huga að lausafjárstöðu bankanna og er seðlabankinn að undirbúa aðgerðir í þá veru. „Bankarnir þurfa að hafa lausafé til að geta stutt sína viðskiptavini og látið þá hafa lausafé svo þeir geti staðið af sér einhvern tíma þar sem tekjur minnka," segir Ásgeir. Í þriðja lagi þurfi að huga að áhrifum til lengri tíma. Viðbúið sé að lækka þurfi vexti til að bregðast við ástandinu en þeir eru nú í sögulegu lágmarki, eða 2,75%. Næsta vaxtaákvörðun er eftir tvær vikur, eða 18. mars. „Þetta mun þýða meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári en við gerðum ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að við þurfum að slaka á peningastefnunni," segir Ásgeir. „Það sem er heppilegt núna er að við erum með viðskitpaafgang og stöndum sterk hvað varðar greiðslujöfnuð. Það gefur okkur færi á því að lækka vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krónan veikist." Óljóst er hversu mikil vaxtalækkun gæti verið í kortunum. „Þetta er að breyta öllum hagvatarhorfum fyrir þetta ár en hins vegar eru þetta tímabundin áhrif. Þetta er faraldur sem gengur yfir og hugsun okkar mótast af því." Lausafjárstaða bankanna verður tryggð vegna kórónuveirunnar.Vísir Fyrirtæki standa storminn misvel af sér Aðgerðirnar til að hefta útbreiðslu veirunnar eru í raun það sem eru að koma illa við efnahagslífið. Starfsfólk og jafnvel heilu fyrirtækin eru í sóttkví og ferðatakmarkanir í gildi. Ásgeir telur að ferðaþjónustan taki aftur við sér þegar faraldurinn er genginn yfir. „Væntanlega er það mismunandi á milli fyrirtækja hversu vel þau geta staðið þetta af sér og þess vegna skiptir mjög miklu máli að það séu nægilegir lausir fjármunir og fyrirgreiðsla til reiðu." Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að unnt sé að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. „Ferðalög í heiminum eru að dragast saman og það mun hafa áhrif á okkur. Líklega munum við sjá töluverð áhrif á öðrum ársfjórðungi. Minni ferðalög og það þýðir að einhverju leyti minn gjaldeyristekjur," segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann segir þjóðarbúið vel statt til að mæta áfallinu. Viðskiptaafgangur var mikill á síðasta ári, eða 172 milljarðar króna, ríkissjóður er lítið skuldsettur og gjaldeyrisforðinn er stór. „Þannig við getum alveg staðið af okkur tímabundin áföll og kórónuveiran er tímabundin," segir Ásgeir. Kórónuveiran mun hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.Vísir/Vilhelm Undirbúa aðgerðir Seðlabankinn kynnti ráðherrum í gær mögulegar aðgerðir til að bregaðst við áhrifum veirunnar. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja þurfi stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þá þurfi að huga að lausafjárstöðu bankanna og er seðlabankinn að undirbúa aðgerðir í þá veru. „Bankarnir þurfa að hafa lausafé til að geta stutt sína viðskiptavini og látið þá hafa lausafé svo þeir geti staðið af sér einhvern tíma þar sem tekjur minnka," segir Ásgeir. Í þriðja lagi þurfi að huga að áhrifum til lengri tíma. Viðbúið sé að lækka þurfi vexti til að bregðast við ástandinu en þeir eru nú í sögulegu lágmarki, eða 2,75%. Næsta vaxtaákvörðun er eftir tvær vikur, eða 18. mars. „Þetta mun þýða meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári en við gerðum ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að við þurfum að slaka á peningastefnunni," segir Ásgeir. „Það sem er heppilegt núna er að við erum með viðskitpaafgang og stöndum sterk hvað varðar greiðslujöfnuð. Það gefur okkur færi á því að lækka vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krónan veikist." Óljóst er hversu mikil vaxtalækkun gæti verið í kortunum. „Þetta er að breyta öllum hagvatarhorfum fyrir þetta ár en hins vegar eru þetta tímabundin áhrif. Þetta er faraldur sem gengur yfir og hugsun okkar mótast af því." Lausafjárstaða bankanna verður tryggð vegna kórónuveirunnar.Vísir Fyrirtæki standa storminn misvel af sér Aðgerðirnar til að hefta útbreiðslu veirunnar eru í raun það sem eru að koma illa við efnahagslífið. Starfsfólk og jafnvel heilu fyrirtækin eru í sóttkví og ferðatakmarkanir í gildi. Ásgeir telur að ferðaþjónustan taki aftur við sér þegar faraldurinn er genginn yfir. „Væntanlega er það mismunandi á milli fyrirtækja hversu vel þau geta staðið þetta af sér og þess vegna skiptir mjög miklu máli að það séu nægilegir lausir fjármunir og fyrirgreiðsla til reiðu."
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira